Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 23
AFP Mikill viðbúnaður er við alla helstu ferðamannastaði, eins og Louvre-safnið. Hermenn með al- væpni við Notre Dame-dómkirkj- una. Nærvera þeirra vandist furðufljótt. AFP 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Hann veltur inn í neðanjarðarlestina á síðkvöldi. Kominn að niðurlotum vegna neyslu áfengis eða fíkniefna, blessaður. Nema hvort tveggja sé. Vagninn er yfirfullur, þannig að hans hlutskipti er að standa við útganginn. Til allrar hamingju getur hann haldið sér í þar til gerða slá. Ekki svo að skilja að hann færi sér það í nyt enda með báðar hendur fullar; með bjórdós í annarri og síma í hinni. Hann reynir af veikum mætti að tala í símann en fær af einhverjum ástæðum bara samband við út- varpið. Ónafngreindir rapparar gelta á hann. En sú svívirða! Hann reynir að malda í móinn en gefst fljótt upp og kemur símanum með erf- iðismunum fyrir í rassvasanum. Þreifar á öðrum vösum, líklega eftir höfuðtólum, en þau eru horfin veg allrar veraldar. Þá er ekki annað í stöðunni en að vefja sér sígarettu. Spennandi glíma er framundan enda er hvorugt honum í hag, ástand hans sjálfs eða aðstæður í lestinni sem gengur í óvenjumiklum bylgjum á teinunum. Öllum að óvörum rúllar hann verkefninu upp; ekki svo mikið sem milligramm af tóbaki fer til spillis. Verst að enginn er eldurinn. Hann er á óræðum aldri og ónáðar ekki nokkurn mann í vagninum, er bara í sinni vídd. Laus við alla árásargirni og að því er virðist sáttur við Guð og menn. Hann er alls ekki illa til fara, nýklipptur og ekki útilokað að hann hafi komist í steypibað á síðasta sól- arhringnum. Kannski er þetta bara tilfallandi uppsláttur á miðvikudagskvöldi – sem farið hefur svona hressilega úr böndunum. Vonum það, hans vegna. Enn syrtir í álinn – bjórinn er á þrotum. Hann leggur dósina að eyranu og hristir hana dug- lega. Allur er varinn góður. Ekki er um að villast, dósin er tóm. Veðbankar eru opnaðir umsvifalaust í vagninum og allir viðstaddir setja evrur sínar á þann möguleika að okkar maður annaðhvort leggi eða fleygi dósinni frá sér. Það gerist ekki. Mönnum til mikillar undrunar byrjar hann að brjóta dósina vandlega saman. Fagmenn yrðu fullsæmdir af verk- laginu. Beint í körfuna Lestin nemur staðar á næstu stöð. Dyrnar opnast og hann veltur út á pallinn og gengur í einstaklega óbeinni línu en þó ákveðið að ruslakörfu sem er í sjónmáli. Treður samanbrotinni bjórdósinni í hana að hætti Shaquille O’Neals. Tvö stig! Vagnverjum fellur allur ketill í eld. Okkar maður er þá svona of- boðslega mikið snyrtimenni. Getur ekki hugsað sér að láta sitt eftir liggja – enda þótt hann líti út fyrir að vita hvorki í þennan heim né annan. Vel gert! Ekki aldeilis nóg með það. Hann er hreint ekki á leið út úr lestinni á téðri stöð. Snýr sér þvert á móti á punktinum og tekur strauið, í álíka skakkri línu og áður, aftur inn í lestina. Nær settu marki sek- úndubroti áður en hurðin skellist á hæla honum. Fá- ránlega vel gert! Já, þið skilduð þetta rétt, hann fór bara út úr lestinni til að henda bjórdósinni í rusla- körfuna. Og svo inn aftur. Maður er greinilega aldrei of ölvaður til að henda rusli. Munið það! Sorpa ætti að fá þennan ágæta mann í auglýsingaherferð hjá sér. Á næstu stöð yfirgef ég lestina og kveð okkar mann með virktum að skilnaði. Óska honum alls hins besta. Hann tekur nokkuð óvænt undir kveðj- una með því að lyfta þumlinum. Í sama mund brunar lestin af stað með hann. Eftir þessi stuttu kynni er ég ekki í vafa um að hann veit upp á hár hvert hann er að fara. Annað myndi ekki meika sens. Bráðskemmtilega sýningu á ljósmyndum Philippe Halsman var að finna á neðanjarðarlestarstöðvum í París á dögunum. Meðal annars þessa frægu mynd af listmálaranum Salvador Dalí. Annálað snyrtimenni www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Norræna siglir í allan vetur Bókaðu núna! Norræna siglir vikulega yfir vetrartímann frá Seyðisfirði til Færeyja og Danmerkur. Hægt er að bóka ferðir í allan vetur á frábæru verði. Þeim sem bóka sig er sérstalega bent á að kynna sér vel aukaskilmála vegna vetrarsiglinga. Færeyjar 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 34.500 Danmörk 2 fullorðnir með fólksbíl Netverð á mann frá 74.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.