Víkurfréttir - 18.10.1990, Page 11
________u
Yíkurfréttir
18. okt. 1990
nn á samstarfiö
Vamarliðið varðandi þeirra
skolpleiðslu, sem liggur í gegnum
Fitjamar. Þegar náðst hefur sam-
komulag við þá um flutning á af-
rennslinu á um leið að flytja skolp
bæjarins í sömu leiðslu, þannig að
öllu skolpi verði dælt út á einum
stað í Njarðvík".
Er ekki um ail rœða gífurlega
stóra framkvœmd, þar sem með
breyttum reglum þarf að gróf-
hreinsa skolp?
„Jú, það hafa nýjar reglur tekið
gildi sem eru í þá vem að allt
skolpafrennsli verði að ná niður á
5 metra dýpi undir stórstraums-
fjöm. Þetta þýðir að allt skolp-
afrennsli í Njarðvík er ólöglegt.
Við höfum ákveðinn tíma til að
aðlaga okkur þessum reglum. Við
viljum gera þetta varanlegt. Því
verða gerðar mengunarrann-
sóknir á fjörunum hér og Haf-
rannsóknarstofnun fengin til að
gera straummælingar þannig að
hægt verði að staðsetja leiðsluna
á þeim stað sem straumar em
mestir. Þetta tekur tíma, en þegar
niðurstöður úr þessum rann-
sóknum liggja fyrir þá verður
ákveðið hvar affallið á leiðslunni
verður lagt. Hér er um að ræða
framkvæmd upp á hundmðir
milljóna og er stefnt að því að þær
hefjist á kjörtímabilinu".
Hefur verið kannað hvort
hagkvœmt sé að gera þessa
framkvœmd í samvinnu við
Keflvíkinga?
„Nei, það hlýtur þó að koma til
athugunar, því Ijóst er að skolpið
fer á milli nágranna með einum
eða öðmm hætti. Eg tel að bæj-
aryfirvöld í Njarðvík muni setjast
niður með Keflvíkingum og
kanna hagkvæmni þess að leysa
þetta sameiginlega".
Tekjur ofáætlaðar
Ef við snúum okkur að fjár-
hagsstöðu bœjarins. Hvernig er
staða bcejarsjóðs og kemur staða
hans til með að hefta fram-
kvœmdagetu bœjarins?
„Við endurskoðun fjárhags-
áætlunar var skorið töluvert af
framkvæmdaliðum ársins. Þar
var um að ræða framkvæmdir við
gatnagerð og leikvallagerð í
Fífumóa o.fl. Þetta varð að gera
þar sem tekjur vom ofáætlaðar og
liðir á fjárhagsáætluninni höfðu
farið langt fram úr áætlun. Þess
ber að geta að við stórar fram-
kvæmdir eins og Gmnnskólann
leiðir eitt af öðm. Þegar gert er
við gamalt hús kemur ýmislegt í
ljós sem ekki var séð fyrir".
Er um að rœða stórt gat í
fjárhagsáœtlun bœjarins?
„Það hefur komið fram að í
stað þess að bæjarsjóður skilar
afgangi upp á 20 milljónir, þá
vantaði 19 milljónir upp á að
endar næðu saman. Eg vil þó taka
fram að staða bæjarsjóðs er alls
ekki slæm. Njarðvík er stöndugt
bæjarfélag, þó svo að svona hafi
farið í þetta sinn".
Samstilltur hópur
Hvernig er meirihluti bœj-
arstjórnar, sem réði þig? Er
þetta góður hópur?
„Þetta er góður hópur og sam-
stæður og gagnkvæmt traust milli
manna".
Nú virtist koma upp ágrein-
ingur milli þessara tveggja
flokka varðandi ráðningu fé-
lagsmálastjóra ?
„Það em alltaf einhver mál
sem eru erfiðari en önnur. Meiri-
hlutinn var nýtekinn við þegar
þetta mál kom upp og var að stilla
strengi sína. Þegar málið hafði
verið rætt til hlítar vom menn
einhuga um lausn þess".
Biðlaunamálið svokaUaða?
„Það mál er frágengið af hálfu
bæjarstjómar".
Nú hefur legið fyrir að ábyrgð
mun falla á bœjarsjóð vegna
Olsen-vélsmiðjunnar. Hvernig
stendur það mál í dag?
„Olsen-málið hefur ákveðna
forsögu. Bæjarstjómin fyrrver-
andi hafði forgöngu um að
ábyrgjast lán í Utvegsbankanum
fyrir Vélsmiðju 01. Olsen hf. Um
það var samstaða í bæjarstjóm-
inni. Menn töldu að þeir væm að
styrkja fyrirtæki sem ætti mögu-
leika. Akvörðunin var ekki um-
deild. En svo gerðist það að áætl-
anir reyndust ekki á rökum reistar
og fyrirtækið fer í gjaldþrot. Þessi
ábyrgð var töluvert há og er nú
orðin um 24 milljónir þegar allt er
talið. Síðan kemur til önnur
ábyrgð gagnvart Iðnlánasjóði. Sú
ábyrgð var aldrei borin upp í
bæjarstjóm og því formlegt sam-
þykki ekki fyrir hendi. En við
emm þó krafðir um greiðslu
hennar. Samtals em þær ábyrgðir
sem bæjarsjóður er að verja sig
fyrir upp á 29-30 milljónir
króna".
Sérðu lausn á þessu máli?
„Já, við munum nota okkur
færustu lögfræðinga á þessu
sviði. Hugsanlega þurfum við
ekki að greiða nema hluta þeirra
krafa sem á okkur eru gerðar. Það
byggist á tæknilegum atriðum og
er bæjarsjóður talinn eiga yfir
50% möguleika á því að vinna
málið. því er ekki stætt á öðm en
að fara í vöm og fá úrskurð dóm-
stóla".
Er komin lausn á máli þvísem
Alþýðuflokkurinn hefur gert
ágreining úr vegna setu Leu
Oddsdóttur í stjórn S.K.?
„Það hafa ekki borist svör frá
ráðuneytinu varðandi það mál. En
eins og kom fram á bæjarstjóm-
arfundi þar sem þetta mál kom
fyrir telur meirihlutinn sig ekki
vera að brjóta nein lög í þessu
efni. Því var jafnframt lýst yfir af
hálfu meirihlutans. að ef ráðu-
neytið úrskurðaði Leu ólöglega
vrði þeim úrskurði hlýtt".
Nú gerði bœjarstjórn Njarð-
víkur alhugasemd við flugum-
ferð yfir Njarðvík. Hafa svör
borist varðandi það mál?
„Við gerðum athugasemd við
óþarfa umferð yfir byggð í
Njarðvík og teljum okkur ekki
hafa fengið nein viðhlítandi svör
um þau mál. Á síðasta bæjar-
stjómarfundi var samþykkt
ályktun sem send hefur verið
samgönguráðherra vegna málsins
og hann krafinn gleggri svara en
þegar hafa borist. Við viljum að
öryggi íbúa í nágrenni flugvalla
sé tryggt".
✓
I upphafi skyldi
endirinn skoða
Fulltrúar Njarðvíkur fluttu
tillögu um tekjuskiptingu vegna
álvers, á aðalfundi SSS. Hefur
eitthvað skýrst varðandi það
mál?
„Þessi tillaga fékk allnokkra
umræðu innan stjórnar SSS og
var vísað þaðan til álhópsins, sem
mun gera tillögur í þessu máli, en
það verður síðan stjómar SSS að
ganga endanlega frá þessu máli".
Hvernig sérð þú að þcer til-
lögur verði? Telur þú að sam-
staða verði um tekjuskiptingu?
„Eg tel að allt samstarf í at-
vinnumálum velti á því að hægt
sé að ná samkomulagi um tekju-
skiptingu, og held að það sé
nauðsynlegt að rifja það upp að
75% af veltuskattinum rennur
sem sárabót fyrir aðra landshluta,
sem atvinnuuppbyggingarsjóður
á þeim svæðum. Suðumes eiga
ekki að fá neitt úr þeim sjóði.
Aftur á móti er reiknað með að
Suðumesin fái sem heild 25% til
skiptanna. Það væri nöturlegt ef
síðan þessi 25% rynnu til eins
sveitarfélags af sjö, sem hafa
starfað saman að því að fá ál-
verið. Að aðeins eitt sveitarfélag
nyti beinna tekna væri óheppilegt
og ósanngjöm niðurstaða á ann-
ars góðu samstarfi. Það er nauð-
synlegt að ganga frá slíkum at-
riðum strax í upphafi. Gamalt
máltæki segir: „að í upphafi
skyldi endirinn skoða“. Eg vil þó
taka fram að mér heyrist á Voga-
mönnum að þeir séu menn sátta
og samlyndis og ég trúi því að á
þessu máli fáist niðurstaða sem
allir geti sætt sig við".
Sérð þú fram á að nýtt álver
verði mjög atvinnuskapandi fyr-
ir Njarðvík?
„Veldur hver á heldur. Eg held
að okkar svæði eigi töluverða
möguleika. Það byggist á því að
forsvarsmenn fyrirtækja og sveit-
arfélaga bregðist fljótt við að
undirbúa komu álversins. Við
þurfum að mennta upp starfs-
menn á Suðumesjum til starfa við
álverið. Það verðum við að gera í
samvinnu við Fjölbrautaskóla
Suðumesja, en þau mál .hafa
þegar verið rædd. Hvemig við
getum fengið sem mest af verkum
við uppbyggingu álversins veltur
á samstarfi fyrirtækja við að
bjóða sameiginlega í verk. Þau
verða að standa saman um það.
Hefur farið fram umræða um þau
mál“.
Mynda sveitarfélögin hér, t.d.
K efla vík-Njarð vík, heilsteypta
atvinnustefnu?
„Innan atvinnumálanefnda
þessara staða fara fram umræður
á hvem hátt megi auka at-
vinnuuppbyggingu og miða þá
við viðkomandi sveitarfélag. En
þegar menn líta á þessi stóru fyr-
irtæki eins og álver er ekki hægt
að einblína á eitt sveitarfélag. Það
hefur komið til umræðu að hafa
eina atvinnumálanefnd fyrir
Keflavík-Njarðvfk eða jafnvel
eina atvinnumálanefnd fyrir Suð-
umes, þar sem gerð væri sam-
ræmd atvinnustefna og meðal
annars ákveðin tekjuskipting
milli sveitarfélaga, óháð stað-
setningu væntanlegra fyrirtækja.
Þess vegna er mikilvægt að fá
niðurstöðu í tekjuskiptingu vegna
álversins. Það mál er prófsteinn á
hvort slíkt samstarf getur gengið.
Hér eru fjórir listamenn af fiimli, f.v.: Sjerun
on og Lilja Gunnarsdóttir. Ljósm.: hbb.
málverkasýningu
málaralist. Er á sýningunni mikill fjöldi
glæsilegra verka og slá bömin mörgum
abstraktlistamönnum við.
Eru Njarðvíkingar og aðrir Suður-
nesjamenn hvattir til að koma og skoða
sýninguna og kaupa sér listaverk, því um
sölusýningu er að ræða.
Arshátíð
Hestamannafélagsins Mána
verður haldin í
Stapa laugardag-
inn 10. nóvemb-
er. Haldið verð-
ur upp á 25 ára
afmæli félags-
ins.
Hljómsveit Birg-
is Gunnlaugs-
sonar leikur fyrir
dansi.
Veislustjóri
Gunnar Eyj-
ólfsson.
Nánar auglýst í
fréttabréfi
Skemmtinefnd
Frá Heilsugæslustöð Suðumesja
Bólusetningar
við inflúensu
hefjast á Heilsugæslustöð Suðurnesja kl.
13.00-15.00, dagana 18., 19., 22. og 23. okt-
óber n.k.
Forgang hefur fólk ineð langvarandi sjúk-
dóma, svo sem hjarta- og lungnasjúkdóma.
Ellilífeyris- og örorkuþegar greiða kr. 450.
Aðrir greiða kr. 600.
Hjúkrunarforstjóri