Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Jólaskreytingar Fólk sér rautt LIFANDI BLÓM, KERTASKREYTINGAR OG KRANSAR TILHEYRA AÐVENTUNNI. BLÓM OG ILMANDI JÓLASKREYTINGAR LÍFGA UPP Á SKAMMDEGIÐ OG SETJA HÁTÍÐLEGAN BLÆ Á HEIMILIÐ. NÁTTÚRULEG EFNI OG KOPAR EIGA UPP Á PALLBORÐIÐ FYRIR ÞESSI JÓL EN RAUÐI LITURINN TEKUR SÍÐAN ALLTAF YFIR ÞEGAR LÍÐUR AÐ JÓLUM. SUNNUDAGS- BLAÐIÐ HEIMSÓTTI TVÆR BLÓMABÚÐIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU TIL AÐ ANDA AÐ SÉR JÓLAILMINUM OG FRÆÐAST UM STRAUMA OG STEFNUR Í SKREYTINGUM. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Helga Marta Helgadóttir er eigandi og blóma-skreytir í Árbæjarblómum við Hraunbæ. „Éger búin að vera hérna í níu ár. Blómabúðin varð 25 ára í nóvember og er með eldri fyrirtækjum hérna í Árbænum,“ segir hún en blómabúðin setur svip sinn á hverfið í þjónustukjarna með Skalla, Þorsteini Berg- mann og fleiri verslunum og þjónustu. Hún segir góða stemningu í hverfinu og fólk versli í heimabyggð. „Aðventan byrjar með aðventukrönsunum, kertum og öllu sem þarf í þá. Jólastjarnan og Amaryllis-laukarnir eru mjög að sækja í sig veðrið. Fólk er að kaupa þetta í byrjun aðventunnar,“ segir hún en hýasinturnar koma síðar. „Annasamasti tíminn í þeim er 10-14 dögum fyrir jól svo þær verði fínar um jólin.“ Jólablómvöndum fjölgar Helga segir mikið um að fólk kaupi jólablómvendi, ekki síst til að gefa eldra fólki. „Blómasalan eykst eftir því sem líður að jólum.“ Fólk er líka mikið að kaupa handa sjálfu sér en fal- legir hurðakransar taka vel á móti gestum. „Það er orðið töluvert stór kúnnahópur hjá okkur sem kemur með úti- kransana ár eftir ár og lætur laga þá, skipta um greni og setja aftur á þá. Það nýtir sama dótið, það sem það á og bætir kannski við. Það er miklu meiri nýtni núorðið. Fólk hendir ekki heldur lætur laga. Hugarfarið er breytt,“ segir hún en þessara áhrifa gætir ekki síst eftir hrun. Það eru mörg fyrirtæki í Árbænum sem versla við Ár- bæjarblóm en þau koma snemma á aðventunni til að punta hjá sér. Fólk byrjar aðeins seinna að setja heim- ilið í jólabúning og skreytingum til gjafa fjölgar eftir því sem líður á, útskýrir Helga. Hvernig er tískan í aðventukrönsunum í ár? „Það er ákveðinn hópur sem vill alltaf hafa krans, sama hvernig hann lítur út, hvort sem hann er greni eða könglar. Það var mikið um kertabakka síðustu þrjú árin en mér finnst það aðeins hafa minnkað. Við höfum farið til baka í þessu.“ En hvernig eru straumarnir í jólaskreytingunum al- mennt? „Allt þetta náttúrulega, rómantíska og hlýja finnst mér vera mikið núna. Hvítt og stílhreint líka og kop- arinn er að koma sterkur inn. En því nær sem dregur jólum því meira fer af rauðu hjá okkur. Við erum alltaf dálítið rauð um jólin.“ Hún segir að koparinn hafi verið vinsæll í byrjun að- ventunnar og fólki finnist hann fallegur en það segi að hann passi ekki með því sem það eigi. „Fólk er ekkert að svissa. Þú setur ekkert svo auð- veldlega koparinn með öllu silfurdótinu þínu. Ég veit ekki hvort hann nær einhverjum hæðum hérna en hann er rosalega fallegur eins og með könglum og þessum brúnu tónum. Þegar nær dregur jólum kemur alltaf jóla- barnið upp í okkur og við förum aftur í þetta gamla. Jólahefðirnar eru fastar í okkur. Jólin eru sá tími sem við erum hvað föstust fyrir í einhverju og barnið kemur upp í okkur.“ Gefandi tími Jólin byrja snemma hjá Helgu og starfsfólki hennar. „Við erum byrjaðar í ágúst, september að hugsa jólin. Við skoðum blöðin og tökum stefnuna og pöntum inn. Þetta er langt ferli.“ Helga segir þetta annasaman en skemmtilegan tíma í blómabúðum. „Það gefur manni mikið að fá að skapa,“ segir Helga. „Það er starfsfólk sem er hætt hérna en hringir til að koma aðeins inn á þessum tíma. Þetta er svo stór partur af undirbúningi jólanna hjá okkur sem erum í þessu. Það verður viss söknuður og tómleiki þegar þessu er lokið.“ Náttúrulegt og rómantískt Helga Marta Helgadóttir er eigandi og blómaskreytir í Árbæjarblómum við Hraunbæ. Koparinn fer vel með könglum og brúnum tónum en rauði liturinn tekur yfir þegar nær dregur jólum.ÁRBÆJARBLÓM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.