Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 28
Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 Þeim er vorkunn greyjunum,jólasveinunum þrettán, semkoma til byggða með gjafir í poka fyrir börnin í landinu. Verk- ið er erfitt því mörg eru börnin og veðrið og færðin oft slæm. Í nýrri bók eftir blaðamanninn Ómar R. Valdimarsson og móður hans og listakonuna Dagmar Agn- arsdóttur, eru gömlu íslensku jóla- sveinarnir loksins komnir með að- stoðarmenn, sennilega ekki að óþörfu. Þeir lenda að vonum í mörgum ævintýrum á ferð sinni um landið. Þeir sofa yfir sig, týna gjöfum, borða óvart jólamatinn og detta í snjóskafla, sem er bara al- gengt í svona starfi. En allt fer vel að lokum og börnin fá í skóinn, þó að sum þeirra þurfa að sætta sig við kartöflu. Fjölskylda og vinir fyrirmyndir Hugmyndin kviknaði hjá Ómari fyrir nokkrum árum þegar hann var að segja dóttur sinni sögur af jólasveinunum á köldum desem- berkvöldum. „Mig langaði bara að segja stelpunum mínum sögur. Ég gerði fyrst nokkrar sögur en þá kom upp sú hugmynd að gera eina sögu fyrir hvern jólasvein og þau ævintýri sem hann lendir í þegar hann kemur til byggða. Þetta er svolítið mikið verkefni að gefa öll- um börnum Íslands í skóinn á einu kvöldi þannig að ég fór að velta því fyrir mér hvort það væru ekki einhverjir að liðsinna þeim. Og þá kom hugmynd að taka eins konar íslenskt huldufólk inn í þetta, sem væru hjálparkokkar,“ segir Ómar en hann notar gjarnan vini og vandamenn sem fyrirmyndir af persónum. „Konan mín er til dæm- is óþekka stelpan,“ segir hann og skellihlær. „Þessi gæðakona!“ segir Dagmar um tengdadóttur sína hlæjandi. Sögurnar eru þrettán og segja frá ýmsum raunum sem jólasvein- arnir lenda í á ferð sinni um land- ið. Bókin er ætluð öllum börnum sem trúa á jólasveininn. „Jóla- sveinar koma með í skóinn hjá öll- um sem trúa á hann,“ segir Óm- ar. „Þetta hverfist um eitt barn hverju sinni en það er engu að síður oft getið hvar jólasveinninn hefur verið áður,“ segir Ómar en börn vina hans og dætur eru þar persónur. Segir móður sína ofvirka Þegar Ómar var búinn að koma nokkrum sögum niður á blað ákvað hann að leita til móður sinn- ar sem er að hans sögn hans uppá- haldslistamaður. Hún tók vel í það að myndskreyta bókina og ákváðu þau þá að gefa sögurnar út í bók. Dagmar, sem er hárgreiðslukona, fór að læra myndlist þegar hún bjó í Malasíu árið 1999 og síðan þá hefur hún numið myndlist í Taí- landi, á Jakarta og í Kenía og haldið sýningar víða. Næsta sýning verður einmitt opnuð 26. nóvember í menningarsalnum í Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún vinnur aðallega í olíu, en einnig með vatnslitum, bleki og kolum. Á daginn rekur hún hárgreiðslustofu ásamt annarri konu á Hrafnistu í Reykjavík. Þeg- ar hún er ekki að vinna eða að sinna list sinni slær hún Íslands- met í kraftlyftingum. „Ég gerði þetta aðallega fyrir barnabörnum, stelpurnar. Nú segja þær, amma mín er kraftlyftingakona!“ segir hún. Síðar fór amman að keppa á mótum og á núna, tveimur árum síðar, 26 Íslandsmet í sínum flokki. „Hún væri ábyggilega greind með ADHD eða að minnsta kosti ofvirkni, kannski ekki at- hyglisbrest,“ segir Ómar og hlær. „Já, þú átt ekki langt að sækja það,“ segir Dagmar við son sinn. Þau hlæja mikið saman mæðginin og segja samstarfið mjög gott. Teikningarnar vann Dagmar með vatnslitum og bleki. „Ég las allar sög- urnar og kom mér inn í efnið,“ segir Dagmar. Hún segist ekki hafa skipt sér af textanum hjá syninum og hann ekki af hennar teikningum. „En við vorum bæði sammála um að við vildum nota gömlu jólasvein- ana,“ segir Ómar. Skapandi skrif tilbreyting Ómar, sem er lögmaður, starfar sem viðskiptablaðamaður hjá Blo- omberg-fréttaveitunni en fann sér tíma til að setjast við bókaskriftir. „Þessi bók varð til á löngum tíma. Þó að megnið af vinnu mömmu hafi verið á síðustu metrunum skrifaði ég þetta á mörgum mán- uðum,“ segir hann. „Daglega er ég að skrifa fréttir um viðskipti og efnahagslíf og skrifa mikið af þurr- um texta. Það er gagnlegt fyrir þá sem lesa en ekkert mjög skapandi. Maður verður stundum þreyttur á því, ég tala nú ekki um þegar maður er búinn að skrifa milljón fréttir um gjaldeyrishöftin og líður eins og maður sé alltaf að skrifa sömu fréttina, þá er það ágætis frí að fara í eitthvað allt annað,“ segir Ómar. Fékk sjálfur kartöflu í skóinn „Maður sækir líka í sinn eigin reynslubanka,“ segir Ómar um hvernig sögurnar urðu til. „Eitt barnið í sögunni fær kartöflu í skóinn og er rosa ánægt með það og lætur mömmu sína sjóða hana í matinn um kvöldið. Það er ég!“ segir Ómar skellihlæjandi og mamma hans segir að hann hafi verið alveg brjálaður en hafi reynt að snúa vörn í sókn með því að biðja móður sína að sjóða hana í matinn. „Kartaflan var svo fúl að það var búið að teikna fýlukall á hana,“ segir Ómar. Dagmar man ekki hvað varð til þess að sonurinn átti skilið kartöflu í skóinn. „Ég held þetta hafi verið gott, hann átti það skilið og ég held að hann hafi lært af þessu,“ segir hún. „Þetta situr í mér! Eins og þú heyrir,“ segir hann og grínast með að hann sé að skrifa sig frá þess- ari sáru reynslu. „Þú fyrirgefur mömmu þinni?“ spyr ég. „Já, ef bókin gengur vel!“ segir hann og horfir á strangur á móður sína í gríni. Þau segja samstarfið gott. „Þetta var skemmtilegt ferli og gaman að vinna með mömmu!“ segir Ómar og Dagmar tekur und- ir það. Hrekkir vini sína í leiðinni Ómar segist nota tækifærið í bók- inni til að hrekkja vini sína örlítið að jólasveinasið. „Einn vinur minn er veiðimaður og þegar ég var að skrifa bókina fór hann á rjúpu og gekk illa. Jólasveinninn grínast með þetta í sögunni. Svo er það annar vinur minn sem er með mjög stóra bumbu í bókinni, af því að við erum alltaf að metast um hvor sé með minni bumbu,“ segir hann og hlær. „Ég las kaflann fyr- ir hann og hann hafði húmor fyrir þessu. En ég efast ekki um að hann launi mér lambið gráa.“ NÝ JÓLASVEINABÓK EFTIR MÆÐGIN Jólasveinarnir þrettán fá hjálp þetta árið Mæðginin Dagmar og Ómar eiga heiðurinn af nýrri jólasveinabók og eru sumar sögurnar úr reynslubanka Ómars. Þau rifja upp þegar hann fékk kartöflu í skóinn og bað móður sína að sjóða hana í kvöldmat. Morgunblaðið/Ásdís MÆÐGININ ÓMAR R. VALDIMARSSON OG DAGMAR AGN- ARSDÓTTIR TÓKU HÖNDUM SAMAN EN ÚT ER KOMIN BÓK- IN 13 SKRÝTNIR JÓLASVEINAR. ÓMAR SKRIFAÐI TEXTANN EN MÓÐIR HANS, DAGMAR, MYNDSKREYTTI. Í ÞETTA SINN FÁ JÓLASVEINAR HJÁLP FRÁ AÐSTOÐARFÓLKI. BÓKIN ER TIL- VALIN FYRIR FORELDRA OG BÖRN Í AÐDRAGANDA JÓLA. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fjölskyldan Memfismafían blæs til hátíðar á Kexinu sunnudaginn 22. nóvember klukkan 13 ítilefni af útgáfu Karnivalíu, barnabókaplötu Braga Valdimars Skúlasonar. Memfis- mafían leikur lög, lesin verður hugvekja úr bókinni og auðvitað verður Karnivalía til sölu á sérstöku hátíðarverði. Kakó, kaffi og afasúkkulaði í boði prófessorsins. Karnivalía og kakó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.