Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Síða 1

Víkurfréttir - 18.10.1990, Síða 1
STÆRSTA FRETTA - OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM Fimmtudagur 18. október 1990 41. tölublað 11. árgangur Sandgerði með bæjarréttindi í byrjun desember Hreppsnefnd Miðneshrepps samþykkti samhljóða á hreppsnefndarfundi sínum að óska eftir samþ.vkki fé- lagsmálaráðuneytisins á reglugerðum fyrir kaupstaðar- réttindum fyrir Sandgerði. Var þetta seinni umræða um málið og er stefnt að því að Sandgerði verði kaupstaður 3. desember n.k. Nefnd þriggja manna hefur unnið að undirbúningi þessa máls af hálfu hreppsnefndar og sitja í henni Reynir Sveinsson, Pétur Brynjarsson og Stefán Jón Bjarnason sveitarstjóri. Hreppsfélög, sem ná rúmlega 1000 íbúm og hafa haft þá íbúatölu um nokkurt skeið, geta sótt um að fá réttindi sem bær eða kaupstaður. íbúar Miðneshrepps hafa verið um 1100 og því var talið rétt að breyta hreppnum í bæ. Tvær umræður þarf að hafa um málið í hreppsnefndinni áður en málið er sent félagsmálsráðuneytinu til staðfestingar. Seinni umræðunni í hreppsnefnd Miðneshrepps lauk á þriðjudagskvöldið og var hreppsnefnd sammála um málið. Það hefur því verið sent félagsmálaráðuneytinu og er nú beðið staðfestingar þess á málinu. Því ætti Sandgerði að verða bær 3. desember. Ekki orðið var við þrýsting frá atvinnulífinu „Það hefur ekki verið skoðuð sérstaklega á hvern hátt sknlinn geti tekið þátt í málum varðandi nýtt álver", sagði Hjálmar Arnasun, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í samtali við blaðamann Víkurfrétta. Að sögn Hjálmars er menntun einn af þeim möguleikum sem skoðaðir eru þar sem nýtt álver er reist. Kröfur um menntun starfsmanna aukast og ef fagmennska sé ekki þá missi menn af lestinni. „Við verðum að gera okkur Ijóst að málmiðnaður í Hafnarfirði hefur forskot á okkur“, sagði Hjálmar. Taldi Hjálmar að menntunarmálin verði að skoða og séu starfsmenn FS farnir að kanna möguleika Fjölbrautaskólans í þeim málum. „En við höfum ekki orðið varir við neinn þrýsting frá atvinnulífinu". Benti skólameistari á að ef ekki verði farið að kanna þessi mál og fulltrúar atvinnulífsins geri kröfur um aukna menntun starfsmanna, þá verði Suðurnes á eftir Hafnarfirði í keppninni um fagfólk. Ók á mann og stakk af Ekið var á gangandi vegfaranda á leið yfir gangbraut á Hafn- argötu á laugardagskvöldið. Það var kl. 23.40 sem lögreglunni barst tilkynning um at- burðinn. Bifreið hafði stoppað fyrir hinum gangandi vegfaranda til að hleypa honum yfir gangbraut. Annar bíll kom á eftir þeim er stoppaði og tók framúr með þeim afleiðingum að hann ók á manninn sem gekk yfir gangbrautina. Hinn gangandi kastaðist með bílnum, sem yfirgaf slysstað án þess að gæta að meiðslum þess sem fyrir bílnum varð. Sá sem varð fyrir bílnum kvartaði undan meiðslum í hné og fæti og var fiuttur undir læknishendur til skoðunar. Enn hefur ekki verið haft upp á þeim er ók á manninn. Fagranes logaði glatt við brimvarnargarðinn í Sandgerði. Ljósm.: hbb. Fagranesiö varð eldi að bráð Fagranes GK-171 varð eldi að bráð að morgni sl. fimmtudags. Skemmdist báturinn mikið og ljóst að hann fer ekki fleiri sjóferðir á næstu vikum og mánuðum. Það er heldur ekki ætlunin, þar sem eldurinn var viljandi kveiktur í bátnum. Fagranes GK var kvótalaus, en síðasti eigandi bátsins er Landsbanki Islands. Fagranesið þurfti að úrelda þegar Sand- gerðingur GK-280 var keyptur til Sandgerðis, í stað Sand- gerðings sem fyrir var, en hann var minni en núverandi nafni hans, sem reyndar er á leið norður í land í skiptum fyrir annað og minna skip. Vilja einstefnu „niður“ Hafnargötu Tæplega þrjátíu eigendur og forráðamenn verslana og þjónustufyrirtækja í Keflavík efndu til fundar í húsi Verslunarmannafélagsins á miðvikudag í síðustu viku. Mörg mál er varða verslun og þjónustu voru rædd á fund- inum, m.a. umferðarmál í mið- bænum og um Hafnargötu. Var samþykkt ályktun á fundinum þar sem fram kemur að reynsla við einstefnu eftir Hafnargötu frá norðri til suðurs sl. 2 ár hafi ekki reynst vel, og lagt til að einstefna í desember verði „niður“ Hafnargötu, þ.e. frá suðri til norðurs. Skreytingamál um jól voru rædd og ákveðið að reyna að gera átak í þeim málum í samvinnu við bæj- aryfirvöld. Þá var samþykkt að fylgja opnunartíma verslana á höfuðborgarsvæðinu í desemb- er. Ýmis fleiri mál voru rædd m.a. auglýsingar, „verslum heima“ og sameiginleg verk- efni. Verslunareigendur samþykktu að leggja til við yfirvöld að hafa einstefnu niður Hafnargötu í desember. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.