Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 29
SmáraTívolí og Söngvaborg bjóða upp á frábæra fjölskyldu- skemmtun kl. 14:00 í dag. Í tilefni þess að Söngvaborg er orðin 15 ára ætla Sigga, María, Masi og Smári að halda upp á daginn og bjóða upp á afmælisköku og djús fyrir afmælisgesti ásamt því að vera með skemmtileg söngatriði. Verið velkomin í Hlökkum til að sjá ykkur! SKEMMTUN FYRIR ALLA! www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind afmælisveislu Söng vaborgar í dag! Opnunartími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14 til 22 Föstudaga frá kl. 14 til 23 Laugardaga frá kl. 12 til 23 Sunnudaga frá kl.13 til 22 22.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Í bókinni Eldum sjálf eru 18 upp- skriftir sem eiga það sameiginlegt að henta börnum vel. Í þessari hentugu harðspjaldamatreiðslubók er að finna uppskriftir að klassískum réttum eins og plokkfiski og grjónagraut en líka nýstárlegri uppskriftir. Dögg Hjaltal- ín valdi uppskriftir en Salka forlag gefur bókina út. Framsetning uppskrifta er lífleg og bókin er aðgengileg fyrir börn og fullorðna. Fjölda hráefna í hverri uppskrift er stillt í hóf þannig að krakkar eiga ekki að vera í vandræðum með að elda eftir henni sjálf. BANANAFLIPP 1 banani 10 jarðarber 125 ml grísk jógúrt 1 dl appelsínusafi AÐFERÐ 1) Takið utan af banananum og skerið í bita. Hreinsið jarðarberin og skerið þau í tvennt. 2) Setjið niðurskornu ávextina, gríska jógúrtið og appelsínusafann í blandara. 3) Blandið saman þar til ávextirnir eru orðnir að mauki. Hellið í glös. KRAKKAR GETA ELDAÐ SJÁLFIR Matreiðslubók fyrir börn Eldum sjálf hentar krökk- um á aldrinum 4-10 ára. Ban- anaflipp er ein af uppskrift- unum í bókinni en þennan drykk tekur aðeins 10 mínútur að útbúa. Getty Images/iStockphoto Hið hvimleiða vandamál að stíga ofan á legókubb með öllum þeim sársauka sem því fylgir verður brátt úr sögunni. Að minnsta kosti fyrir þá sem eiga eftir að eignast sérhannaða legó-inniskó sem eru ætlaðir til þess að koma í veg fyrir þetta vandamál. Litríku kubbarnir líta sakleysislega út og eru sann- arlega skemmtilegir fyrir skapandi leik en engu að síður er ótrúlega vont að stíga ofan á þá. Auglýsingastofan Brand Station hefur tekið höndum saman með danska fyrirtækinu LEGO um að framleiða inniskó með sérstaklega þykkum sóla, merkta með lógói leikfangafyrirtækisins. Skórnir eru ekki mikið fyrir augað hvað hönn- unina varðar heldur eru einungis til þæginda en þó eru þeir skreytt- ir stílhreinu LEGO-merkinu í rauðu og gulu litunum sem fólk þekkir svo vel. Skórnir verða ekki fyrir alla því aðeins 1.500 eintök verða framleidd sem verða aðeins í boði fyrir við- skiptavini sem skrá óskalista á vef- síðu fyrirtækisins í Frakklandi. Heppnir viðtakendur eru farnir að dreifa myndum af inniskónum á Twitter undir #noellego2015. Ef legókubbar eru á óskalist- anum hjá barninu þínu þá væru svona skór velkominn fylgihlutur. Kannski par dúkki upp á eBay inn- an tíðar? AÐEINS 1.500 EINTÖK VERÐA FRAMLEIDD Sérstakir legó-inniskór Skórnir eru með sérstaklega þykkum sóla. FORELDRAR VITA HVERSU ÓÞÆGILEGT ÞAÐ ER AÐ STÍGA ÓVARINN Á LEGÓKUBB Á GÓLFI. NÝIR INNISKÓR EIGA AÐ KOMA Í VEG FYRIR ÞETTA VANDAMÁL. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eitt af því sem er upplagt að taka sér fyrir hendur með börnunum er að föndra. Á þessum tíma árs blasir við að föndra jólaskraut. Þá má mæla með því að búa til jólastjörnur úr pappír. Á netinu er að finna fjölmargar leiðbein- ingar til þess að gera margar ólíkar en fallegar stjörnur, bæði stærri og minni. Föndrið jólastjörnur*Örlítil gæska frá manni tilmanns er meira virði en allurkærleikur til mannkyns. Richard Dehmel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.