Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 42
Viðtal 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 O ft er talað um Íslandsvini og er þá átt við kvikmyndastjörnur eða tónlistarmenn sem hafa rekið hér inn nefið. En það má segja að bandarísku hjónin Caleb og Tara séu alvöru Íslandsvinir en þau hafa komið hingað sjö og átta sinnum síðan 2007. Þau eru þó hvorug fræg en starfa bæði við listir af ýmsum toga, hún við myndlist og hann við kvikmyndalist og tónlist í heimabæ sínum, Harrisburg í Pennsylvaníu. Þau drýgja tekjurnar með kennslu á milli þess sem þau stunda sína list og segja bæði að Ísland hafi haft mikil áhrif á listsköpun sína. Íslensk tónlist hefur skipað sér- stakan sess í lífi þeirra allt frá þau kynntust verkum Syk- urmolanna en nú orðið þekkja þau íslenska tónlist betur en margur Íslendingurinn. Átti íslenska nágranna Íslandstengingin nær langt aftur hjá Caleb því sem barn átti hann íslenska nágranna, Guðjón B. Ólafsson hjá Ice- land Seafood Corporation og fjölskyldu en sonur Guðjóns og Caleb urðu vinir. Hann rifjar upp minningu frá heim- sókn til fjölskyldunnar. „Ég gleymi aldrei að í einu her- berginu hjá þeim var harpa. Og hún var risastór, mun hærri en ég var. Eitt sinn kom ég þangað og ein af dætrum hans var að spila á hana. Þetta var eins og af öðrum heimi fyrir mér; ég, þessi ameríski strákur, að sjá þessa ljós- hærðu íslensku unglingsstúlku spila á þessa risahörpu, það var guðdómlegt. En svo urðum við Ólafur, yngsti sonurinn, vinir,“ segir Caleb en bendir á að fleiri íslenskar fjölskyldur hafi verið í hverfinu. Caleb byrjaði strax sem unglingur að fá áhuga á íslenskri tónlist. „Árið sem ég varð sextán kom út platan Life’s too good með Sykurmolunum, og það var sumarið sem ég fékk bílpróf og allt sumarið spilaði ég þessa plötu í bílnum og þannig uppgötvaði ég að það væri til frábær tónlist frá Ís- landi,“ segir Caleb. Fengu ráð hjá Prins Póló Tónlist er eitt af sameiginlegum áhugamálum þeirra hjóna en Caleb er bassaleikari í hljómsveit. Þau þekktu bæði ís- lenska tónlist þegar þau kynntust árið 2002. „Og þá byrjuð- um við að skoða önnur bönd frá Íslandi og fundum mörg sem við fíluðum og við fórum að fara á tónleika þeirra í Bandaríkjunum,“ segir Tara og nefna þau Sigur Rós, Múm og Prins Póló. „Við hittum hann (Prins Póló eða Svavar Pét- ur Eysteinsson) í New York og spurðum hvaða stað við ætt- um ekki að missa af að sjá ef við færum til Íslands og hann sagði okkur að fara á Snæfellsnes. Hann skrifaði nafnið nið- ur fyrir okkur og við fórum þangað strax í fyrstu ferðinni,“ segir Caleb. „Þetta var frábært ráð því það er svo fallegt þar og einn uppáhaldsstaðurinn sem við höfum komið á hingað til,“ segir Tara. Urðu ástfangin af landinu Það var svo það herrans ár 2007 að þau ákváðu að skella sér til Íslands. Þau leigðu sér bíl og keyrðu hringinn. „Við urðum bara ástfangin af landinu, af landslaginu, af menn- ingunni og tónlistinni. Okkur leið svo vel, þetta var svo heimilislegt og við fundum strax að við vildum koma aftur. Og þannig hófst ástarsamband okkar við Ísland,“ segir Tara og brosir. „Þetta var 2007 og það var allt svo dýrt þá, feng- um lítið fyrir dollarann. Við borðuðum bara hrískökur og hnetusmjör,“ segja þau hlæjandi. Þeim var ráðlagt af Prins Póló að fara á kaffihúsið á Hellnum sem þau segja falinn gimstein, einn af mörgum gimsteinum sem þau segjast hafa fundið á Íslandi. Kynntust For a Minor Reflection Eftir þessa fyrstu ferð sneru þau heim og spilaði Caleb á tónleikum þar ytra en á sömu tónlistarhátíð spilaði íslensk hljómsveit skipuð ungum mönnum. Það var sveitin For a Mi- nor Reflection en á þeim tíma voru allir meðlimir í þeirri hljómsveit undir tvítugu. Með í för var því faðir Kjartans, annars gítarleikara hljómsveitarinnar, Haukur Holm, sem kom með sem bílstjóri og til að passa upp á strákana. Hauk- ur og Caleb náðu strax vel saman. „Þetta var frábært, við fengum að spila með strákunum og kynntumst Hauki og öll- um í bandinu,“ segir Caleb en sá vinskapur hefur haldist síð- an. Flatey væri fínt himnaríki Íslandsáhuginn var kviknaður fyrir alvöru og sumarið eftir notuðu þau tækifærið á leið sinni til Evrópu til að koma við á Íslandi. „Næsta sumar fórum við til Íslands í stutt stopp á leið okkar til Evrópu og langaði að hitta Hauk og konu hans Guðnýju í einn drykk en þá voru þau stödd í Flatey. Við vor- um frekar spæld að missa af þeim þegar Haukur sagði okkur að koma bara til Flateyjar,“ segir Caleb. „Það var ótrúleg gjöf til okkar,“ segir Tara. Síðan þá hafa þau komið nokkrum sinnum til Flateyjar og segjast alveg heilluð. „Fyrsta daginn þar vöknuðum við í glampandi sól og gengum út á tún. Það var svo ótrúleg upplifun, ef einhver hefði labbað upp að mér og bankað í mig og sagt: Heyrðu, nú ert þú dáinn og þetta er himnaríki hefði ég sagt: Allt í lagi,“ segir Caleb og Tara kink- ar kolli. Þau segjast hafa orðið fyrir einhvers konar hug- ljómun þar sem þau reyna að túlka í list sinni. Voru „star struck“ Þau segja að íslensk tónlist sé bæði dulræn og töfrandi. „Það er einhver sérstök tilfinning sem fylgir íslenskri tónlist, eitt- hvað töfrandi,“ segir Tara. „Það er eitthvert andrúmsloft í tónlistinni, eitthvað sem er undir áhrifum frá veðrinu, birt- unni og landslaginu,“ segir Caleb. Bæði hafa þau hlustað mikið á Björk í gegnum árin. „Hún er ein af mínum uppáhaldstónlistarmönnum,“ segir Tara, en þau fara alltaf á tónleika hennar þegar hún kemur til Banda- ríkjanna. Sigur Rós er einnig í uppáhaldi en þegar Caleb og Tara hittu Hauk og Kjartan fyrst í Bandaríkjunum höfðu þau ekki hugmynd um tenginguna við Sigur Rós, en Georg, bassaleikari Sigur Rósar, er sonur Hauks og bróðir Kjart- ans. „Við vorum „star struck“ þegar við föttuðum það. Við vorum nýbúin að horfa á kvikmyndina Heima þegar við hitt- um Hauk fyrst,“ segir Caleb en hafa nú oft hitt þá Sigur Rósarmeðlimi í gegnum Hauk. Veðrið skiptir ekki máli Hjónin hafa komið hingað nánast árlega frá 2007, hann átta sinnum og hún sjö. „Fyrstu fimm skiptin var alltaf sól. Alveg sama hvað við vorum lengi. En síðan fórum við að fá verra veður. En það skiptir ekki máli. Við höfum komið til Havaí og Kostaríka og allir dagar eru eins. Fallegt og sólríkt. En hér er veðrið alltaf að breytast, oft á mjög dramatískan máta,“ segir Tara. Þau hafa komið víða; á Vestfirði, til Vestmannaeyja og far- ið hringveginn. „Þetta er mjög auðveld eyja að skoða, hún er ekki svo stór og auðvelt að skoða sig um,“ segir Tara. Þau leigja sér alltaf bíl en núorðið fá þau að gista hjá íslenskum vinum sem þau hafa kynnst í þessum Íslandsferðum. Hauk- ur, Guðný og Starri sonur þeirra fóru í sumar og heimsóttu þau hjón til Pennsylvaníu þegar þau héldu brúðkaupsveislu en þau giftu sig nýlega og létu smíða hringana á Íslandi hjá Hansínu Jensdóttur gullsmið. „Draumalandið“ ótrúleg bók Þau hafa mikinn áhuga á menningu og umhverfismálum og hafa fylgst vel með fréttum héðan. „Íslendingar eru svo gest- risnir og okkur finnst fólkið hér vera mjög opið og vinalegt í garð okkar og menningin skemmtileg. Við vorum á Seyð- isfirði og hittum Andra Snæ Magnason og hann var þar með bókina sína Draumalandið en myndina höfðum við séð heima. Bókin er ótrúleg. Hún segir svo margt um Íslendinga í fortíð og nútíð. Og núna er hann að vinna með Björk í umhverf- ismálunum. Maður skyldi ætla að bókin væri víti til varn- aðar, en það virðist ekki vera. Pólitíkusarnir ráða, þeir sem eru með peningana. Umhverfið er svo fallegt og maður skil- ur ekki af hverju verið er að skemma það, eins og að virkja Þjórsá, hvað er það?“ spyr Caleb. Eldfjöll og svartar strendur Áhrif frá íslenskri náttúru má nú sjá í listsköpun þeirra. „List mín hefur breyst gríðarlega síðan ég byrjaði að koma hingað. Landslag hefur alltaf heillað mig. Ég lærði á Írlandi og það hafði áhrif á mig og núna Ísland. Ég nota mikið lín- urnar í landslaginu, í fjöllunum hér, og líka fugla, og það hvort tveggja hefur verið mikill innblástur í verkunum mín- um,“ segir Tara. „Okkur finnst landslagið veita okkur svo mikinn innblástur. Bara það að sjá eldfjöll og svartar strend- ur og jökla er svo ólíkt því sem við eigum að venjast, þetta er svo öðruvísi,“ segir hún og hann er sammála. Norðurljós og Airwaves Þau segjast hafa tekið eftir að Ísland er núna „í tísku“ en fyrst hafi fólk orðið hissa á þessu flandri þeirra norður í kuldann. Nú orðið er enginn hissa og allir þekkja einhvern CALEB SMITH OG TARA CHICKEY HAFA TEKIÐ ÁSTFÓSTRI VIÐ ÍSLAND. ÞESSI HJÓN FRÁ BANDARÍKJUNUM HAFA KOMIÐ HINGAÐ NÁNAST ÁRLEGA FRÁ 2007 OG UPPLIFA STERKT BÆÐI NÁTTÚRUNA OG TÓNLISTINA SEM LANDIÐ HEFUR UPP Á AÐ BJÓÐA. ÞAU SEGJAST FÁ INNBLÁSTUR FYRIR LIST SÍNA Í HVERRI ÍSLANDSHEIMSÓKN OG HYGGJAST KOMA OFT AFTUR, ENDA HAFA ÞAU EIGNAST MARGA GÓÐA ÍSLENSKA VINI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Í ástarsambandi við Ísland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.