Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Qupperneq 9

Víkurfréttir - 18.10.1990, Qupperneq 9
Fréttir _________9 Xíkurfoéttir 18. okt. 1990 ^WM'fpL.l'SAR 'fúSAfl FLÍSAR FRÁ FLISfl- BÚÐINNI ERU TIL í LITAVAL f KEFLAVÍK Baldursgotu 14 - Keflavík Sími 14737 Suðurnesjamenn! VERSLUM HEIMA VÍKURFRÉTTIR Námsflokkar F.S. Þáttaka í daufara lagi Þátttaka í Námsflokkum Fjölbrautaskóla Suðumesja er með daufara móti í ár, að sögn Hjálmars Ámasonar, skóla- meistara. Um 70 manns hafa innritað sig í námsflokkana og það er austurlensk matargerð sem heillar flesta. Hjálmar sagði að í ár hafi ekki fengist þátttaka í alla flokka sem boðið var upp á, en ljóst væri að fimm hópar yrðu á vegum námsflokkanna. „Við gerum okkur ekki grein fyrir hvað veldur því að þátttaka er þetta dauf í ár. Nú er verðið fyrir námskeiðin í algjöru lágmarki". Innritun í Námsflokkana verður haldið áfram út þessa viku og um helgina verður tekin ákvörðun um hvað kennt verður í vetur og hvaða greinar verða felldar niður. Um síðustu helgi höfðu um 70 manns skráð sig í náms- flokkana, en það er nokkm minni þátttaka en verið hefur undanfarin ár. Hefur fjöldi þeirra sem stundar nám í Námsflokkum F.S. farið upp í 140 manns, og það er fólk á öllum aldri sem stundar þar nám. Húsagerðin h.f.: Kynning í Smart föstudag 19 okt. kl. 14-18 ^Snyrtifrœðingur frá Lancome leiöbeinir og farðar með nýju haustlitunum. *Viöskiptavinir sem versla fyrir 2500 kr. eöa meira fá gjafapakka frá Smart og Lancome. ^FAIIir fá glaðning frá Smart. Kraninn sá stærsti sinnar tegundar hér á landi við nýja miðlunartankinn. Ljósm.: hbb. Miðlunartankur fyrir tvær milljónir lítra af vatni byggður Fjör á fínum föstudegi - Veriö velkomnar P.S Óvœnnt uppákoma! SNYRTIVÖRUVERSLUNIN smaRt Holmgaröi 2 - Simi 15415 Nýlokið er við að steypa upp miðlunarvatnstank sem Húsa- gerðin h.f. er að byggja fyrir Vatnsveitu Suðumesja og staðsettur er ofan Reykja- nesbrautar skammt norðan við Grænásinn. Er verkið var boðið út átti Húsagerðin lægsta tilboð af 22 er bárust. Að sögn Áskels Agnarssonar hjá Húsagerðinni er það sér- stætt við tankinn að sá aðili sem hann byggir sér sjálfur um alla hönnun og undirbúning. Ræður Húsagerðin því gerð hans og lögun. Mun tankurinn taka tvær milljónir lítra af vatni og tengj- ast nýju vatnslögninni til Keflavíkur og Njarðvíkur. þegar lögn leiðslunnar er lokið. Mun nú taka við fram- kvæmdir við útlit tanksins og annað það sem Itonum mun fylgja, en Húsagerðin lét einnig hanna það. Við framkvæmdir á verkinu var á dögunum fenginn á staðinn stærsti glussakrani sem til er hér á landi, en Iyftigeta hans em 120 tonn. Til að hann kæmist á staðinn þurfti alls 64 hjól. Undir krananum sjálfum eru átta öxlar með alls 42 hjól- um, en að auki komu tveir vagnar með fylgihluti svo sem ballestina og voru þeir með alls 22 hjól báðir til samans. I síðustu viku var tankurinn síðan þrýstiprófaður og þurfti til þess að dæla í hann 2 millj- ónum lítra af vatni. Að prófun lokinni sá Slökkvilið Bruna- vama Suðumesja um að losa hann við vatnið út í heiðina. Slökkviliðsbíll frá Brunavörnum Suðurnesja var notaður til að dæla tveimur milljónum lítra úr tankinum, er prófun var lokið. Ljósm.: epj. Sorpeyöingarstöö Suöurnesja: Friöfinnur ráöinn stöðvarstjóri Friðfinnur Einarsson fyrrum pizzuframleiðandi með meiru het'ur verið ráðinn sem stöðvarstjóri Sorpeyðingar- stöðvar Suðumesja. Tók hann við um síðustu mánaðarmót starfi því sem Pétur Pétursson hefur gengt fram að þessu. Alls sóttu 25 manns um stöðuna og var Friðfinnur ráðinn úr hópi umsækjanda. Elliði GK í úrelding Miðnes h.f. í Sandgerði hefur ákveðið að úrelda stálbát sinn Elliða GK 445. Elliði er smíðaður í Noregi 1963 og mælist 137 brúttórúmlestir að stærð. Hefur kvóti bátsins bæði bol- fisks- og síldar, verið færður yfir á önnur skip í eigu þeirra systurfyrirtækja Keflavíkur h.f. og Miðness h.f. En Elliði hefur ekki verið gerður út á dæmi- gerðar veiðar nú um langt skeið, heldur gerður út af íslenskum skelfiski til veiða á lifandi humri í gildrur. Flugvél í erfiðleikum: Slökkvilið og al- mannavarnir í viöbragösstööu Almannavamanefnd Suður- nesja utan Grindavíkur ásamt Slökkviliði Brunavama Suður- nesja bárust tilkynningu undir morgun dags eins í síðustu viku um flugvél sem ætti í erfiðleikum og væri á leið til Keflavíkurflugvallar með 35 manns innanborðs. Var óskað eftir því að viðkomandi aðilar ásamt sjúkraliði yrði í viðbragsstöðu. Mun flugvélin hafa verið orðin eldsneytislítil. Tókst flug- mönnum hennar að ná flug- vellinum án þess að hjálparliðs þyrfti. Erum að taka upp meiriháttar háttar haustlínu frá WARNER. Erum níbúinn að taka inn yfir- stœrðir í st: 34-42 CA, B, C, D, D/D E og F. WARNER fœst bara í Smart LANCÓME j&p PARIS % ^

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.