Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 28
Matur og drykkir *Það er ekki bara jólaglöggið sem ber ilminn af jólummeð sér heldur líka ristaðar möndlur. Stökki syk-urhjúpurinn er ómótstæðilegur og svo eru möndl-urnar fullar af næringarefnum þannig að þetta erkannski hollara nammi en margt. Hægt er að búaþær til heima en Guðmundur Arngrímsson hefursíðustu jól farið víða um höfuðborgarsvæðið að selja þetta góðgæti. Þetta setur skemmtilegan svip á bæinn og veitir kraft í jólainnkaupunum. Ristaðar möndlur F átt er betra til að fá jólailminn í hús en að hita jólaglögg á eldavélinni og líka er þessi drykkur alveg kjörinn til að bera fram í mannmörgum aðventuboðum því glöggið stendur bara í pottinum og hægt að skenkja beint úr honum eftir þörfum. Síðan er ómissandi að fá sér piparkökur með gráðosti með en þeir sem hafa ekki smakkað þessa sam- setningu eiga gott í vændum. Dröfn Vilhjálmsdóttir matarbloggari segir fjöl- breyttar sögur úr eldhúsinu á vefnum eldhus- sogur.com og gefur hér þessar jólauppskriftir. JÓLAGLÖGG 1 flaska rauðvín 1 dl vodka 10 kardimommubelgir 1-2 kanilstangir ca. 3 cm engifer skorið í bita 8 negulnaglar 4 appelsínusneiðar 1½ dl sykur möndlur og rúsínur Öllu kryddi nema sykri blandað saman við vodka og látið standa yfir nótt við stofuhita. Þá er sykrinum blandað saman við vodkablönduna og hitað að suðu. Blandan má þó alls ekki sjóða. Því næst er kryddið sigtað frá og rauðvíni blandað saman við. Möndlur og rúsínur settar út í eftir smekk. Borið fram með gómsætum piparkökum með ostum. PIPARKÖKUR MEÐ GRÁÐOSTI OG VALHNETUM Í HUNANGI piparkökur gráðostur, t.d. blár kastali (og/eða jóla- brie eða gullostur) valhnetur gott hunang Valhnetur hakkaðar gróft og þær settar í skál. Hunangi hellt yfir þannig að það þeki valhnet- urnar vel en að það renni samt ekki út um allt þegar það er sett á ostinn. Osturinn skorinn í skífur og lagður á piparkökurnar, hunangs- valhneturnar settar yfir ostinn. Getty Images/iStockphoto JÓLALEGIR DRYKKIR Á AÐVENTUNNI Ilmurinn kemur með glögginu Ljósmynd/Dröfn Vilhjálmsdóttir JÓLAGLÖGG ER ÓMISSANDI HLUTI AF AÐVENTUNNI EN ÞAÐ ER KJÖRIÐ AÐ BJÓÐA UPP Á ÞAÐ Í MANNMÖRGUM AÐVENTUBOÐUM, ÞAÐ YLJAR Í KULDANUM OG SNJÓNUM. HÉR ER LÍKA GEFIN UPP- SKRIFT AÐ ÓÁFENGUM JÓLADRYKK SEM ER SANNARLEGA JÓL Í GLASI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Fyrir 4 Þessi drykkur frá Sigrúnu Þor- steinsdóttur sem er með hið skemmtilega matarblogg CafeSigr- un.com er bæði einstaklega jóla- legur og ákaflega vermandi, hitar manni inn að beini. Gerir rúmlega einn lítra 1 lítri eplasafi ¼ rautt eða gult epli 2 kanilstangir 4-5 negulnaglar (má sleppa) Hitið eplasafann í potti. Skrælið eplið, kjarnhreinsið og skerið í þunna og smáa bita (eins og hálft, lítið frímerki að stærð). Setjið eplabitana út í pottinn ásamt kanilstöngum og neg- ulnöglum. Látið krauma við lágt hitastig í um 20 mínútur. Berið fram heitt. Kryddaður epladrykkur Ljósmynd/Sigrún Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.