Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Síða 12

Víkurfréttir - 18.10.1990, Síða 12
Fréttir Viltu syngja Kór Keflavíkurkirkju óskar eftir söngfólki í allar raddir á öllum aldri. Líflegt starf. Upplýsingar hjá formanni í síma 12275 (Hrönn) og söngstjóra (Einari Emi) í síma 14563 eða í kirkjunni á þriðjudagskvöldum. Ibúð - Bifreið Lítil íbúð til sölu. Bifreið gæti dugað sem útborgun. Greiðsla á eftir- stöðvum svipuð og húsaleiga. Upplýsingar í síma 14366. \Í kurfróttir 18. okt. 1990 Íí ® ifl J M j í IfcU nr pjl mm Ynnnifi Hw \\ Uiíifi/n m i nn Jpp 5 ' «'t A.: ýýCPBrlKb' ‘iL Þröngt var á þingi er hópar úr Mvlluhakkaskóla litu inn í síðustu viku, í tilefni af kynningu á ólæsi. Urðu krakkarnir að láta sér það lynda að sitja á gólfinu. Ljósm.: hbb. Sameiginlegt safnahús: Besti og eini kosturinn sem hægt er að fallast á Aðalfundur Neytendafélags Suðumesja verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember n.k. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnurmál. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Ferðamálasamtök Suðumesja Aðalfundur Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurnesja verður haldin í veitingahúsinu Vitanum, Sandgerði (við höfnina) mánudaginn 22. október n.k. og hefst kl.20..00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreyting. 3. Framsöguerindi um ferðamál. 4. Umræður 5. Önnur mál, ef fram koma. Stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Málefni Bæjar- og héraðs- bókasafns Keflavíkur er til umræðu um þessar mundir. Hefur m.a. sameiginleg nefnd Keflvíkinga og Njarðvíkinga skilað áliti, en þó bólar ekkert á málinu frá hendi bæjarstjómar Keflavíkur. En hvað segir Hiimar Jónsson bókavörður um málið og um livað snýst það, til að leita svars við því gefum við honunt orðið.: „1958 hóf bókasafnið starf- semi sína, þá í 101 fermetra húsnæði á efri hæð íþrótta- hússins við Norðurtún, sem nú tilheyrir Myllubakkaskóla. Fyrir tilstuðlan þeirra Jóhanns Einvarðssonar bæjarstjóra og bæjarráðsmannana Hilmars Péturssonar og Tómasar Tómassonar flutti það í október 1974 að Mánagötu 7 og fékk þar 360 fermetra til umráða. Hefur það húsnæði þjónað okkur síðan. Á meðan hefur bóka- kosturinn vaxið, sem dæmi þar um lánuðum við út 1600 eintök af bókum 1958, en nú eru lánaðar út milli 38 og 39 þúsund bækur, auk annarra gagna s.s. myndbanda og geisladiska. Er nú svo komið að við getum ekki tekið á móti stærri hópum nema bjóða þeim að sitja á gólfinu. Hefur því verið óskað eftir stærra húsnæði og því hefur bæjarstjórn svarað tvisvar með fjárveitingu sem síðan hefur verið tekin af okkur. I fyrra var búið að úthluta okkur 7 mill- jónum til viðbyggingar hér við Mánagötuna, en hætt var við það vegna óánægju nágranna. Nú er það sameiginlegt safna- húss sem horft er til en þá stendur á bæjarstjóm Kefla- víkur. Vegna þessa lýsi ég yfir óánægju með það hvemig unnið er að þessu máli. Sameiginlegt safnahús er besti og eini kost- urinn sem hægt er að fallast á. Það er því slæmt ef Kefl- víkingar ætla að rifta áður gerðu samkomulagi bæjarfélaganna og koma þar með í veg fyrir að þessi samstarfsmáti komist í framkvæmd. Það er slæmt til þess að vita að við skulunt þurfa að líða það. að hverju sinni er nýr meirihluti tekur við í bæjarstjóm, vilji hann ekkert vita af samþykktum þess fyrri. Er það með öllu ótækt að bjóða íbúunum að búa við slíkt. Lýsi ég yfir andstöðu minni með að nú skuli aftureiga að taka af okkur 7 milljóna króna framlag, sem nýta hefði átt í undirbúningsvinnu. Sá meirihluti sem nú starfar í Keflavík virðist ekki hafa vilja til að taka á málinu, né skipa í byggingamefnd safnahúss. I stefnuskrá hans var notast við loðið orðalag um safnamálin og sama er nú ef leitað er svara hjá bæjarstjóra eða bæjarráðs- mönnum, aðeins fást loðin svör. Húsnæðismálin eru nú aðalþröskuldurinn, þar sem starfsemin er vaxandi, enda hefur eftirspumin í mynd- bandsspólur og geisladiska far- ið vaxandi og gefið góðar tekj- ur. En til að anna því þarf betra húsnæði. Um það em allir sam- mála sem vilja skoða málið og sameiginlegt safnahús Kefi- víkinga og Njarðvíkinga er besta leiðin í þeim efnum“ sagði Hilmar að lokum. Sanddælupramminn Mjölne: Togari tefur björg- unaraögeröir Töf varð á undirbúningi björgunaraðgerða á sand- dæluprammanum Mjölne í byrjun vikunnar. Togarinn Olafur Jónsson GK lá við bryggju og að sögn eins af björgunarmönnunt var ekkert hægt að athafna sig neðansjávar meðan skipið var við bryggju. Er rætt var við björgunaraðila á mánudagsmorgun var það næsta verkefni þeirra að dæla lofti í tanka sem festir höfðu verið við skrokk prammans. Hlutverk tankanna er að gera prammann léttari, svo hægt sé að rétta hann við á hafsbotni. Um 10.000 lítrar af olíu em ennþá í prammanum en henni er ekki hægt að bjarga fyrr en Mjölne er kominn á réttan kjöl. Almannavamanefnd Suður- nesja, utan Grindavíkur, hefur svokallaða olíugildm til staðar við höfnina í Keflavík, ef eitt- hvað skyldi út af bera og olía læki í sjóinn. Lítil hætta hefur verið á olíuleka hingað til.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.