Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.10.1990, Side 20

Víkurfréttir - 18.10.1990, Side 20
Fimmtudagur 18. október 1990 Stækkun - fylgir hverrl tramköllun. Sigurjón R. Vikarsson átti fertugsafmæli í síðustu viku. Starfsmenn Víkurfrétta sendu honum „kaldar“ kveðjur í morgunsárið, en þeim fylgdi auðvitað hlýhugur með, eins og ofangreindar myndir Hilmars Braga bera með sér. TRE-X ísókn: Fyrirtækið gert að almenningshlutafélagi Síðari hluta nóvember verður stofnað almenningshlutafélag um starfsemi Trésmiðju Þorvaldar Olafssonar h.f., eða Tré-X eins og flestir kannast við fyrirtækið. Tekur al- menningshlutafélagið síðan við rekstrinum 1. janúar 1991. Hefur starfsmönnum fyrir- tækisins, Keflavíkurbæ og öðrum áhugaaðilum verið gefin kostur á að kaupa hlutafé. Hafa bæjaryfirvöld í Keflavík þegar samþykkt að kaupa 5 milljóna króna hlut í fyrirtækinu. Að sögn Þorvaldar Ólafs- sonar framkvæmdarstjóra fyrir- tækisins var hafinn undir- búningur að þessari breytingu á fyrirtækinu fyrir um ári síðan, og hafa verið gerðar áætlanir um rekstur fyrirtækisins til næstu fjögra ára. Er gert ráð fyrir að umsvif fyrirtækisins tvöfaldist á þeim tíma. Það er álit þeirra sem til þekkja að nú sé rétti tíminn til breytinga. Stendur til að auka hlutafé fyrirtækisins um 50 milljónir og sagðist Þorvaldur vera bjartsýnn á að það tækist og yrðu hluthafar að mestu héðan af Suðumesjum. „þetta er nýtt þrep í sögu fyrirtækisins, fyrirtækið hefur starfað í 18 ár og vaxið í ákveðnum þrepum úr bílskúrsfyrirtæki í öflugasta fyrirtæki landsins í trésmíði, bæði markaðslega og tæknilega og nú fjárhagslega. Það er ekki síst að þakka starfsfólki fyrir- tækisins, sem hefur tekið þátt í vexti fyrirtækisins að fullum áhuga", sagi Þorvaldur. Framundan eru mörg stór- verkefni bæði innanlands sem utanlands. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, hér í blaðinu hefur fyrirtækið gert stóran sölu- samning við Frakkland og fer fyrsti gámurinn frá Tré-x nú um mánaðarmótin. Að auki er fyrirtækið að taka að sér fram- leiðslu fyrir MAT milliveggi. en Mát var einn af aðalkeppinautum fyrirtækisins í framleiðslu á milliveggjum. Eftir það verður Tré-x nánast einir um framleiðslu á vegg- plötum hérlendis. 12 milljónir til atvinnumála Keflavíkurbær hefur selt hlutabréf sín í Olíufélaginu hf. og fengust fyrir bréfin I2.5 milljónir króna. Að sögn Ellerts Eiríkssonar bæjarstjóra í Keflavík hefur verið ákveðið að nota þá upphæð alla til atvinnumála. Verður 5 mill- jónum varið til hlutabréfakaupa í Eldey hf., 5 milljónum til kaupa á hlutabréfum í Tré-X og 2 ntilljónir fær atvinnumálanefnd Kefla- víkur til ráðstöfunar. Húsnæðisnefnd Keflavíkur: Sigurbjörg Gísla- dóttir ráðin Bæjarstjóm Keflavíkur hefur samþykkt að ráða Sigurbjörgu Gísladóttur, Lyngholti 19, Keflavík í stöðu starfsmanns Húsnæðis- nefndar. Auk hennar sóttu átta aðilar um stöðuna. Óskuðu þrír nafnleyndar og einn hefurdregið umsókn sína til baka. Hinir eru Indriði Jóhannsson, Jóhannes Erlendsson, Jóhanna Eyfjörð og Elías Guðmundsson. Óvissa um sameiginlegt safnahús: Ætla Keflvíkingar að rifta samkomulagi við Njarðvíkinga? „Stjóm Bæjar- og héraðs- bókasafns Keflavíkur harmar að bæjarstjóm Keflavíkur hefur ekki enn tekið ákvörðun vegna húsnæðismála safnsins og að enginn fundur hafi verið haldinn með bæjarstjóm Njarðvíkur vegna sameigin- legrar byggingar". Tilefni þessarar samþykktar sem gerð var í stjóminni 10. október s.l. er að Keflvíkingar hafa ekki tekið sig til eins og bæjar- stjóm Njarðvíkur og sýnt fram á vilja til byggingar sameigin- legs safnahúss Keflavíkinga og Njarðvíkinga á Samkaups- svæðinu. Bæjarstjóm Njarðvíkur hefur sýnt fullan vilja til samstarfs um málið og bent á að á næsta ári gæti legið fyrir fjárveiting til verkefnisins. En húsnæði það sem bókasafnið hefur nú til húsa er svo þröngt að þegar höfunda- og bókakynning fer fram þurfa viðstaddir að sitja á gólfinu. Telur stjómin því ógjömingur að sinna þeim verkefnum sem vera ber. Forsaga samþykktar þessarar er að síðasta bæjarstjóm skipaði þriggja manna nefnd til að skoða húsnæðismál safnsins. Síðan tók til starfa sameiginleg nefnd Keflavíkinga og Njarðvíkinga um byggingu safnahúss. Sú nefnd skilaði áliti í október s.l. þar sem lagt var til að byggt yrði og rekið sam- eiginlegt safnahúss á Sam- kaupssvæðinu sem yrði tæpir 3000 fermetrar að stærð og yrði byggt í áföngum. Lagði nefndin til að I. áfangi yrði tilbúinn 1992 og að nú þegar yrði skipuð bygginganefnd. Sem fyrr segir hefur ekki staðið á Njarðvíkingunt í málinu, en það hefur gert hvað varðar bæjarstjóm Keflavíkur. Á síðu 12 í blaðinu í dag gemm við nán- ari grein fyrir málinu í viðtali við Hilmar Jónsson bóka- vörð. fircstonc Vetrarhjólbarðar NÝIR OG SÓLAÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Hjólbarðaverkstæðið Grófin 8 - 230 Keflavík - Simi 14650 BILAKRINGLAN CRÓFIH 7og8 --- KEFIAVÍK -- MUNDII Sigurjón hefur alltaf viljaö mikinn ís meö romminu.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.