Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Síða 13

Víkurfréttir - 18.10.1990, Síða 13
Viðhorf Ár „átakanna“ Á þessu ári sem nú styttist í, hafa verið í gangi „átök“ í ýmsu. „Átak í landgræðslu og trjárækt", gegn ólæsi „ár læsis“ og „átak í spamaði sjúkrahúsa og heilsugæslu. Þegar ég fer að hugleiða þetta og hitt, kemur mér ávalt fyrst í hug „ Guðs eigið land, U.S.A.“. Því allt er þar mest og best. Úr grein í Spiegel eru þessar upplýsingar, en þetta eru samkvæmt könnun frá Gallup. Omótmælanleg vandræði Ólæsi í Bandaríkjunum er slíkt að til ómótmælanlegra vandræða horfir. Talið er að 40 milljónir séu bæði ólæsir og óskrifandi. 1988 gátu 700.000 af 3,8 milljónum, 18 ára, ekki lesið prófskírteini að loknu framhaldsskólanámi og önnur 700.000 höfðu horfið frá námi sem fallistar. Sama ár gat fimmta hvert bam, 12 ára, ekki bent á Bandaríkin á hnattlíkani. Enda hafa framlög til skólamála fallið úr 2,5% af heildar- fjárlögum 1979 í 1,8% 1989. Mér dettur í hug að þetta falli ráðamönnunt menntamála hér á landi. Allavega var það svo að Sverrir Hermannsson sá ástæðu til að reka úr starfi fræðslustjóra á Norðurlandi, sem hann tali hafa eitt of miklu í sérkennslu til þeirra sem miður gengur. Ymsir varðhundar valdsins eru enn í dag að hælbíta þennan sama fræðslustjóra. Er barátta Víglundar Þorsteinssonar við byggingu Gagnfræðaskóla í Vestmannaeyjum, gegn vilja allra helstu framármanna í atvinnureksti og Sjálfstæðis- flokksins, gott dæmi um áhuga á menntun. (sbr. ritið Blik, 1969, bls. 198) Auðn og upp- blástur Eitt af því sent minnir mig á auðn og uppblástur er úrklippa úr Tímanum 28. sept. s.l., þar sem Óli H. Þórðarson hjá Umferðarráði telur að slysum á bömum hafi fækkað. Hann er sjálfsánægður að vanda og ekk- ert eða tatt kemst að hjá honum. nema bílbelti og ökuljós, jafnt að nóttu sem degi. Mér sýnist hins vegar í hvert skipti sem ég fer um Reykja- nesbraut. að umferðarmenn- ingin sé á lágu piani. Þó bíl sé ekið jafn á löglegum hraða, 90 kílómetrum. fer fjöldi bíla fram úr á leiðinni milli Njarðvíkur og Reykjavíkur og oft við vafa- samar aðstæður. Frekan og þjösnaskapurinn í Reykjavíkur- umferðinni er náttúrulega eins og reifarasaga, enda hafa slys á bömum, sexfaldast í ágúst og Guðmundur Vigfússon skrifar sept. s.l., en þá slösuðust, 26 böm, 6-14 ára. Þar af a.m.k. eitt dauðaslys. Á sama tíma og Óli H. Þórðar geislar af sjálfsánægju í fjölmiðlum, stendur í Mogg- anum: „ Slysatíðni á bömum á Islandi, sú hæsta í Evrópu og sjálfsvíg drengja 15-14 ára þriðja hæsta í Evrópu". Úr samhengi við umhverfið Er það virkilega þannig, að ...„ og frekj- ur og þjösn- araskapurinn í Reykja- víkurumferð- inni er nátt- úrulega eins og reif- arasaga...." flestir þeir sem em komnir. nokkuð sæmilega uppí fastan bás hjá ríkinu, slitni úr sam- hengi við umhverfið og eignist sinn eigin heim, sem þeir kom- ast ekki út úr.nema þá í sumar- frí, eða laxveiðitúr í boði ríkis- ins, eða einhverra þeirra sem þurfa að hafa viðkomandi sér vilhallan. Ég velti þessu oft fyrir mér. Útkoman af spamaði í heilsugæslunni er svo ein skelfmgasaga. Finnur Ing- ólfsson fallkantídat hjá fram- sókn. er eftir því sem mér sýnist af blaðaskrifum, einhverskonar samnefnari í spamaðaraðgerð- um hjá heilbrigðisráðherra fyrir allar hörmungar. Hann er ávallt í fjölmiðlum með tölur, a.m.k. í tugum milljóna, en oftast hund- ruð milljóna eða þá milljarða stærri upphæðir, en ég skil að nokkru marki. Ég skil hinsvegar ekki lokun deilda í sjúkrahúsum í sumar, þegar lagburða og farlama gamalmenni voru flutt að úti- dyrum bama sinna, eða annarra vandamanna, hvemig sem þar stóð á. Þetta átti að spara einar 30 milljónir, en sami ríkiskassi, getur eitt hátt í 100 milljónum í styrki til pólitískra blaðasnepla, sem eru svo borin út á auðar stofur þessa sama fólks. Þegar Natóríkin fundu það út að þeirra vettvangur næði aust- ur að Persaflóa og það vantaði aura í herdrasl Kanans þar, stóð ekki á Jóni Baldvin að telja 120-140 milljónir sanngjamar greiðslur héðan í það sukk. Það var verst að ekki skyldi vera jól þegar kaninn fór að Persaflóa, eins og þegar þeir réðust á Pan- ama í myrkri nætur og drápu þar þúsundir kvenna og bama til að losna frá að standa við gamlan samning unt að afhenda Pan- amabúum skipaskurðinn. En það styttist nú í jólin og máski að Natódraslið hressist þá eitt- hvað. Ofbeit á Reykjanesi Af átakinu í landgræðslu, er það merkast að við Blöndu- virkjun sekkur í vatni, 60 fer- kólómetrum gróins heiðarlands. Næstmerkast er það að jeppaför skreyta nú nánast alla staði landsins, utan vegar, jafnt t byggð sem óbyggð og jafnvel hefur þurft á hjálparsveitum að halda til að bjarga erlendum ökumönnum á þurrt úr flóum og graslendi í heiðum landsins. Nafnlausir menn hafa verið að rífast í D.V. út af ofbeit hér á Reykjanesi í dag, þar sem örfá hundmð kinda eru. Það hljóta að vera menn sem eru haldnir ofsóknarbrjálæði gegn dýrum. Því þessar kindur breyta þar engu. Hinsvegar er jarðrask af mannavöldum víða til stórbaga og stórskammar. Þessir nafnlausu menn ættu að fara að Höskuldarvöllum og þar í hring og sjá hvað valdið hefur mestu umróti. Bara hér um Miðnesheiðina. Hinsvegar eru nokkrar kindur í girðingu héma við Keflavfkurveginn á sumrum og ég sé ekki betur en það land sé að gróa upp. Er til uppblástur hugans, gagnvart þeim minnimáttar? Guðmundur Vigfússon, Sandgerði 13 \íkurfréttir 18. okt. 1990 Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja auglýsir Enski skyggnilýsingamiðillinn ZENA DAVIS mun starfa á vegum félagsins dag- ana 29. október til 18. nóvember. Miðar til félagsmanna verða seldir í húsi félagsins að Túngötu 22, Keflavík sunnudaginn 21. október. Stjórnin. Hjónaklúbbur Keflavíkur Nokkur kort laus á fyrsta dansleik sem verður haldinn í Stapa laugardaginn 20. október og hefst kl.22.00. Hljómsveitin Sambandið leikur fyrir dansi. Upplýsingar í síma 11146 eða í Stapa í síma 12526 eftir kl.2'1. Auglýsing um deiliskipulag iðnsvæðis við Iðngarða Deiliskipulagstillaga er til sýnis á skrifstofu Gerðahrepps að Melbraut 3 Garði, til 20. nóvember 1990. Athugasemdir skulu berast til sveit- arstjórnar fyrir 25. nóvember 1990. Byggingafulltrúi Gerðahrepps. Aðalfundur KFK verður haldinn í íþróttavallarhúsinu við Hringbraut 25. október kl.20.00. Stjómin. GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON (Bói) Löggiltur rafvirkjameistari Grófinni 13C - Símar 15868, 13838 Raflagnir - Viðgerðir Hönnun - Efnissala Endurnýjum raflagnir í eldri húsum. Fram- kvæmum skoðun, fólki að kostnaðarlausu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.