Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 47
22.11. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 HVÍTIR VEGGIR holar@holabok.is — www.holabok.is Hér er á ferðinni fyrsta ljóðabók Sigrúnar Haraldsdóttur. Hún er þekkt sem einn fremsti hagyrðingur landsins en hún er ekki síðra ljóðskáld. Ljóðin eru einkar falleg, tær og einlæg og láta engan ósnortinn. Yrsa Sigurðardóttir sendi í vik- unni frá sér sakamálasöguna Sogið. Sagan hefst þar sem Vaka Orradóttir fær að hringja hjá bekkjarsystur sinni fyrsta daginn í nýjum skóla og hverfur í kjölfarið. Tólf árum síðar, árið 2016, grafa menn upp tímahylki á skólalóð og finna ógnvekjandi nafnlausan spádóm eins af börnunum sem eiga bréf í hylk- inu: „Árið 2016 verður þetta fólk drepið: K, SG, BT, JJ, VL og I.“ Í kjölfarið upphefst voveifleg atburðarás í Reykjavík þar sem lögregla virðist ráðalaus. Aðalpersónur í Soginu eru sömu og í síðustu bók Yrsu, DNA. Veröld gefur bókina út. Ný sakamála- saga Yrsu Bandarísku bókmenntaverðlaunin, National Book Awards, voru afhent á miðvikudagskvöld. Verðlaun fyrir skáldverk ársins hlaut Adam Johnson fyrir smásagnasafnið Fortune Smiles. Ta-Nehisi Coates hlaut verðlaun fyr- ir Between the World and Me í flokknum fræði og bækur almenns eðlis. Ljóðabók ársins var valin Voyage of the Sable Venus eftir Robin Coste Lewis og ungmennabók árs- ins var valin Challenger Deep eftir Neal Shusterman. Bókmenntaverðlaunin voru stofnuð af bandarísk- um bóksölum 1936, en voru lögð af meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Þau voru svo tekin upp að nýju 1950 og hafa verið veitt óslitið síðan. Þau eru ætluð bókum bandarískra rithöfunda sem gefnar eru út þar í landi. Adam Johnson fékk bandarísku bókmenntaverðlaunin. Wikimedia/Water Meter BANDARÍSKU BÓK- MENNTAVERÐLAUNIN Litlar byltingar heitir ný skáld- saga Kristínar Helgu Gunnars- dóttur sem Mál og menning gefur út. Kristín hefur sent frá sér fjölmargar bækur og hlotið ýmis verðlaun, en ólíkt fyrri verkum hennar þá er Litlar byltingar skáldsaga fyrir full- orðna. Í bókinni segir frá kennslu- konu, Glóu, sem flyst frá Íslandi til Danmerkur, yfirgefur það sem hún hatar: „frostið, myrkrið og karlana sem hún slysast til að elska eitt augna- blik í kuldanum“, en þegar ellin færist yfir leitar hugurinn heim – til formæðra og áhrifavalda. Litlar byltingar eru sögur af tíu konum sem spanna í senn eitt kvöld, eitt ár og heila öld: Sig- urlínu, Dagnýjar, Helgu, Torfu, Perlu, Jónínu, Bettý, Sólu, Höllu og Maríu. Litlar bylt- ingar tíu kvenna Kristín Helga Gunnarsdóttir Morð og mannvíg meðal annars ÁDEILA OG SKEMMTUN LESENDUR VIRÐAST EKKI VERA BÚNIR AÐ FÁ NÓG AF MORÐUM OG MANNVÍGUM EF RÁÐA MÁ AF ÞEIM FJÖLDA ÍSLENSKRA GLÆPASAGNA SEM KOMIÐ HAFA ÚT Á ÁRINU OG KOMA ENN ÚT. OFT ER FLÉTTAN Í GLÆPASÖGUNNI UMBÚÐ- IR UM ÁDEILU, EN ÞAÐ GETUR LÍKA FALIST ÁDEILA Í FRÁSÖGN AF HVERSDAGSLEIKANUM. Blaðamaður deyr í sakamálasögu Líkvaka Guðmundar S. Brynjólfssonar segir frá manni, Engilbert, sem kynnist ungur ofbeldi og djöfulskap mannkyns og ímyndar sér að hann sé djöfullinn endurborinn með sama hætti og mannssonurinn var guð endurborinn. Ofbeldisfullt uppeldi Engilberts getur af sér ofbeldisdfullan einstakling sem fremur hryllilegan glæp í leit að hefnd. Verkið er þjóðfélagsádeila á meðferðargeira og sálfræðisfélags- fræðingaráðgjafargeðlæknis- fræðingastóðið, eins og höfundur orðar það. Sæmundur gefur bókina út. Líkvaka Guðmundar S. Brynjólfssonar BÓKSALA 11.-17.NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 SogiðYrsa Sigurdardottir 2 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 3 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir 4 Víga-Anders og vinir hansJonas Jonasson 5 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 6 Dagbók Kidda klaufa 7Jeff Kinney 7 Lárus eignast systkiniEdda Lára Lúðvíksdóttir 8 NautiðStefán Máni 9 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 10 Vikkala SólKristín Margrét Kristmannsdóttir Íslenskar kiljur 1 Víga-Anders og vinirJonas Jonasson 2 EydísOddbjörg Ragnarsdóttir 3 FlugnagildranFredrik Sjöberg 4 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 5 Englar alheimsinsEinar Már Guðmundsson 6 HrellirinnLars Kepler 7 Konan í lestinniPaula Hawkins 8 DNA kiljaYrsa Sigurðardóttir 9 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten 10 Svo þú villist ekki í hverfinuPatrick Modiano Blaðamaður deyr heitir saka- málasaga eftir Guðrúnu Guðlaugs- dóttur sem GPA gefur út. Í bókinni segir frá Ölmu Jónsdóttur, blaða- manni á Morgunblaðinu, en sjúkur rannsóknarblaðamaður biður hana að taka við dularfullu máli sem snertir samflokksmann og einkavin ritstjóra Ölmu. Ekki löngu síðar sendir ritstjóri blaðsins hana á fund sérkennilegs sjáanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.