Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 Á föstudag fyrir viku lá brúnt umslag milli dagblaðanna í póst- kassanum. Nafnið og heimilisfangið hafði verið skrifað með ritvél á hvítt blað, klippt út og límt á eins og nafnspjald. Bréfið var póstlagt í Skien. Áður en ég sá hvað var skrifað undir nafnið mitt – sér- fræðingur í sjúkdómsvæðingar- áróðri gegn stjórnarandstæðingum – vissi ég frá hverjum það var. Bréfið var nýtt innlegg í þrá- hyggjukennda baráttu hryðju- verkamannsins gegn íslam og fyrir „hinn nor- ræna stofn“. Hann hefur stofnað flokk – Norrænt ríki – og er eini flokksfélaginn, líkt og hann var eini félaginn í Musteris- riddurunum. Valið á nafninu virðist innblásið af Ríki íslams – IS. Í bréfinu barmar hryðjuverka- maðurinn sér yfir því að hann fái ekki að vera í sambandi við „vini, stuðningsmenn og restina af hreyf- ingunni“. Hann gerði sér í hugar- lund að uppreisn myndi fara um Evrópu í kjölfarið á fyrstu árásinni hans. Hann sá fyrir sér að hann myndi leiða bandalag herskárra þjóðernissinna, sem hefðu orðið róttækir í fangelsunum, til „íhalds- samrar byltingar“, sem í eitt skipti fyrir öll myndi hrekja múslimana brott frá Evrópu. Nú situr hann þarna. Ég lagði bréfið frá mér. Við höfum heyrt þetta áður Sama kvöld komu fréttirnar frá París. Öfgafullir íslamistar höfðu fram- ið fjöldamorð. Eins og í Noregi kom árásin innan frá. Búið er að bera kennsl á fimm af hryðjuverka- mönnunum átta þegar þetta er skrifað; þeir eru allir franskir rík- isborgarar. Einn ólst upp í ban- lieue fyrir utan París, annar í fé- lagsbústöðum í Brussel, sá þriðji hefur barist í Sýrlandi. Þeir myrtu samborgara sína og sýndu enga meðaumkvun. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á aðgerðinni. Hryðjuverkamennirnir létu til skarar skríða, innblásnir af haturs- hugmyndafræði samtakanna: Óæðra fólk skal hreinsað út, sumir eru öðrum æðri, manneskjuna skal steypa í sama mót og það er bara ein rétt trú. Fórnarlömbin eru af- mennskuð, kölluð kvikindi og mein- dýr; við höfum heyrt þetta áður. Að sögn sjónarvotta sögðu hryðjuverkamennirnir þegar þeir létu skotin dynja að þeir væru að hefna fyrir sprengjuárásir Frakka í Sýrlandi. En þeir réðust ekki á hernaðarmannvirki eða tákn fransks valds þar sem elítan býr eða ferðamennirnir fara. Þeir skutu ekki gagnrýnendur íslams eða lýð- skrumara af hægri vængnum, ekki frekar en norski hryðjuverkamað- urinn framdi fjöldamorð á þeim, sem hann sagðist hata, múslimum í mosku. Nei, á báðum stöðum beindist árásin að hinum ungu, hin- um framfarasinnuðu, hinum um- burðarlyndu. Þekktu sín fórnarlömb Því að hryðjuverkamennirnir þekktu sín fórnarlömb. Þeir reiddu til höggs þar sem þeir vissu að sársaukinn yrði mestur – la vie á la francaise – köllum það hversdags- lífið. Hverfiskaffihúsið á horninu, fólk á fótboltaleik, tónlistarunn- endur. Þeir réðust á 10. og 11. hverfi á hægri bakkanum, þar sem Parísarbúar koma saman á föstu- dagskvöldi til að borða eða fá sér fordrykk á leið annað, til dæmis tónleika í Bataclan. Þótt hvítum hafi farið fjölgandi í hverfunum, líkt og yfirleitt í miðborg Parísar, hafa þau haldið sínum framfara- sinnuðu og fjölþjóðlegu einkennum, segir á vefnum Fusion. Hér búa hinir svokölluðu bóbos – sem eru bæði bóhemar og borgaralegir, hér búa græningjarnir, hér búa hips- ter-sósíalistarnir. Le Pen, þjóðernissinnarnir og innflytjenda- gagnrýnendurnir fengu slæma út- komu í þessum hverfum í síðustu kosningum. Þess vegna voru þeir fullkomin fórnarlömb. Hryðjuverkamenn reyna alltaf að sundra. Þeir vilja breiða út slíkan ótta að fólk hvæsi á móti, sundrist þannig að tengslin á milli manna veikist. Þannig vilja þeir hrekja samfélagið burt frá grunni sínum og gildum. Langhættulegasti hryðjuverkamaðurinn er sá sem þekkir fórnarlömbin sín. Franska fótboltalandsliðið og stuðningsmenn þess voru líka hin fullkomnu fórnarlömb. Landsliðið er sennilega best heppnaða aðlög- unarverkefni Frakklands. Meiri- hluti leikmannanna hefur annan uppruna en franskan. Hér eru hin- ir hvítu ekki valdir úr eins og í at- vinnulífinu og á opinberum vett- vangi. Í landsliðinu er fullkomið verðleikaræði, aðeins bestu leik- mennirnir fá að ganga til leiks í bláu treyjunni. Það er orðið eitt af helstu sameiningartáknum þjóð- arinnar og þess vegna var það skotskífa. Hryðjuverkamennirnir óttast fyrst og fremst samheldni okkar. En á Stade de France stöðvaði öryggisvörður manninn í sprengjuvestinu. Parísarbúar vilja hins vegar fæstir slíkan viðbúnað við kaffihús og veitingastaði. Íslam og hinir vantrúuðu Ríki íslams veit hvað það vill. Hryðjuverkasamtökin fela ekki markmið sín. Í þeirra eigin miðli, Dabiq, sagði í febrúar á þessu ári að markmiðið væri „eyðing gráa svæðisins“. Baráttan gegn gráa svæðinu hófst, samkvæmt Dabiq, með árásunum 11. september 2001. Þá urðu til tvennar herbúðir, sem mannkyn gat valið á milli: Her- búðir íslams og herbúðir hinna vantrúuðu. Miðill IS vísar til yfirlýsinga Osama bin Ladens: „Bush sagði sannleikann þegar hann sagði: „Annaðhvort ert þú með okkur eða þú ert með hryðjuverkamönnun- um“, það vill segja, annaðhvort fylgir þú krossförunum eða íslam.“ Ríki íslams getur einfaldlega gert málflutning George Bush um öxul hins illa að sínum, í þeirra augum nær öxullinn aðeins til annarra svæða, annarra ríkja. Líkt og Bush krefst Ríki íslams þess að maður sé með eða á móti. Það sem þeir hata mest og líta á sem áskorun um hólmgöngu er gráa svæðið. 11. hverfi í París er dæmi um það. Hér búa hinir van- trúuðu við hlið múslima, sem í aug- um IS eru ekki rétttrúaðir, heldur svikarar, loddarar og meðhlaup- arar. Það sem við köllum verald- lega eða hófsama múslima. Gráa svæðið er vígvöllur IS. Það er að finna í öllum evrópskum stór- borgum. Maður finnur það á milli svarts og hvíts. Milli okkar og þeirra. Milli með og á móti. Það er hægt að segja að svæðið sé grátt, en maður getur líka kallað það lit- ríkt. Föruneyti hins litríka er í huga sumra hrós, en skammaryrði í huga annarra, sem líta á það sem barnaskap, sem muni leiða okkur til glötunar. Rétt eins og hægri öfgamenn hata hið litríka hatar Ríki íslams gráa svæðið. Þetta eru tvær lýsingar á sama hlutnum. Sama markmið á báða bóga Öfgamenn á báða bóga hafa sama markmið – sundrungu. Þess vegna ráðast þeir á það samfélag sem virkar. Þeir sem óttast íslam og Ríki íslams eru fullkomnir fjendur hvorir annarra og spegilmyndir, þeir nærast hvorir á öðrum og á sömu hugmyndinni; að við getum ekki búið saman. Það á að losa heiminn við grá svæði og litrík samfélög. Ríki íslams vill að Evrópubúar óttist múslima, fyllist grunsemdum, snúi baki við þeim, að tortryggni í garð íslams aukist, að það verði erfiðara að vera ungur múslimi í Evrópu. Þá muni fleiri ungmenni verða örvæntingu og firringu að bráð og snúast til bræðralags heil- ags stríðs. Þetta er yfirlýst mark- mið og herfræði Ríkis íslams. Það er undir okkur komið hvort áætl- unin tekst eða ekki. Áætlun norska íslamshatarans mistókst nefnilega. Samfélagsgreining hans sveik hann. Hryðjuverkið leiddi ekki til árása á þjóðernissinna, sem risu upp í mótmælaskyni, mynduðu sjálfstæðar sellur og gripu til árása, sem áttu að leiða til borg- arastríðs. Samnefnari Ríkis íslams og hug- myndafræði Breivik er hinn hreini fasismi. Það á að setja einn þjóð- flokk og trú ofar öllu öðru, það á að útrýma eða undiroka annað fólk. Hjá Ríki íslams eru súnnimúslimar efst, í huga norska hryðjuverka- mannsins eru það hvítir kristnir menn. Hann vill útrýma íslam í Evrópu, taka af lífi múslima, sem Baráttan gegn gráa svæðinu ÖFGAMENN Á BÁÐA BÓGA HAFA SAMA MARKMIÐ – SUNDRUNGU. ÞESS VEGNA RÁÐAST ÞEIR Á ÞAÐ SAM- FÉLAG SEM VIRKAR. ÞEIR SEM ÓTTAST ÍSLAM OG RÍKI ÍSLAMS ERU FULLKOMNIR FJENDUR HVORIR ANNARRA OG SPEGILMYNDIR, ÞEIR NÆRAST HVORIR Á ÖÐRUM OG Á SÖMU HUGMYNDINNI; AÐ VIÐ GETUM EKKI BÚIÐ SAMAN. ÞAÐ Á AÐ LOSA HEIMINN VIÐ GRÁ SVÆÐI OG LITRÍK SAMFÉLÖG. RÍKI ÍSLAMS OG ÓVILDARMENN ÍSLAMS BERA Í BRJÓSTI SAMA HATRIÐ Á LÍFINU. Åsne Seierstad * Gráa svæðið er vígvöllur IS. Það er aðfinna í öllum evrópskum stórborgum.Maður finnur það á milli svarts og hvíts. Milli okkar og þeirra. Milli með og á móti. Åsne Seierstad Hryðjuverkin í París
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.