Víkurfréttir - 18.10.1990, Blaðsíða 18
18
Víkurfréttir
18. okt. 1990
■ÞROTTii
Billiardstofa opnar í Grindavík:
Allsherjar félagsmiðstöð
Billjard-stofa og sölutum
voru um helgina opnuð í
fyrrum verslunarhúsnæði
Staðarkjörs við Víkurbraut í
Grindavík. Eigandi er Pétur
Gíslason og tók blaðamaður
hann tali um helgina.
Húseignin er 380 fer-
metrar að grunnlleti og er
henni skipt í þrjá hluta,
sjoppu, aðstöðu fyrir ungl-
inga þar sem staðsett eru tvö
„poolborð", og síðan billj-
ardstofu sem í eru ljögur 12
feta borð og miðast aðgangur
að henni við ákveðið ald-
urstakmark. „Ástæðan fyrir
því að ég fór út í þetta cr að stað
sem þennan vantaði til-
ftnnanlega í Grindavík. Hér
getur fólk komið saman og
spilað billjard og unglingamir
rætt rnálin", sagði Pétur og
bætti við að í luisinu væri
aðstaða lil að horfa á beinar
sjónvaipssendingar um gervi-
hnött og sé þá stílað inn á
sendingar af ýmsum íþrótta-
viðburðum víða um heim.
Pétur sagði jafnframt að
pílukastarar gætu koniið þama
saman. „Þetta er reyndar alls-
herjar félagsmiðstöð', sagði
hann.
í samtali við blaðið kom frant
að Pétur kveðst hafa áhuga á að
fara út í samstarf við bæ-
jaryfirvöld og halda ntót. en það
á eftir að koma í ljós síðar.
Við uppsetningu á billj-
ardborðunum naut Pétur að-
stoðar Barkar Birgissonar á
Knattborðsstofu Suðumesja og
vildi Pétur færa Berki bestu
þakkir fyrir veitta aðstoð. Þess
má að lokum geta, að lögð er
sérstök áhersla á það að ekki sé
áfengi haft unt hönd á hinum
nýja samkomustað Grind-
víkinga.
gev.
BRIDS
Mánudaginn 15. okt. hófst
minningarmót um Skúla Thor-
arensen hjá Bridsfélagi Suð-
umesja, með þátttöku 16 para.
Spilaður er tvímenningur með
Butler fyrirkomlagi og verður
hann þriggja kvölda. Að loknu
fyrsta kvöldi voru það Sand-
gerðingar er höfðu stolið sen-
unni og raðað sér f efstu sætin.
Þó nutu þeir hjálpar nokkurra
valinkunnra Keflvíkinga.
Röð efstu para er þessi:
1. Gísli I. - Vignir.....95
2. Sigurður D. - Ingimar.87
3. Karl - Karl............82
4. Reynir - Eyþór.........80
5. Gísli T. - Logi........79
Meðalskor er 75.
Næsta mánudag verður síðan
haldið áfram með Butler tví-
menninginn og em spilarar
áminntir um að mæta tímanlega
svo að spilamennskan geti haf-
ist á réttum tíma, stundvíslega
kl. 20.
Eins og fyrr hefur verið getið
spilar félagið í félagsheimili
Framsóknarmanna við Hafn-
argötuna hér í bæ og em áhorf-
endur velkomnir.
Stjórnin
Keila
Úrslit tvíkeilu KFS
1. Þórir Eiríksson . 480
Ingiber Óskarss. 502 982
2. Stefán Bjarkason 403
Brynjar Sigm. ... 541 944
3. Jón Öl. Árnason 419
Sigurvin Hreinss. 516 935
Hæsti leikur:
196
Brynjar Sigmundsson.
Úrslit Helgarmóts KFS
„Keilu Tedda“ burstaði
B-flokkinn
B-flokkur:
1. Theódóra S. Pétursd. 586
2. Elmar Ingibergss... 517
3. Danelíus Á. Hanss. . 490
Hæsti leikur:
221
Theódóra S. Pétursdóttir.
C-flokkur:
1. Unnur Lúðvíksd..... 477
2. Úlfar Sigurðsson ... 459
3. Halldóra Jónsdóttir . 445
Hæsti leikur:
180
Úlfar Sigurðsson.
D-flokkur:
1. Sigurður Skjaldar .... 365
2. Ólafur „Hafnam." Sól. 362
3. Stefán Jóhannss.... 354
Hæsti leikur:
160
Ólafur „Hafnamaður“
Sólmundarson.
- SP0RTM0LAR -
Keflvíkingar bestir
Keflvískir knattspymu-
menn með öðrum liðum
stóðu sig vel í sumar. Ragnar
Margeirsson vann silfur-
skóinn frá Adidas fyrir að
vera næst markahæsti leik-
maður 1 .deildar. Sigurður
Björgvinsson var kjörinn
besti leikmaður KR og Bjami
Sigurðsson var einnig kjör-
inn besti leikmaður síns liðs.
Hræringar hjá ÍBK
Miklar vangaveltur og
hræringar em þessa dagana
hjá forystumönnum knatt-
spymuhreyfingarinnar í
Keflavík. Stóll Rúnars Lúð-
víkssonar, formanns Knatt-
spymuráðs hefur verið „heit-
ur“ að undanfömu og eftir-
manns hans verið leitað.
Nýjustu fréttir segja hins
vegar að Rúnar verði áfram
formaður en með nýja áhöfn
með sér. í nýju áhöfninni
verða m.a. Karl Hermanns-
son, Brynjar Steinarsson og
þá hefur verið leitað til Loga
Þormóðssonar, og hann verið
nefndur sem oddamaður sér-
staks fjáröflunarráðs, ásamt
fleirum.
Handbolti:
Fyrsti sigur ÍBK
Keflvíkingar unnu sinn
fyrsta sigur í 2.deild hand-
boltans er þeir lögðu ÍH í
Keflavík sl. sunnudag með 21
marki gegn 18. I leikhlé var
jafnt 9-9.
Gestimir vom yfirleitt einu
marki yfir í fyrri hálfleik en í
þeim síðari snerist dæmið við
og heimamenn leiddu. I lokin
bættu þeir um betur og náðu
þriggja marka forskoti og
þannig urðu lokatölumar 21-18.
Markahæstur Keflavíkinga var
Einvarður Jóhannsson með 9
mörk, Hermann Hermannsson
6 og Gísli Jóhannsson 5 mörk.
Það var stórleikur í Keflavík
í gærkvöld. ÍBK tók þá á móti
FH í Bikarkeppni HSÍ en þar
sem blaðið var farið í prentun
var ekki hægt að greina frá úr-
slitum í þessu blaði.
IBK vann í
Hafnarfirði
ÍBK vann Hauka í viðureign
liðanna í 2.deild kvenna í
handbolta sl. laugardag. Kefla-
víkurstúlkumar skoruðu 20
mörk gegn aðeins 12 hjá Hauk-
um. Staðan í hálfleik var 13-5
fyrir ÍBK. Sigur ÍBK var
ömggur allan tímann. Mark-
verðir liðsins þær Sunneva
Sigurðardóttir og Kristjana
Gunnarsdóttir voru bestar í
jöfnu liði. Mörk liðsins skoruðu
Eva 4, Brynja, Lóa og Ingibjörg
3 hver, þurý og Ásta 2 hvor,
Iris, Ásdís og Gulla sitt markið
hver.
10. flokkur IBK
Reykjanesmeistari
Kcykjanesmótið í 10. flokki
var haldið um síðustu helgi og
tóku Jaátt í mótinu lið frá Hauk-
um, IBK a- og b-lið, UMFN og
KR (gestir).
Úrslit leikja urðu eftirfar-
andi:
ÍBK-b Haukar.......16:44
UMFN Haukar........32:63
ÍBK-a UMFN... ...129:17
ÍBK-a KR 83:50
ÍBK-b KR 56:63
ÍBK-a ÍBK-b.... 96:34
Haukar KR 74:59
UMFN KR 44:63
ÍBK-b UMFN... 65:62
ÍBK-a Haukar... 60:38
Hjörtur með annan
fótinn í úrslit
Leikur Hjörtur Fjeldsteð
sama leik og Gunnar Vil-
bergs í fyrra? Hann er búinn
að tippa í fimrn skipti. sigraði
í síðustu viðureign við Frið-
rik Bergmannsson með 5
leikjum gegn 3 leikjum rétt-
um. Næsti tippari sein reynir
sig gegn Hirti er Sigurbjöm
Gústafsson, fomiaður KFK.
„Ég hélt með Man. Utd. í
gamla daga og geri víst enn.
Maður reynir að tippa í hverri
viku þó það sé ekki f stómm
mæli" sagði Sigurbjöm.
Eins og við greindum frá í
síðustu viku þá fær Get-
raunaspekingur Víkurfrétta
glæsileg verðlaun, helgarferð
með Samvinnuferðum-Land-
sýn til London og miða á
bikarúrslitaleik ensku knatt-
spyrnunnar. Lúðvík Gunn-
arsson sigraði í getrauna-
leiknum sl. vor og fór á
Wembley.
H S
Chetsea - Nott. Forest...I x
Coventry - Southampton...I I
Ðerby - Man. City............2 2
Everton - Crystal Palace.....I x
Leeds - Q. P. R..........1 1
Man. United - Arsenal....x I
Norwich City - Liverpool ....2 2
Sunderland - Luton...........1 x
Tottenam - Sheff. United.I I
Wimbledon - Aston Villa......2 I
Bristol City - Oldham........2 2
Ipswich - Newcastle......1 2