Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 38
Löggæsla 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 L ögreglumönnum hefur fækkað á umliðnum þremur áratugum og hefur það áhrif starfsumhverfi hennar. Þetta fullyrða þrír gam- alreyndir lögreglumenn, Einar Ásbjörnsson lögreglufulltrúi og rannsóknar- lögreglumennirnir Arnþór Heimir Bjarnason og Þórður Eric Hilmarsson, en allir hafa þeir starfað í lögreglunni síðan á níunda áratugn- um. Þeir hafa miklar áhyggjur af þessari fækkun lögreglumanna. Árið 1984 voru lögregluembættin á höfuð- borgarsvæðinu þrjú, í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, auk þess sem Rannsóknar- lögregla ríkisins var starfrækt. Árið 2007 sameinuðust embættin í eitt, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Einar segir samvinnu fram að því hafa ver- ið góða og lögregluna í Reykjavík oft hafa farið í útköll í Kópavog, Hafnarfjörð og önnur bæjarfélög sem heyrðu undir hin embættin, ef mikið lá við og sömu embætti aðstoðað lög- regluna í Reykjavík. Árið 1984 voru íbúar höfuðborgarsvæðisins 130.722. Á mesta álagspunkti vikunnar, laugardagskvöldi og aðfaranótt sunnudags telst þremenningunum til að rúmlega 60 lög- reglumenn hafi verið í varðliðinu hjá embætt- unum þremur. Þeir segja fleiri samstarfs- menn þeirra frá þessum tíma vera þeim sammála um það. Með varðliði er átt við þann hóp lögreglumanna sem er tiltækur vegna út- kalla. Þessi tala fékkst ekki staðfest hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu en upplýsing- arnar voru ekki aðgengilegar hjá embættinu. Mannskap bætt við um helgar Árið 2014 var íbúafjöldinn á höfuðborgar- svæðinu 208.752. Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryf- irlögregluþjóns á Lög- reglustöð 1, eru alla jafna 20 lögreglumenn á vaktbílum í höfuð- borginni á hverri vakt á virkum dögum nú um stundir, það er á dag-, kvöld- og nætur- vöktum. Að auki eru lögreglumenn í um- ferðardeild og tveir bílar með tveimur mönn- um hvor frá sérsveit ríkislögreglustjóra á ferðinni. Annar er eyrnamerktur höfuðborg- arsvæðinu en hinn sér um Vesturland og Suð- urland. Umferðardeildin er skipuð þremur til fimm mönnum frá klukkan 19 til klukkan tvö eftir miðnætti. Þá hætta þeir störfum. Á næturvöktum um helgar er bætt við mannskap. Þá eiga að vera um 30 lögreglu- menn á vakt á höfuðborgarsvæðinu og fleiri ef um stóra viðburði er að ræða, eins og menningarnótt, Gay Pride og 17. júní. Þetta þýðir að helmingi færri lögreglumenn eru á næturvakt um helgar nú en árið 1984, 30 í stað 60, enda þótt íbúum hafi fjölgað um 78.000 að viðbættri stórfjölgun túrista sem eru hér í borg allan ársins hring og kalla á aukna þjónustu. Árið 1984 var einn lögreglu- maður á vakt aðfaranótt sunnudags á hverja 2.179 íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einn lögreglumaður á hverja 6.958 + þá túr- ista sem hér eru. Ætti viðbúnaður að vera sá sami og 1984 þyrftu a.m.k. 96 lögreglumenn að vera á næturvakt á laugardegi. Vaktsvæðið nær frá Hvalfjarðarbotni að Hvassahrauni í Straumsvík og upp að Litlu kaffistofunni. Mikið hefur verið rætt og ritað um niður- skurð hjá lögreglunni undanfarin misseri og fram komið að starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í heild hafi fækkað um 18% frá því embættið var sett á laggirnar ár- ið 2007. Lögregla ræður varla við ástandið á álagspunktum lengur Arnþór, Einar og Þórður eru sammála um að þessi þróun sé óheillavænleg. Mun eðlilegra væri að fjölga í liði lögreglu í réttu hlutfalli við íbúafjölgun. Einar segir lítið sem ekkert mega út af bera út af mannfæð og Arnþór bætir við að nánast útilokað sé fyrir lögreglumenn að fá frí á föstudags- eða laugardagskvöldi. Öllu þurfi að tjalda til. Þórður veltir fyrir sér hvort þróuninni sé handstýrt og þá í hvaða tilgangi. „Væntanlega til að spara peninga?“ Að áliti Arnþórs er staðan ósköp einföld: Lögregla ræður varla við ástandið á álagspunktum lengur. Þórður tekur í sama streng: „Við látum þetta ganga en erum löngu kom- in yfir þolmörk. Það er hart að þurfa að forgangsraða verkefnum svo ekki sé talað um neyðarútköllum, en það kemur reglulega fyrir. Þessu verður að breyta og lausnin er bara stærð- fræðilegs eðlis og liggur í auknu fjármagni og mannafla.“ Það segir sig sjálft að þegar forgangsraða þarf neyðarútköllum þá sitja smærri mál gjarnan á hakanum. Þórður segir almenning hafa takmarkaðan skilning á þessu og sé það skiljanlegt enda eigi lögreglan að sinna laga- legum skyldum sínum sem hún getur ekki með nokkrum hætti gert. Arnþór rifjar upp að 1984 hafi lögreglu- stöðvar verið opnar allan sólarhringinn, í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Í dag komi almenningur að læstum dyrum á nótt- unni þó svo að vakt sé haldið úti á stöðvun- um. Skemmtistöðum hefur fjölgað Þeir segja umhverfið hafa breyst mjög mikið á síðustu þrjátíu árum. Álagið á næturvökt- unum sé til dæmis mun meira, sérstaklega um helgar. Fyrir það fyrsta voru skemmti- staðir mun færri árið 1984 en með bjórvæð- ingunni 1989 spruttu knæpur upp eins og gorkúlur og eru skemmtistaðir mun fleiri nú og dreifðari. Þá er frjálst hvenær opið er í dag en lokað var stundvíslega klukkan 3 á nóttunni árið 1984. Þeir segja manneklu lögreglunnar meðal annars augljóslega leiða til þess að tími til að sinna eftirliti með t.d. ölvunarakstri og vímu- akstri sé mun minna en áður var. Lögreglan hafi á köflum einfaldlega ekki nægan mann- skap til að sinna því. Þeir taka þó fram að ótrúlegur fjöldi ökumanna sé þó tekinn fyrir framangreind brot en væntanlega væri hægt að gera betur með auknum mannafla. „Það er grafalvarlegt mál, því ekkert bendir til þess að dregið hafi úr ölvunar- og vímuakstri und- anfarin ár, enda ljóst að bílum á götunum hafi fjölgað til muna. Áhugavert væri að gera samanburða á bílaeign landsmanna og þess- um brotum undanfarna áratugi,“ segir Þórð- ur. Einar rifjar upp að fyrsta sumarið sem hann var í lögreglunni, 1981, hafi nokkrir sumarafleysingamenn verið á sinni vakt. Nú séu fáir afleysingamenn ráðnir. „Á þessum tíma voru menn skráðir á varðgöngu um borgina, til að halda uppi eftirliti og liðsinna vegfarendum, íslenskum sem erlendum ferða- mönnum. Það er ekki til mannskapur til slíks í dag,“ segir Einar. Hafa ber í huga að margt hefur breyst á undanförnum þremur áratugum. Örygg- isþjónustufyrirtæki, svo sem Securitas, hafa í auknum mæli tekið við öryggisgæslu á heim- ilum og geta greitt úr ýmsum málum sem upp kunna að koma án þess að kveðja þurfi lögreglu á vettvang. Það sparar lögreglu sporin. Þá sinna björgunarsveitir, sem vaxið hafa mikið á þessum tíma, í auknum mæli verk- efnum úti á landi og í óbyggðum. Arnþór bendir þó á að þessir aðilar, björgunarsveitir og öryggisþjónustufyrirtæki, hafi ekki lög- regluvald og komi þar af leiðandi ekki í stað lögreglu enda þótt þær geti leyst úr allskyns málum. Þórður segir öfugþróun í löggæslu hafa hafist þegar fjármagn var skorið niður og í ljós kom að lögreglan stóð ekki undir laga- legri skyldu við starfann. Mun fleiri ferðamenn Straumur ferðamanna til landsins hefur auk- ist verulega á undanförnum þrjátíu árum. Hann er líka stöðugri yfir allt árið, féll svo til alfarið á sumarmánuðina þrjá um miðjan ní- unda áratuginn. Þetta kallar að vonum á aukna löggæslu. „Allar spár ganga út frá því að ferðamönnum komi til með að fjölga áfram Uggandi um stöðu lögreglunnar ÍBÚUM Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU HEFUR FJÖLGAÐ UM 78.000 Á UND- ANFÖRNUM ÞRJÁTÍU ÁRUM. Á SAMA TÍMA HEFUR FÆKKAÐ Í VARÐLIÐI LÖGREGLU. ÁRIÐ 1984 VORU UM OG YFIR 60 MANNS Á NÆTURVAKT HJÁ LÖGREGLUNNI Í REYKJAVÍK, KÓPAVOGI OG HAFNARFIRÐI UM HELGAR. Í DAG ERU ÞEIR UM 30 HJÁ LÖGREGLUNNI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS RÆDDI VIÐ ÞRJÁ REYNSLUMIKLA LÖGREGLUMENN SEM HAFA MIKLAR ÁHYGGJUR AF STÖÐU MÁLA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Júlíus Sigurjónsson julius@mbl.is * Ég efast um aðsvigrúm væri fyrir slík vinnubrögð í dag. Núna erum við alltaf að elta skottið á sjálfum okkur. Lögreglumenn á mótorhjólum fylgjast af ár- vekni með umferðinni. Lögregluvörður við þingsetningu. Þennan dag voru 2.000 manns á Austurvelli til að mótmæla. Oft er mikið um að vera um helgar. Hér handtekur lögregla tvo pilta aðfaranótt sunnudags. Tveir ránsmenn handteknir eftir að hafa framið vopnað rán í verslun Bónuss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.