Víkurfréttir - 18.10.1990, Blaðsíða 15
________15
Víkmfréttir
18. okt. 1990
✓
Ur ýmsum áttum
Húsfyllir var á tískusýningu sem Gloria og
verslunin Stórar stelpur hélt í Glaumbergi sl.
fimmtudagskvöld. Auk yfirgripsmikillar
tískusýningar kom erobikkflokkur frá Lík-
amsrækt Onnu Leu og Bróa og tók léttar
æfingar í svokölluðu tröppuerobikki, sem
vinsælt er um þessar mundir. Að lokum
skemmti Diddú, eða Sigrún Hjálmtýsdóttir,
gestum með söng og gamanmáium.
Kynnir á þessari fjölmennu samkomu var
Heiðar Jónsson snyrtir.
Auk tískusýningar var svokallað tröppuero-
bikk kynnt gestum og sá fólk frá Önnu Leu og
Bróa um þá sýningu. Ljósmyndir: hbb.
tórar
telpur
IGLAUMBERGI
Almenningur hefur mikinn
áhuga á störfum lögreglunnar.
Sást þaö vel á sunnudaginn, en
þá var haldinn .dagur lögregl-
unnar um land allt.
I Keflavík og Grindavík voru
lögreglustöðvamar opnar frá kl.
14-18 og á þeim tíma lögðu
hundmð gesta leið sína á
stöðvamar til að skoða það sem
fyrir augu bar.
Lögreglubílamir og bifhjólin
vöktu mesta athygli ungu kyn-
slóðarinnar og ekki spillti það
fyrir að hafa blá blikkandi ljós og
sírenuvæl.
Gestum fannst einnig for-
vitnilegt að skoða fangageymslur
og tæki og tól sem rannsóknar-
lögreglan býr yfir eða hafa verið
gerð upptæk. Þá fengu allir end-
urskinsmerki sem vildu og blöð
og bæklinga með ýmsum upp-
lýsingum.
Meðfylgjandi mynd tók
Hilmar Bragi á lögregludeginum
í Keflavík.
Sjómenn-
Utgerðarmenn
Til leigu fiskverkunarhús með frystiklefa
og aðstöðu fyrir 6 beitingamenn. Laust til
afnota strax. Upplýsingar f síma 11303.
Ræstingar
Oskum eftir starfsmanni til ræstingastarfa. Um
er að ræða hálft starf sem unnið er á venju-
legum vinnutíma. Uppl. í síma 14088.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Föstudagskynningin í Samkaup sl. föstudag var ekki af verri
endanum. Þá var viðskiptavinum boðið að kynna sér ítalskan
bómullarundirfatnað og fjölmennti fólk á tvær sýningar í fata-
deildinni til að berja fatnaðinn augum. Stúlkurnar sem komu
fram heita Lovísa Guðmundsdóttir, Bryndís Jónsdóttir, Þórdís
Sigurjónsdóttir og Oddný Stefánsdóttir. Tókst sýningin vel og
var þeim vel fagnað. Ljósm.: hbb.
Kynningarfundur
fyrir verktaka og ráðgjafarfyrirtæki
vegna byggingar álvers á Keilisnesi
verður haldinn á Glóðinni í kvöld kl.20.30.
Frummælendur verða:
Ámi Ragnar Ámason
Oddur Einarsson
Andrés Svanbjömsson
Sigurður St. Amalds
Agnar Olsen
Ingólfur Sverrisson
Friðfinnur Skaftason
frá Atvinnumálanefnd Keflavíkur
frá Starfshópi um stóriðjumál á Suðumesjum
frá Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins
og Landsvirkjunar
frá verkfræðistofunni Hönnun hf.
frá Landsvirkjun
frá Félagi máímiðnaðarfyrirtækja
vélaverkfræðingur
Starfshópur um stóriðjumál á Suðurnesjum
Atvinnumálanefnd Keflavíkur
Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja