Víkurfréttir - 18.10.1990, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Víkurfréttir
18. okt. 1990
Bókhald/Bókari/Fjármálastjórn:
Iðnfyrirtæki
óskar eftir starfskrafti með góða þekkingu/
starfsreynslu í almennum bókhaldsstörfum
auk tölvukunnáttu og fjármálastjórn til
starfa sem fyrst. Um er að ræða sjálfstætt og
krefjandi starf. Farið verður með allar um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendi
skriflega umsókn á skrifstofu Víkurfrétta
merk „Bókhald 313“, fyrir 25. október n.k.
í
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengda-móður,
ömmu og systur.
Gíslínu Erlu Eiríksdóttur
Reyk janesveg 8 Njarðvík
GuömundurKristjánsson
Kristrún Guömundsdóttir Jón R. Bjarnason
Erla Jónsdóttir Guömundur R. Jónsson
Gyöa Eiríksdóttir Meinert Nílssen
Þorsteinn Eiríksson Hanna Hersveinsdóttir
Siguröur Eiríksson Ása Ásmundsdóttir
Atvinna
BG Bílakringlan óskar eftir að ráða starfs-
kraft til skrifstofustarfa. Nauðsynlegt er að
umsækjandi hafi góða þekkingu á al-
mennum skrifstofustörfum, auk þess sem
tölvuþekking er æskileg.
Starfið gæti hentað stúdent af við-
skiptabraut/verslunarpróf eða skrifstofu-
tækni, þó er sú menntun ekki skilyrði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif-
stofu Bílakringlunnar, og skal þeim skilað
fyrir 25. þ.m. Nánari upplýsingar veitir
Sóley Birgisdóttir eða Ragnar Sævarsson í
síma 14242.
BG Bílakringlan
Grórinni 7 Keflavík.
Stjörnuspeki,
dulspeki og
nýaldarhreyfíngin
Fróðlegt erindi í Safnaðarheimili aðventista
fimmtudaginn 25. okt. kl.20.30.
Allir velkomnir.
STÆRSTA FRETEA-OG AUGLYSINGABLADIÐ A SUÐURNESJUM
Keflavík
Aukafjárveitingar upp á 100 milljónir
Bæjarráð Keflavíkur hefur
lagt til að veittar verði auka-
fjárveitingar að upphæð rúmar
100 milljónir króna. Var tillaga
þess efnis samþykkt í bæjar-
stjóm á þriðjudagskvöldið.
Ellert Eiríksson bæjarstjóri
sagði í samtali við Víkurfréttir,
að um væri að ræða viðbót við
áður samþykkta fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs.
„Við stöndum frammi fyrir
áður gerðum hlulum og við
endurskoðun fjárhagsáætlunar
fyrir þetta ár kom í Ijós að þessa
upphæð vantaði". Skiptast
aukafjárveitingar þannig að
tæplega 56 milljónir eru vegna
rekstrargjalda. Þar eru stærstu
liðir 26 milljónir vegna fjár-
niagnskostnaðar, 4.9 milljónir
vantaði til vinnuskólans, kostn-
aður vegna kosninga fór 1.9 mil-
Ijónum fram úr áætlun og rekstur
fasteigna fór 2.5 milljónir fram úr
áætlun. Til fjárfestinga, gjald-
færðra og eignabreytinga, fara 45
milljónir og af því eru 12.7 mill-
jónir vegna nýja dagheimilisins
Heiðarsels og 10 milljónir vegna
Sundmiðstöðvar.
Ellert sagði að skorið hefði
verið niður áður ákveðin verkefni
vegna þessa upp á 23.5 milljónir
og þar um að ræða umferðarljós
3 milljónir. gatna- og gang-
stéttaframkvæmdir upp á 5 mil-
ljónir, fegrunarframkvæmdir
voru skomar niður um 2.5 mill-
jónir og framlag til safnahúss
um 7 milljónir. Þá var skorið
niður fjárframlag til áhaldahúss
upp á 2 milljónir og vatnsveitu
upp á 1.5 ntilljón. Tekjur voru
einnig hækkaðar um 11 mill-
jónir króna.
„Við gerum þetta til að ná
endum santan", sagði Ellert og
benti á að til Heiðarsels hafi
verið tekið auk þessa lán hjá
verktakauppá 17.5 milljónirog
vegna tækjakaupa við sama
dagheimili upp á 5.7 milljónir.
Frá nauöungaruppboðinu í Hótcl Kristínu á miövikudag í síðustu viku. Ljósm.:
hbb.
Sparisjóðurinn eignast
hótel og verkstæði
Við þriðja og síðasta
nauðungaruppboð á hús-
eignunum Holtsgata 49a og
Holtsgötu 49b í Njarðvík í
síðustu viku voru eignimar
slegnar Sparisjóðnum í Kefla-
vík til eignar. Húseignir þessar
sem eru sambyggðar voru í eigu
Steindórs Sigurðssonar og var
rekstur Hótel Kristína í öðru
Ráðningafrysting sú sem er
hjá Vamarliðinu á Ke-
flavíkurflugvelli var rædd á
sameiginlegum fundi stjómar,
trúnaðarráðs og trúnaðarmanna
VSFK og nefndamianna í Var-
narmálanefnd Utan-
ríkisráðuneytis, sem hatdinn var
á Glóðinni í síðustu viku. Að
sögn Guðmundar Finnssonar
ritara VSFK kom fram margt
fróðlegt á fundinunt.
Hefur Vamarliðið m.a.
ákveðið að aflétta frystingu af
húsinu en verkstæði sem leigt
var út í hinum.
Var hótelhlutinn sleginn á 14
milljónir króna, en verkstæðið
á 6,5 milljónir. Að sögn Vil-
hjálms H. Vilhjálmssonar hrl,
lögmanns Sparisjóðsins verður
fljótlega leitað eftir kaupendum
að húsunum.
slökkviliði og snjó-
ruðningsdeild. Auk þess sem
önnur störf eru í skoðun. Kont
ni.a. fram að nú væru það ekki
hemaðaryfirvöld sem ákvæðu í
málinu, heldur sjálft bandaríska
þingið.
Frystingin hefur haft þau
áhrif að ekki hefur verið ráðið í
um 70 stöður sem Iosnað hafa,
en þess í stað hefur álagið
komið á þá starfsmenn sem
fyrir væru.
Uthafskarfa-
veiöar ganga illa
Úthafskarfaveiðar togarans
Hrafns Sveinbjamarsonar GK
gengu illa að sögn Eiríks
Tómassonar, framkvæmda-
stjóra Þorbjamar hf. í Grinda-
vík. Togarinn stundaði veiðar á
úthafskarfa í sumar, en mun
hafa verið búinn óheppilegu
trolli fyrir veiðamar.
Eiríkur sagði að nú hafi verið
fest kaup á nýju trolli og er ætl-
unin að togarinn fari að nýju á
úthafskarfa.
Neyðarblys
sást af
Reykjanes-
braut
Lögreglunni í Keflavík barst
á laugardagsmorgun tilkynning
frá vegfaranda um neyðarblys á
hafi úti, út af Garðskaga. Var
vegfarandinn staddur á Reykja-
nesbraut ofan Keflavíkur.
Kom í ljós að um var að ræða
rauða neyðarsól sem skipverjar
á dráttarbátnum Orion II skutu
upp um átta-leytið um morg-
uninn.
Þar sem Slysavamafélagið
og Landhelgisgæslan voru
komin í málið var ekki þörf
fyrir afskipti lögreglunnar í
Keflavík.
Sæbjörg, björgunarhraðbátur
björgunarsveitarinnar í Sand-
gerði og Garði, var send út á
móts við dráttarbátinn, þegar
skipverjar voru í vandræðum
með flutningspramma sem þeir
vom með í togi. Sæbjörg varð
hins vegar að snúa við sökum
veðurs.
Eins og greint hefur verið frá
í fréttum komst Orion II til
Reykjavíkur og annar flutn-
ingspramminn. Hinn pramminn
týndist út af Garðskaga og hefur
enn ekki fundist.
V.S.F.K. og Varnamálanefnd:
Ráðningafrystingin rædd á
sameiginlegum fundi
Útgefandi: Víkurfréttir ht . i ' ' " «'■■■
Afgreiösla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15. símar 14717, 15717. Box 125, 230 Keflavík. Póstfax nr.
12777. - Ritstjórn: Eniil Páll Jónsson, hcimas. 12677, bflas. 985-25916. Páll Ketilsson, heimas. 13707. bflas. 985-
25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Bárðarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag:
5800 eintök sem dreift er ókeypis um öll Suðumes. - Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplags-
eftirliti Verslunarráðs. - Eftirprentun. hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið.
Setning, filmuvinna og prentun: GRAGÁS hf. Keflavík.