Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2015, Blaðsíða 50
Bækur 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2015 „Mig langar að lesa Geir- mundar sögu heljarskinns – Íslenzkt fornrit eftir Berg- svein Birgisson. Ég hef fylgst með honum frá byrjun og er afar hrifin af bókunum hans,“ segir rithöf- undurinn Ingibjörg Hjartardóttir aðspurð hvaða þrjár nýútkomnu íslensku bækur hana langi framar öðr- um að lesa. „Þá finnst mér bókin hennar Auðar Jónsdóttur, Stóri skjálfti, spennandi og tit- illinn er sérstaklega skemmti- legur. Að lokum langar mig að lesa endurminningar Árna Berg- mann; Eitt á ég samt. Ég hef heyrt mjög vel af henni látið og spennandi og skemmtilegir tímar sem hann er að segja frá. Ingibjörg Hjartardóttir „Mig langar að lesa Endur- komuna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson en höfundurinn hef- ur verið í uppáhaldi hjá mér alveg frá því að ég las Snigla- veisluna,“ segir rithöfund- urinn Ragnar Jónasson. Ragnar var beðinn að nefna þrjár nýútkomnar ís- lenskar bækur sem hann langaði að lesa. „Önnur er ljóðabók sem ber langan titil; Til hughreyst- ingar þeim sem finna sig ekki í samtímanum, lög og textar og er eftir Ragnar Helga Ólafsson og vann til Bókmenntaverðlauna Tóm- asar. Við erum náfrændur og þess má geta að hann er líka fatahönnuðurinn minn. Ég hlakka þá til að lesa bók Páls Baldvins Baldvinssonar; Stríðsárin 1938-1945.“ Ragnar Jónasson Hildur Knútsdóttir einsetti sér aðskrifa spennandi og skemmtilegabók; bók eins og hún hefði áhuga á að lesa sjálf og útkoman varð þessi blóði drifna ævintýrasaga, Vetrarfrí. Verkið er þó í raun aðeins hálfnað því um tvíleik er að ræða. Seinni hlutinn kemur út að ári. „Þetta flokkast sem hryllingssaga,“ segir Hildur í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins. „Ég hef sjálf alltaf haft gaman af því að lesa bækur sem halda manni al- gjörlega og held að þessi sé þannig. Ég er reyndar í alls konar pælingum sem eru ein- hvern veginn í bakgrunninum en veit svo sem ekki hvort einhver tekur eftir því! Það kemur bara í ljós. En fyrst og fremst er þetta hryllings- og spennusaga.“ Dreymdi hluta sögunnar Eftir að Hildur ýtti úr vör breyttist verk- efnið að einu leyti. „Ég ætlaði bara að skrifa eina bók en þetta var orðið svo langt að ég ákvað að skipta henni í tvennt.“ Fyrri bækur hennar voru allt annars eðl- is. Hvers vegna allt þetta blóð og hryll- ingur í þetta skipti? „Mig dreymdi hluta af sögunni! Ég skrif- aði fyrsta uppkastið að henni 2010 en man reyndar ekki lengur hvernig hugmyndin þróaðist fyrst í stað. Ég er mjög hrifin af vísindaskáldskap og heimsendasögum, þessi er ekki beinlínis þannig en sú veröld sem fólkið í bókinni þekkir hrynur reyndar al- gjörlega. Mér finnst líka áhugavert að velta því fyrir sér hve tilveran er brothætt; hve lítið þarf til þess að allt fari á hvolf.“ Slíkar vangaveltur eiga við þessa dagana og hún segist í því sambandi vera mjög hugsi yfir sýrlensku flóttamönnunum sem streyma til Evrópu. „Í fréttum er þeim lýst sem mjög venjulegu fólki sem hafði það gott í Sýrlandi þar til fyrir nokkrum árum; það sýnir manni að allt getur gerst og hvað stríð getur breytt miklu. Þegar maður hugsar málið er stríðið og áhrif þess ekki svo fjarri Íslandi. Hér getur allt breyst eins og annars staðar; mér finnst reyndar ólíklegt að örlög söguhetjanna í bókinni séu eitthvað sem við getum búist við. Ég vil ekki spá heimsendi hér hjá okkur … En að mannætuskrímsli drepi meginhluta þjóð- arinnar og þeir sem eftir lifa þurfi að HILDUR KNÚTSDÓTTIR: VETRARFRÍ Hef gaman af hryllings- og spennusögum VIÐ NÝJAN TÓN KVEÐUR Í ÞRIÐJU – EÐA FJÓRÐU – BÓK HILDAR KNÚTSDÓTTUR ÞAR SEM BLÓÐIÐ RENNUR OG MANNÆTUSKRÍMSLI DREPA ÞORRA ÞJÓÐARINNAR. HANA DREYMDI HLUTA ÆVINTÝRISINS. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Margt forvitnilegt er að finna í bók Páls Valssonar rithöf-undar og listamannsins Egils Ólafssonar eins og væntamátti. Þeir kalla hana Egils sögur – á meðan ég man. Víst er að Egill hefur frá mörgu að segja og sögurnar eru góðar. Menningin er fyrirferðarmikil í bókinni eins og lífið sjálft í allri sinni fjölbreytni. Ýmislegt kemur á óvart: Mikils metið skáld sem pantaði sér gjarn- an fjórfaldan af brennivíni í vatni á hádegisbarnum. Hvers vegna er Jakob Frímann alltaf nýfarinn eða rétt ókominn? Er það rétt að sumir kvikmyndaleikstjórar hafi engan áhuga á leikurum? Páll og Egill kallast á Bókin er þannig uppbyggð að Páll og Egill segja frá til skiptis. Var það hugmyndin strax frá upphafi? „Kannski ekki alveg, en mig langaði að fara nýjar leiðir,“ segir Páll. „Mig langaði að búa til óhefðbundna ævisögu, þekkti Egil og vissi að hann er mikill sögumaður og hugmyndin að þessu formi kviknaði fljótlega eftir að við fórum að tala saman. Bókin á að vera eins konar mósaíkmynd; þarna eru myndir og stemningar af merki- legum ferli og sagðar sögur af fólki. Ég vissi að það blundaði rithöf- undur í Agli og þess vegna langaði mig að leiða hann fram á sviðið; gefa honum rödd; að við myndum kallast á. Það gerir bókina marg- radda.“ Ekki stendur á svari þegar nefnt er við Pál að verkefnið hljóti að hafa verið skemmtilegt. „Jú, það var mjög skemmtilegt og ég vona að bókin endurspegli það. Þegar Egill fer á flug er hann svo helvíti flottur sögumaður og pælingin hjá mér var einmitt að segja sögu mannsins í gegnum sög- ur hans sjálfs, í stað þess að ég segi lesandanum hvað Egill sé góður sögumaður! Hann lýsir sér sjálfum í gegnum sögurnar. Ég held líka að eftir lestur bókarinnar sitji eftir góð tilfinning fyrir manninum.“ Páll nefnir að Egils sögur séu mikil tíðarandabók. „Þarna er sagt frá forfeðrum og samferðafólki og svo auðvitað frá ferli Egils sem listamanns, sem ég vil meina að sé merkilegur hluti af okkar menn- ingarsögu. Það er ótrúlegt hvað hann hefur komið víða við á menn- ingarakrinum, í tónlist, á leiksviði og í kvikmyndum. Mig langaði mikið að kafa ofan í þetta tímabil sem mér fannst svo merkilegt og örugglega flestum sem muna áttunda áratuginn; þegar Spilverkið var í hringiðunni, Stuðmenn og Þursarnir. Ungt fólk í dag gerir sér lík- lega ekki grein fyrir því hve mikið hefur breyst á þessum tíma. Ég hef sagt að Spilverksmenn séu eins konar afar krúttsins og held að það sé rétt í ýmsum skilningi – unga kynslóðin skilur það kannski!“ PÁLL VALSSON: EGILS SÖGUR – Á MEÐAN ÉG MAN Mósaík af merkilegum ferli ÞAÐ ER LYGINNI LÍKAST HVE VÍÐA EGILL ÓLAFSSON HEFUR DREPIÐ NIÐUR FÆTI Í MENNINGARLÍFINU; Í MÚSÍK OG LEIKLIST, BÆÐI Á SVIÐI OG Í BÍÓMYNDUM. NÚ ERU EGILS SÖGUR KOMNAR Á BÓK – Á MEÐAN HANN MAN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Páll Valsson: Ótrúlegt hve Egill hefur komið víða við á menningarakrinum Morgunblaðið/Árni Sæberg HVAÐ LANGAR HÖFUNDANA AÐ LESA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.