Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Page 10

Víkurfréttir - 18.10.1990, Page 10
10 Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík, í viðtali \4kurfréttir 18. okt. 1990 Viðtal: Halldór Leví Mynd: Hilmar Ðragi Prófste Viðmælandi blaðsins að þessu sinni er Kristján Páisson, bæjarstjóri í Njarðvík. Kristj- án tók við starfi bæjarstjóra þar í sumar, en hann gegndi áður starfi bæjarstjóra í Olafs- vík. Hann er útgerðartæknir og stýrimaður að mennt og starf- aði um skeið sem fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrir- tækis, en varð síðan sveitar- stjóri á Suðureyri. Því starfi gegndi hann þar til hann fiutti til Olafsvíkur. þar sem hann var bæjarstjóri sl. 4 ár. En hvernig líkar honum aii koma til Njarðvíkur? „Mér líkar mjög vel í Njarð- vík, mér hefur verið vel tekið hér og minni fjölskyldu“. Er ekki erfitt að taka sig upp og flytja á nýjan stað? „Auðvitað er erfitt að taka sig upp, en þetta er alltaf spuming um hvers vegna menn eru að taka sig upp og hvað maður er að fara að gera. Eg kem hingað til að gegna ákveðnu starfi sambæri- legu við það sem ég hef gegnt áður annars staðar. Það er alltaf léttara að fara til nýrra staða með fyrirfram ákveðnar áætlanir. Konan mín er kennari og fékk strax starf við Grunnskóla Njarð- víkur, þannig að fjölskyldan hef- ur verið fljót að að aðlaga sig nýjum aðstæðum". Umhverfismál helsta mál bæj- arstjórnar Hver verða helstu mál bœj- arstjórnar ncesta kjörtímabil? „Þau mál sem verða efst á baugi hjá bæjarstjóminni eru mál eins og umhverfismál, tenging Innra- og Ytra hverfisins. skolp- mál, skipulagsmál. atvinnumál o.fl. Samgöngur milli hverfa er búið að leysa með því að taka í notkun nýjan veg sem tengir hverfin tvö. Þá hefur bæjar- stjómin gert nýlega samkomulag við SBK um aukna þjónustu þess fyrirtækis, þannig að nú er reglu- bundinn akstur á milli hverfanna til kl. 22 á kvöldin alla virka daga. Eins hefur náðst samkomulag við SBK um að allar áætlunarferðir þeirra til Reykjavíkur verði með einni viðkomu í Innri-Njarðvík, á báðum leiðum, án þess að sér- staklega sé beðið um það. Þetta er allt til bóta að mínum dómi“. Hvaða mál eru það t.d. i um- hverfismálum sem bcejarstjórnin mun leggja álterslu á? „I umhverfismálum verður fyrst litiö á mál sem varða inn- komuna í Njarðvík. Við viljum að innkoman sé aðlaðandi þannig að fólki finnist strax og það kemur inn í bæinn að hér sé aðlaðandi og snyrtilegt. Hugmyndin er að koma fyrir gróðurbeltum eins og á höfuðborgarsvæðinu. Get ég nefnt sem dæmi að meöfram Njarðarbrautinni verður komið fyrir gróðri, þannig að iðnaðar- hverfið á Fitjum verður ekki eins áberandi. Við erum að tala um að setja plöntur og tré á umferðar- eyjur o.s.frv. Einnig að koma upp gróðurvinjum víða um bæinn. Þetta er verið að skipuleggja og er gert ráð fyrir að byrjað verði á framkvæmdum næsta vor“. Þú minntist á frekari tengingu milli hverfa. A hvern hátt verður það gert? „Frekari tengingu þarf með reiðhjólastíg og göngustíga milli hverfanna. Að öðru leyti tel ég samgöngur góðar milli Innra og Ytra hverfis". Þú nefndir að í um- hverftsmálum verðitöluvertgert. Hvað með holrœsa- og hrein- lœtismál? „Umhverfis- og hreinlætismál eru tengd mál. Við erum nú að vinna að áætlun sem á að taka á vandamálum varðandi fjöru- mengun og skolpafrennsli. Það eru í gangi samningaviðræður við Atvinna Laust er til umsóknar 70% tímabundið starf í heimahjúkrun við Heilsugæslustöðina í Keflavík. Hluti starfsins er vaktavinna um helgar og á kvöldin. Sjúkraliðamenntun er æskileg en ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 26. október og skulu umsóknir berast undirrituðum sem gefur allar nánari upplýsingar, ásamt hjúkrunarforstjóra HSS í síma 14000. Framkvæmdastjóri Suöurnesjamenn! Verslum heima o Gömlu dansarnir eru byrjaðir á ný! og hefjast laugardaginn 20. október. Dansar í KK-húsinu uppi. Húsið opnað kl.22. Mikið fjör og góð stemning. Þingeyingafélagið ^jjj Foreldrar athugið Litla leikhúsið sýnir leikþáttinn Tröllið týnda á Garðaseli, á morgun, föstudaginn 19. okt- óber kl. 14.00. Leikið verður úti á leikvellinum og eru öll böm á forskólaaldri velkomin. Enginn aðgangseyrir. Félagsmálastofnun Börnin á (Jimli !iuldu listaverkasyningu a sunni Karisdóttir, Jóhann Árni Olafsson, Steinar Rúi Börn á Gimli me< Bömin á Gimli í Njarðvík munu standa fyrir málverkasýningu á leik- skólanum Gimli nú á sunnudaginn, 21. október. Verður sýningin opin frá kl. 13-17. í haust hafa krakkamir, sem em á aldrinum 2-6 ára. unnið að ýmsum verk- efnum sem eru skapandi og þar á meðal

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.