Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 18
1Löngu er útséð með að Jóla-sveinninn, þessi eini sanni, komist yfir að gleðja öll börn þessa heims upp á eigin spýtur fyrir jólin og þess vegna þarf hann liðstyrk. Menn hlaupa ekki í svo vandasamt verkefni og fyrir vikið hefur verið blásið til jólasveinaskóla í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu, þar sem menn geta lært helstu kúnstir sem sæma jólasveinum. Þessir ágætu menn á fremsta bekk eru sannar- lega með útlitið í starfið en fram- komuna hefur mögulega þurft að slípa aðeins til. Batnandi sveinum er best að lifa! 2 Jólasveinum er margt til listalagt, eins og þessum sem syndir með fiskum í sæ- dýrasafninu Sunshine Aquari- um í Tókýó. Sveinki mun taka þátt í tveimur jólasýn- ingum á dag fram til 25. des- ember. Jól í skugga hryðjuverka 3Miklar hörmungar hafagengið yfir Parísarbúa og þar verða jólin að þessu sinni haldin í skugga hryðjuverka. Þess heldur eru menn staðráðnir í að halda jól- in, í nafni friðar og samstöðu, og í stórversluninni Galeries Lafayette er jólatréð komið upp. Óvenju glæsilegt. 4 Risavaxin jólatré á fjölmenn-um stöðum eru siður vítt og breitt um heiminn. Þau reisa sig hins vegar ekki sjálf, eins og sést á myndinni frá Martin Place, sem er í hjarta kaupsýsluhverfisins í Sydn- ey í Ástralíu. Til allrar hamingju kunna borgarstarfsmenn á þessu tökin. 5Kaffikeðjunni Starbucks hefurverið legið á hálsi fyrir að vísa ekki með beinum hætti í jólin á sérstöku jóla- kaffimáli sem tek- ið var í notkun á dögunum. Keðjan hefur svarað því til að hún vilji ekki móðga þá við- skiptavini sína sem ekki eru kristnir og halda ekki jól. AFP JÓLIN KOMA Sveinka margt til lista lagt JÓLIN NÁLGAST ÓÐFLUGA OG ER ÞESS FARIÐ AÐ SJÁ MERKI VÍÐA UM HEIM. JÓLATRÉ ERU KOMIN UPP OG SKREYTINGAR FARNAR AÐ SETJA SVIP SINN Á STRÆTI OG TORG. OG JÓLAVEININN ER AÐ KOMAST Í GÍRINN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 2 1 3 4 5 Ferðalög og flakk AFP *Jólin teygja anga sína víða, til dæmis inn á ár-lega ráðstefnu áhugafólks um vísindaskáld-skap, Comic Con, sem haldin var í Lundúnumfyrir skemmstu. Synd væri að segja að jóla-peysurnar sem þar voru til sýnis væru hefð-bundnar, sumir myndu jafnvel segja andfélags-legar. Alltént andjólalegar, svo sem áletrunin á þeirri fremstu gefur til kynna: Eyðum jól- unum. Eyðum jólunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.