Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 33
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. 22.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is SKVASS Frábær íþrótt fyrir alla Hringdu og bókaðu tíma 577 5555 Fjölbreytt hreyfing,mikil brennsla Persónuleg þjónusta – vinalegt umhverfi Nánar á veggsport.is S máhesturinn hefur eitthvað verið að fara yfir sparnaðar- ráð sín upp á síðkastið og skynsemi í fatakaupum. Sem er náttúrlega til mikillar fyrirmyndar (hóst, hóst). Þessi skynsemi í fatakaupum felst í stuttu máli í því að kaupa helst ekki neitt nema í neyð. Og ef eitthvað er keypt þá þarf flíkin að bæta einhverju við fataskápinn. Það er til dæm- is alveg bannað að kaupa sér svart pils ef það er til samskonar pil í fataskápnum og það er á algerum bannlista að kaupa eitt- hvað sem mun þykja mjög hallærislegt á næsta ári. Miðað við hvernig tískuspárnar eru þá ættu allir að átta sig á því að smá- hesturinn lifir svo sannarlega á brúninni. Þetta er allt saman gott og blessað en það versnaði þó í því í vikunni þegar hann heyrði þessi líka óhljóð úr hjónaherberginu. Alveg upp úr þurru. Óhljóðin voru ekki af mannavöldum – það heyrðist langar leiðir. Forsaga málsins er sú að smáhesturinn tók mjög meðvitaða ákvörðun um að vera hagsýnn þegar kemur að heimilinu. Þess vegna nýtti hann gamla fataslá, sem hékk í öðru herbergi, og setti upp í hjónaherberginu í stað þess að kaupa nýja slá eða jafnvel nýja fataskápa (sem hefði svo innilega þurft að splæsa í). Með því að nýta gömlu fataslána og lakka fataskápana var pláss fyrir föt smáhestsins – eða fatalager öllu heldur. Það loftaði meira að segja þægilega um Furstenberg og félaga. Þegar smáhesturinn labbaði inn herbergisganginn til þess að finna út úr því hvað í djöflinum hefði eiginlega gerst þá blasti hryllingurinn við. Spariföt smáhestsins og töskusafn hafði borið fataslánna ofurliði. Þarna lá hún eins og eitthvert hræ í gólfinu og öll fínu fötin í einni krumpuhrúgu. Og svo var eins og Pröd- urnar, Lúllurnar og allar þær hefðu lent í hópslagsmálum. Svo döpur var sýnin. Þetta var náttúrlega hið versta mál því þetta gerði það að verkum að smáhesturinn neyddist til að herða upp hug sinn og taka til. Eins töff og klár og smáhesturinn er þá býr hann við ákveð- inn skort á einu sviði. Hann er með virkara hægra heilahvel sem gerir það að verkum að öll svona skipulagsvinna sem vinstra- heilahvelstýpur eru meistarar í – er ekki alveg hans sterkasta hlið. Hægra heilahvels-hugsunin gerir smáhestinn óhæfan til til- tekta. Hann er bara einfaldlega of skapandi til að taka til. Þeir sem hugsa meira með hægra heilahvelinu vita nákvæmlega hvað smáhesturinn er að tala um. Þegar hann tekur til þá þarf að gera það svo vel og af svo mikilli natni að hann nær náttúrlega aldrei að klára verkið. Það er að segja fullklára það. Þegar hann tekur til í fataskápnum til dæmis þarf hann að máta fötin áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann eigi að losa sig við þau eða ekki. Yfirleitt er niður- staðan að hann gæti hugsanlega einhvern tímann slegið í gegn í stuttu pallíettupilsi og magabol. Svo er ómögulegt að losa sig við fínerí sem smáhesturinn þurfti að vinna svo hryllilega marga klukkutíma fyrir að það væri hreinlega siðferðilega rangt að losa sig við. Eða eitthvað! martamaria@mbl.is Fatasláin gaf sig. Hægra heila- hvelið óhæft til tiltekta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.