Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 18.10.1990, Blaðsíða 19
Anna Marla til írlands Anna María Sveinsdóttir, einn af burðarásum IBK liðsins í körfuknattleik lék sinni síð- asta leik með Keflavíkurliðinu sl. laugardag, í bili að minnsta kosti. Hún er á leiðinni til Ir- lands til að leika körfuknattleik með l.deildarliðinu Brunell frá Cork. „Þetta kom óvænt. Eg hafði lýst yfir áhuga mínum að leika erlendis við Lazlo Nemetz, fyrrum landsliðsþjálfara. Svo kom allt í einu telefax frá liðinu og spurt hvort ég gæti komið. Nú er það frágengið. Forráða- menn liðsins munu útvega mér einhverja vinnu eða þjálfun" sagði Anna María Sveinsdóttir. Irska kvennadeildin í körfu- knattleik er mun sterkari en sú íslenska. „Það er alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt. Ef mér líkar ekki dvölin kem ég bara heim aftur. Það verður bara að koma í Ijós“. Anna María Sveinsdóttir Oruggur sigur Keflavíkurstúlkna Keflvíkingar unnu léttan sigur á KR í 1. deild kvenna í körfu í Keflavík sl. laugardag. Lokatölur urðu 79-56 eftir 34- 24 í leikhlé. ÍBK stúlkumar náðu strax undirtökum í leikn- um og bættu jafnt og þétt við forskotið. Björg Hafsteinsdóttir var stigahæst hjá ÍBK með 24 stig, Anna María Sveinsdóttir með 23 og Guðlaug með 14 stig. Loks sigur hjá Grindvíkingum Grindvíkingar sigruðu Vals- menn í úrvalsdeildinni í körfu í Grindavík í fyrrakvöld. Loka- tölur urðu 91-81 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 47-47. Stigahæstir UMFG: Anthony King 24, Steinþór 22, Guð- mundur B. 20. Stigahæstur Vals: Matthías 31, Svali Björgvins 17. Grindvíkingar hafa rekið Anthony King, bandaríska leikmann sinn og er það annar leikmaðurinn sem þeir láta fjúka á þessu hausti. Púttmót I Leiru á föstudagskvöld Púttmót verða í Leiru í allan vetur, það fyrsta á morgun, föstudag. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir sigurvegara vetrarins. Mótin verða átta tals- ins, fjögur fyrir áramót og fjög- ur eftir áramót. Sex bestu mótin telja og hlýtur stigahæsti pútt- arinn golfferð að launum frá umboðsskrifstofu Helga Hólm. Fyrsta mótið verður eins og áður segir kl.20 annað kvöld í Golfskálanum. UMFN - KR annað kvöld Njarðvíkingar fá KR-inga í heimsókn í úrvalsdeildinni annað kvöld og hefst leikurinn kl.20. UMFN tapaði á mánu- dagskvöldið fyrir Haukum í Hafnarfirði 76-74 í jöfnum og spennandi leik. Stórleikur í Keflavík í körfunni: Pétur Guðmundsson í leik með ÍR í Keflavík íyrir nokkrum árum síðan. t.v. er Björn V. Skúlason, þáverandi leikmaður ÍBK. Pétur verður í sviðs- Ijósinu i fþróttahúsi Keflavíkur f kvöld þegar ÍBK og Tindastóll eigast við. Pétur og ..Stólarnir gegn ÍBK í kvöld - „Verðum með eitthvað í pokahorninu", segir Jón Kr. „Þetta verður erfiður leikur, það er engin spuming. Bæði liðin eru taplaus og hafa fullan hug á því að halda því áfram" sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður úr- valsdeildarliðs ÍBK í körfuknattleik í samtali við blaðið en í kvöld mæta Tindastólsmenn með stórjaxla í farteskinu. Þetta eru þeir Pétur Guðmundsson, stærsti körfuknatt- leiksmaður íslands, litlir 2.18 m á hæð, Valur Ingimundarson, fyrrum fyrirliði og þjálfari UMFN og Tékkinn Ivan Jonas ásamt Einari Einarssyni, bakverði úr Kefiavík. „Tindastóll er með fjóra góða lcikmenn, tveir þeirra vel yfir 2 metra hvor en liðið er ekki ósigrandi. Við ætlum að sanna það í kvöld og munum luma á einhverju óvæntu í pokahominu. Þetta hefur gengið vonum framar hjá okkur og eftir þcssa góðu byrjun getur maður ekki verið annað en nokkuð bjartsýnn á veturinn. Úrslit leiksins í kvöld spái ég 93-88 fyrir okkur“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.