Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 18.10.1990, Qupperneq 6
6 Fréttir Vikurfréttir 18. okt. 1990 Hjálparsveit skáta: Býöur til sölu Ijósmyndir gamla tímans í Njarövík Félagnr í Hjálparsveit skáta í NjarÖvík eru þessa dagana að ganga í hús og bjóöa til sölu möppu mcð Ijós- myndum gamla tímans, úr Njarðvík. Er þctta gcrt í ágóðaskyni fyrir sveitina. t»eim sem ekki cru heima þegar sveitarmenn berja að dyrum, cn hafa áhuga fyrir málefninu, er bent ú að hafa samband við Gunnar í síma 11038 eða Stefán í síma 16163. Eldur á sjúkra- húsinu og elliheimilinu I síðustu viku kom upp eldur í eldhúsi Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs. Tókst starfsfólkinu að slökkva cldinn sem var í pönnu. Þá kom upp eldur í ruslafötu í sal- emisherbergi vistmanna á elli- heimilinu Hlévangi. Tókst starfs- fólki þar að slökkva eldinn. Slökkviliði Brunavarna Suður- nesja var tilkynnt um báða at- burðina og kom það í þeirra hlut að reyklosa viðkomandi hús. Beitingafólk vantar á M.B. Þorstein Gíslason sem er að byrja róðra frá Grindavík. Beitt í nýju húsnæði. Upplýsingar í síma 68325 á kvöldin. Til sölu Arni opnar Ðreiðvang Hjónin Árni Samúelsson og Guðný Ásberg Björns- dóttir opnuðu unt helgina skemmtistað í Reykjavík er Breiðvangur heitir. Er stað- urinn í húsi því er áður hét Broadway og þar sem eitt kvikmyndahús Áma, Bíó- höllin, er staðsett. Á opnunarkvöldinu var boöið upp á skemmtiatriði m.a. af Suðumesjum. Einar Júlíusson ‘:öng ásamt dóttur sinni Ólöfu. Einnig var dans- atriði af Suðumesjum, svo eitthvað sé nefnt. Á efri myndinni sjást þau Ámi og Guðný ásamt Einari, og til hliðar syngur Einar ásamt dóttur sinni, Ólöfu. Ljósm.: hrós. Oldsmobile Delta árg '87, 4ra dyra, ek.42 þús. míl. 3.8 lítra bensínvél, eyðsla 10-11 lítr. í blönd- uðum akstri, sjálfskiptur, EFi. Einn með öllu. Matsverð 1800 þús. Fæst fyrir 1500 þús. eða skipti á góðum sjálfskiptum jeppa. Upplýsingar í síma 14147. Tónleikar í Ytri N.k. sunnudag þ. 21. okt. mun Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðlu- leikari halda lónleika í Ytri Njarðvíkurkirkju og hefjast þeir kl. 16.00. Með Evu Mjöll leikur Douglas Poggioli píanóleikari og á efnisskrá eru verk eftir Kreisler, SOL - ÆFINGABEKKUR - NUDD Stærstu ljósabekkir á Suðurnesj- um. Nýjar perur. Tækninýjung. Innan við 0,1% útfjólubláir geislar. Brún án þess að brenna. Munið líkamsræktarbekkinn. 8 góðar æfingar. Sentímetrum fækkar verulega. Opið í bekkinn mán. - miðv. - fösd kl. 16.00-23.00. Björn er með nudd mán. - miðv. og fösd. kl. 8.00-16.00 en aðra daga kl. 8.00-23.00. Tökum við pöntunum í nudd hjá Ashildi Eygló Sólbaðs- og nuddstofan ÁRSÓL Levnisbraut 9 - Grindavík Njarðvíkurkirkju á sunnudag Bartók, Wieniawsky. Ravel. Bach og Brahms. Eva Mjöll hóf fiðlunám aðeins 7 ára gömul og sýndi strax mikla hæfileika enda af tónlistarfólki komin, dóttir Ingólfs Guðbrands- sonar söngstjóra. Hún hefur stundað nám í Reykjavfk, Bruss- el, Genf og Amsterdam, auk námskeiða á Spáni, í Sviss, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Hún hefur leikið tímabundið í Sin- fóníuhljómsveit íslands og Kammersveit Reykjavíkur en þetta eru fyrstu opinberu tón- leikar hennar á íslandi. Douglas Poggioli er fæddur í New York og er ítalsk-amerískur. Hann hóf píanónám aðeins 6 ára. Auk píanónámsins hefur hann lokið meistaragráðu í stærðfræði en hefur jafnframt gelið sér gott orð sem einleikari og þátttakandi í kammermúsik í Bandaríkjunum. Þau Eva Mjöll léku þar saman á tónleikum fyrr á þessu ári. Fyrir okkur Suðumesjamenn er þessi heimsókn kærkomin og eru tónlistarunnendur hvattir til þess að mæta og hlýða á þessa ágætu tónlistarmenn. Eva Mjöll Ingólfsdóttir heldur sína fvrstu opnberu tónleika á Islandi í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudag kl. 16.00.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.