Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 35
6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 *Ég skil allt sem ég kæri mig umað skilja. Dýrin í Hálsaskógi - Mikki refur Þorsteinn Bergmann Einarsson var að senda frá sér tvær þrautabækur, á íslensku og ensku; Þrautir fyrir fólk á ferð - 72 blandaðar íslenskar orða- þrautir og Puzzles for People on the Move - 72 Assorted Word Puzzles. Þorsteinn er þrautreyndur á þessu sviði og semur lyk- ilorðagátu og fleira á krossgátuopnu Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins í hverri viku. Blaðið spurði hann nokk- urra spurninga um bækurnar. Fyrir hvern eru þrautirnar hugsaðar? „Þrautirnar eru fyrir alla. Bæk- urnar eru í vasabrotsformi og hugs- aðar fyrir fólk á ferðalögum. Í rútum og flugvélum til dæmis. Það er því miður staðreynd að þegar maður er að ferðast þá er alltaf þröngt og mað- ur er alltaf að bíða eftir einhverju. Þá er gott að hafa handhæga bók í vas- anum með skemmtilegum þrautum til að glíma við.“ Orðaþrautir njóta mikilla vinsælda núna, af hverju höfða þær svona til fólks? „Leikir og þrautir sem byggjast á bókstöfum og orðum hafa lengi verið mjög vinsælir. Það er eitthvað við það að nota rökrétta hugsun og finna lausnir á þrautum sem tengist mál- inu sem við tölum og notum. En ég held að það sé líka annað sem skiptir miklu máli. Það tengist því að það er ákveðin áskorun fólgin í því að takast á við góða orðaþraut eða krossgátu. Og það er alltaf góð tilfinning þegar maður hefur tekið áskorun og sigrast á henni.“ Er þetta góð hugarleikfimi? Og þarf ekki að þjálfa sig heilmikið í þeim til að vera góður? „Rannsóknir sýna að það hefur góð áhrif á heilann að takast á við þrautir og heilabrot. Sem dæmi þá er hæfileikinn til einbeitingar eitt af því sem tapast með aldrinum. Miklu hraðar en maður heldur. Krossgátur og orðaþrautir eru því ekki aðeins skemmtileg afþreying heldur líka góð aðferð til að þjálfa einbeitinguna. Orðaþrautir kalla líka á beitingu þol- inmæði og rökvísi þegar kemur að því að finna lausnir. Það er því æfing- in sjálf sem skiptir miklu máli. Svarið er þess vegna já. Þetta er góð hugarleikfimi.“ Af hverju að semja bók líka á ensku? „Það var mín eigin áskorun. Þegar ég bý til þrautirnar nota ég tækni sem gerir það mögulegt að búa þær til á öðru tungu- máli en íslensku. Ég var jafnvel að gæla við hug- myndina að búa til bók með þrautum sem hægt væri að nota til að gera tungumálanám minna leið- inlegt. En það varð ofaná hjá mér að búa til enska bók og nota sömu hönn- un sem ég nota á íslensku bókina og gefa þær út saman. Mér finnst gam- an að takast á við þrautir og kross- gátur á ensku og ég reikna með því að aðrir hafi það líka. Og ég hef grun um að enskan sé miklu meira notuð hér á landi en fólk gerir sér grein fyr- ir.“ BLANDAÐAR ORÐAÞRAUTIR Hugarleikfimi og heilabrot Þorsteinn Berg- mann Einarsson Gefðu þeim sem þér þykir vænt um gjöf sem veitir vellíðan, Weleda jólagjafir henta öllum í fjölskyldunni. Vörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum. NaTrue vottaðar. Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Weleda jólagjafir – gjöf náttúrunnar! Weleda gjafaaskja fyrir herra. Andlitsrakakrem og sturtusápa, notalegur ilmur. Verð frá : 4.342 kr. Weleda Hafþyrnis gjafaaskja. Handáburður og sturtusápa úr hafþyrnisberjum. Verð frá : 3.256 kr. Weleda Möndlugjafaskja. Body lotion og sturtusápa úr möndluolíu. Verð frá : 4.444 kr. Weleda Kvöldvorrósar gjafaaskja. Húðolía og sturtusápa úr kvöldvorrósarolíu. Verð frá : 5.990 kr. Þekkt er að börn fái nafn eftir per- sónum í frægum bókmenntaverkum eða bara úr fjölskyldunni en nú eru sumir farnir að leita til Instagram eft- ir innblæstri. Þetta kemur fram á lista BabyCenter.com sem hefur gef- ið sambærilegan lista síðustu 15 ár. Þróunin er sú að tækni og vísindi hafa sífellt meiri áhrif á nafngjafir, að því er fram kemur í frétt Mashable.com. Nöfn á borð við Sophia og Jackson njóta mikilla vinsælda en foreldrar virðast nú hafa fengið hugmyndir frá filterum á Instagram. Hjá strákum nýtur Lux 75% meiri vinsælda en í fyrra og Ludwig 42% meiri vinsælda hjá strákum og þessi tala er 26% hvað Valencia varðar og 30% hjá Juno. Listinn er byggður á 340.000 börn- um sem fædd eru á þessu ári en for- eldrar þeirra eru skráðir hjá Baby- Center. ÁHRIF FRÁ INSTAGRAM Heita eftir filterum Talið er niður til jóla ekki aðeins með súkkulaði- eða dótadagatölum heldur líka sjón- varpsdagatölum. Krakkar geta horft á tvo þætti á RÚV. Óhætt er að mæla með norska þættinum Jól í Snædal en efnið er talsett. Tímaflakkið er síðan spennandi dönsk þáttaröð fyrir eldri krakka, sem verður gaman að fylgjast með. Aðalsöguhetjan er 13 ára stúlka. Jóladagatal styttir stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.