Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Heilsa og hreyfing Það er engin lognmolla í boxfit-tímum enda reynir mikið á þrek og þol. Ég er eins og svo margir aðrir sífellt að prófa mig áfram í líkamsræktinni því satt að segja finnst mér fátt af því mjög skemmtilegt. En hreyfing- arleysið gengur ekki og eitthvað verður maður að gera. Ég skellti mér því á enn eitt námskeiðið nýlega hjá Hress, í þetta sinn í boxfit. Eins og nafnið gefur til kynna er box- að og eru æfingar unnar í pörum. (Þú þarft ekki að koma með æfingafélaga þó það sé vissulega skemmtilegra og ýtir á mann að skrópa ekki!) Boxfit virkar þannig að annar er með boxhanska en hinn með platta og skipst er á reglulega. Í tímunum er blandað saman boxi, magaæfingum, styrktaræfingum og hreyfingu eins og stuttu skokki í sal eða hinum illræmdu „burpees“ en í þeim hend- irðu þér á gólfið til þess eins að spretta upp jafnharðan. Þetta er svo endurtekið eins oft og kennaranum þykir henta. Sem er ansi oft! Í tímunum er mikil keyrsla, hávær tónlist og í mínu tilfelli brjálaður kennari sem öskrar stanslaust nafnið manns í tíma og ótíma. „Taka betur á því, Ásdís!“ „Engan aum- ingjaskap, Ásdís!“ Ég reyni að ímynda mér andlitið á kennaranum þegar ég lem af öllu afli í plattann hjá félaganum. Að öllu gríni slepptu og þótt undarlegt megi virðast eru þetta með skemmtilegri tímum sem ég hef farið í og klukkutíminn líð- ur hratt. Svitinn lekur úr boxhönskunum og það er mikið stuð. Eftir að sitja við tölvu all- an daginn er frábært að fá líkamlega útrás með því að berja eitthvað. Formið batnar með hverjum tíma og líkaminn styrkist. Ég stefni ekkert á frama í boxi en sé alveg fyrir mér að skella mér strax á annað námskeið. Og það er bara fínt að láta öskra svolítið á sig! asdis@mbl.is BOXFIT SAMEINAR ÞOLÆFINGAR OG BOX Að finna boxarann í sér Boxfit kemur fólki í gott form um leið og það fær útrás og hreyfingu eftir kyrrsetu dagsins. Getty Images Þ órunn veit sínu viti þegar kemur að glúteni og óþoli fyrir hveiti en hún greindist með hveitiofnæmi árið 2009. Hún heldur úti síðunni gluten.is og fésbókarsíðunni Glútenfrítt líf en í bókinni útskýrir hún á einfaldan máta hvað það þýðir að vera með sjúk- dóminn glútenóþol og hveitiofnæmi og hvernig á að bregðast við því. Glútenóþol er krónískur sjúkdómur Glútenóþol, öðru nafni seliak, er krónískur þarmasjúkdómur. Slímhúð þarma þolir ekki glútenið og þeir skaðast og bólgna ef þeir komast í snertingu við glúten. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur en þegar glútens er neytt ræðst ónæmiskerfið á slímhúð þarmaveggjanna. Við þetta koma fram ýmis einkenni, einkum frá melting- arvegi. Einkennin geta verið mismunandi milli einstaklinga en eru til dæmis nær- ingarskortur, þyngdartap, kviðverkir, nið- urgangur, uppþemba, þreyta, þunglyndi, höfuðverkur, sár í munni, exem og hár- missir. Einnig getur fólk verið með sjúk- dóminn án mikilla einkenna. Ef þig grun- ar að þú sért haldin glútenóþoli er fyrsta skrefið að fara í blóðprufu og ef sýnið bendir til glútenóþols er framkvæmd magaspeglun þar sem sýni er tekið úr smáþörmum til að staðfesta greiningu. Að forðast glúten ævilangt Þórunn bendir á í bók sinni að eitt er að hafa sjúkdóminn glútenóþol (seliak) og annað að vera viðkvæmur fyrir glúteni, en mörgu fólki líður betur af því að minnka glúten í fæðu. Hins vegar þarf fólk með sjúkdóminn alfarið að sniðganga glúten ævilangt. Þeir sem þjást af hveitiofnæmi þurfa að sniðganga hveiti. Þórunn útskýrir hvernig hún tókst á við það en í upphafi fannst henni það mjög erfitt, enda hveiti í mjög mörgum matvörum. Hún ráðleggur fólki að hugsa um það sem það má borða, frekar en það sem það má ekki borða. Sá matur sem óhætt er að neyta og er glú- tenfrír er kjöt, fiskur, ávextir, grænmeti, ber, baunir, hnetur, fræ, egg og flestar mjólkurvörur. Ýmislegt þarf að skoða vel og vandlega og lesa þarf á umbúðir en margar vörur innihalda glúten, eins og unnar kjötvörur, pakkamatur, krydd- blöndur, nammi, súpur og frystar mat- vörur svo eitthvað sé nefnt. Það er sem er á bannlista er brauð, pizzur, pasta, spelt, rúgur, morgunkorn, bjór, malt, sinn- ep og margt fleira. Bólgnar upp við hveitið Hveitiofnæmi er nokkuð sem margir þjást af og er Þórunn ein þeirra. Hún segir að hveiti sé í ótrúlega mörgu og henni fannst það erfitt í upphafi að forðast all- an mat sem innihélt hveiti. „Nú er þetta ekkert mál, það er svo auðvelt að nota eitthvað annað í staðinn fyrir hveiti í bakstri til dæmis,“ segir hún en við- urkennir að hún sakni þess að mega fá sér malt og appelsín á jólunum. Hún bendir á að ýmsar góðar kökuuppskriftir innihalda ekki hveiti, eins og sörur, til að mynda. Ef hún neytir matar sem inniheldur hveiti finnur hún vel fyrir því daginn eft- ir, því hún bólgnar upp af bjúg, fær út- brot og kláða og vanlíðan. Opnaði fyrst vefsíðuna gluten.is Fyrst þegar hún greindist með hveitiof- næmið fannst henni lítið til af upplýs- ingum um hveitiofnæmi og glútenóþol. Hún ákvað því að stofna vefsíðu og fés- bókarsíðu um þessi mál. Þegar Þórunn sá hversu margir heimsóttu vefsíðuna og fés- bókarsíðuna ákvað hún að skrifa bókina því áhuginn virtist mikill og þörf á upp- lýsingum og ráðum á einum stað. Í bók- inni er einnig talað um snyrtivörur en margar þeirra innihalda hveiti og þar af leiðandi glúten. Þórunn gefur góð ráð varðandi matargerð og birtir margar girnilegar hveiti- og glútenlausar upp- skriftir. Bókin er því góð leið til að fræð- ast um glútenóþol og hveitiofnæmi og hvernig hægt sé að lifa góðu lífi án glú- tens eða hveitis. BÓKIN GLÚTENFRÍTT LÍF KOMIN ÚT Að lifa án glútens * Þórunn ráðleggurfólki að hugsa umþað sem það má borða, frekar en það sem það má ekki borða. Sá matur sem óhætt er að neyta og er glútenfrír er kjöt, fiskur, ávextir, grænmeti, ber, baunir, hnetur, fræ, egg og flestar mjólkurvörur. ÞÓRUNN EVA GUÐBJARGAR THAPA VEIT ALLT UM GLÚTENÓÞOL SEM ER KRÓNÍSKUR ÞARMASJÚKDÓMUR. ENGINN LÆKNING ER TIL EN HÆGT ER AÐ LIFA GÓÐU LÍFI MEÐ ÞVÍ AÐ FORÐAST GLÚTEN ALLA ÆVI. HÚN ER SJÁLF HALDIN HVEITIOFNÆMI OG HEFUR ÞURFT AÐ BREYTA UM MATARÆÐI. NÝ BÓK EFTIR ÞÓRUNNI, GLÚTENFRÍTT LÍF, LEIÐIR ÞIG Í ALLAN SANNLEIKANN UM HVERNIG Á AÐ LIFA MEÐ GLÚTENÓÞOLI OG HVEITIOFNÆMI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Getty Images/iStockphoto Þórunn Eva skrifar um glúten- og hveitilaust líf í nýrri bók þar sem einnig má finna girni- legar uppskriftir. Morgunblaðið/Ásdís Vinsælt er að dýfa nachos í salsasósu eða ostasósu eða jarðarberjum í súkkulaðisósu svo ein- hver dæmi séu nefnd. Fólk á það til að dýfa, bíta og dýfa aftur. Þetta ætti að forðast því að rannsóknir sýna að með því að dýfa tvisvar skilur þú eftir hundruð baktería í skálinni í seinni dýfunni. Vertu tillitssamur vinur. Dýfðu bara einu sinni hverjum bita. Ekki dýfa tvisvar í salsasósu eða ídýfu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.