Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 46
Geirmundar saga heljarskinns, Ís-lenskt fornrit heitir býsna óvenjulegskáldsaga eftir Bergsvein Birgisson, en í henni birtist í fyrsta sinn saga Geir- mundar heljarskinns Hjörssonar, landnáms- manns sem Landnáma sagði göfgastan allra landnámsmanna. Bókin sver sig í ætt við hefðbundna útgáfu á íslenskum fornritum; fyrir henni fer ítarlegur formáli þar sem greint er frá heimildum sögunnar, handriti, tímatali, list og lífsskoðunum og síðan fylgir sagan sjálf eins og Brandur inn fróði, príor í Flateyjarklaustri, ritaði hana. Lesandi áttar sig fljótlega á að þótt sagan sé færð í fornan búning, sett upp eins og ís- lenskt fornrit með fornum rithætti, fræði- mannslegum frágangi og lærðum og loðnum neðanmálsgreinum þá er sagan sjálf nútíma- leg – Geirmundar saga er nútímaskáldsaga. Bergsveinn leggur og áherslu á að hann hafi ekki verið að skrifa hermirit, „pastiche“, og það sé gert af ráðnum hug að skrifa hana ekki sem sögulega skáldsögu – með forminu sé hann að senda ákveðin skilaboð. „Skáldsaga á alltaf að vera einhverskonar uppreisn, hún á og fá þig til að sjá hluti í nýju ljósi. Formið hlýtur að vera einhvers- konar uppreisn gegn viðteknum gildum og viðmiðum sem maður er nauðbeygður til að reyna að skoða upp á nýtt þannig að hún á ekkert endilega að vera vinaleg, hún á ekki að klappa lesandanum eins og ketti. Ég ákvað því að skrifa ekki skáldsögu og skrifa þess vegna meiri skáldsögu en margar aðrar skáldsögur,“ segir Bergsveinn og bætir við að sér þyki skáldsagnaformið vera farið að daðra við afþreyinguna, „því miður“. - Er það skáldsagan sem er að breytast eða er það frekar samtíminn? „Það sem er að ryðja sér til rúms í hugum okkar fer líka í skáldsöguna sem verður þannig meira afþreyingarsinnuð og þá blikka rauð ljós.“ Frásögn Landnámu af hinum göfuga Geir- mundi er blátt áfram og skýr, eða hvað? Í formála bókarinnar dregur Bergsveinn, sem ritar hann í gervi fræðimanns, fram spurn- ingar sem hljóta að kvikna af hinum knöppu lýsingum á Geirmundi. Hann segir og að í bókinni birtist að einhverju leyti ný sýn á upphaf Íslands, hann sé að ráðast á vissa upphafsgoðsögn. „Spurningin var, hvernig get ég gert það á venjubundinn hátt en líka öðruvísi og þá endaði ég í þessu formi sem gefur færi á að segja nýja og gamla sögu í senn, skemmtun og leik en mikilli alvöru undir niðri. Geirmundar saga er ekki hermirit á þann hátt að hún sé tímalaus, hún er ekki eftirlík- ing. Hermirit verður að draga eitthvað úr samtímanum, án þess er það bara handverk og það er mér mjög mikilvægt að þetta er lifandi hermirit. Það fer ekki á milli mála að margt í þessum texta, ef maður horfir vel eftir, gæti ekki verið skrifað á miðöldum. Við lesandinn gerum með okkur samning: þetta er eitthvað gamalt, en gamall texti sem hann sér í gegnum, skilur að hann er ekki gamall. Þegar hann les söguna verður hún þó gömul saga, rétt eins og barnið trúir á drauga á meðan það heyrir draugasöguna. Uppsetn- ingin hjá mér felst í því að lesandinn er með íslenska fornritamunstrið í huganum og set- ur gagnrýna hugsun til hliðar og þá skapast frjósöm spenna. Það var frelsandi hugsun að fara ekki hálfa leið að þessu, heldur fara alla leið. Það á aldrei að fara milli mála að þetta er tilraun nútímamanns til að fara inn í gamalt list- form, en ég vil benda á að þetta listform hef- ur lifað í átta hundruð ár og lifir enn án þess að það sé búið að fá á sig íróníska fjarlægð.“ Að þessu sögðu tekur Bergsveinn undir það að inngangurinn að bókinni sé hermi- verk og dragi dám af þeirri menningarhefð fornsagnafræðimanna sem var við lýði á fjórða áratug síðustu aldar þar sem fræðin urðu ekki til þess að menn misstu sjónar á skáldskapnum. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að viss manngerð sé að hverfa. Nú eru menn vís- indamenn eða sagnfræðingar, en aðrir sjá um skáldskapinn og aldrei ná þessar mann- gerðir saman. Áður voru menn fræðimenn og líka skáld, sáu skáldskapinn í fræðunum, leyfðu sér að vera í báðum heilahvelunum. Með því að nota þetta form á Geirmundar sögu fann ég dásamlegt frí frá þessum kate- goríska þankagangi sem munkarnir fengu að vera í, en við númenn fáum ekki, þeir þurftu ekki að halda aðskildum bókmenntum og sagnfræði, listum og vísindum. Þegar ég var að skrifa doktorsritgerð mína um dróttkvæði las ég mikið af hug- sálarfræði og taugasálfræði, las mikið um heilann og það sem menn eru farnir að sýna fram á, að ekki er hægt að aðskilja tilfinn- ingu og rökhugsun í heilanum: katergóríurn- ar eru ekki til í raunveruleikanum. Það er ósatt að fela sig á bak við rökhugsun ef til- finning er undir, tilfinningin sem setur allt í gang. Fornmenn sögðu að þeir hugsuðu með hjartanu, ég held þeir hafi haft rétt fyrir sér.“ Eins og Bergsveinn rekur söguna af Geir- mundi heljarskinni er hann auðugur og um- svifamikill en tapar síðan öllu. Það verður til þess að hann finnur önnur gildi, safnar fjöl- skyldu sinni að sér og það myndast einhvers- konar sátt. „Ég er að spyrja einnar spurn- ingar í þessari bók: getur maðurinn breyst? Nú tala allir um það að við þurfum að breyt- ast ef við ætlum að lifa áfram í þessum heimi, en svo er ekki að sjá að okkur takist það svo auðveldlega. Ég passa mig á því að svara ekki spurningunni heldur læt ég birt- ast tvær hefðir um Geirmund, en sjálfur tel ég og vona að manneskjan geti breyst og sá það reyndar í þessari bók, mér til mikillar undrunar, að ég er ekki algjör pessímisti.“ SKÁLDSAGA Á ALLTAF AÐ VERA UPPREISN Skemmtun, leikur og mikil alvara Bergsveinn Birgisson tekur á sig gervi Brands ins fróða, príors í Flateyjarklaustri, í Geirmundar sögu heljarskinns. Morgunblaðið/Eggert ÞAÐ ER EKKI Á HVERJUM DEGI SEM ÚT KOMA NÝ ÍSLENSK FORNRIT, HVAÐ ÞÁ ÞEGAR UM ER AÐ RÆÐA FORNRIT SEM ENGINN VISSI AÐ VÆRI TIL, EINS OG TIL AÐ MYNDA GEIRMUNDAR SAGA HELJARSKINNS. Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Skáldsaga á alltaf aðvera einhverskonaruppreisn, hún á og fá þig til að sjá hluti í nýju ljósi. Formið hlýtur að vera einhverskonar uppreisn. Elskverðuga málit mitt, sem gefr hljóm því er augat sér, eyrat nemr ok fingrnir þreifa. Ek gleðjumst við þinn raddarblæ ok skriftarstaf, þinn dimma súg ok milda þey. Málit mitt sem endrómat getr hverri tilfinning ok leyfir oss at skilja ok minnast, hvar þú sundrar myrkri með birti ok fegrð þíns róms. Ver nú blíðast í hjarta váru með hljóðin þín margfaldlig at vinnast megi sagan hér, ok Drottinn hjálpi vegför allri. (Úr prologo Branda ins fróða Hall- dórssonar, príor í Flateyjarklaustri.) Elskverðuga málið mitt Bækur 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.