Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Græjur og tækni Eftir því sem stafrænni tækni fleygirfram hafa myndavélar minnkað ogþær orðið meðfærilegri. Þetta sést einna best á vélum eins og GoPro, sem eru pínulitlar en þó geysiöflugar og hægt að skella þeim á nánast hvað sem er – skíðahjálm, brimbretti, reiðhjól, sundgler- augu, flygildi, byssuhlaup og hanska, svo fátt eitt sé talið. Afraksturinn af slíku getur og verið framúrskarandi skemmtilegur, en hann getur líka verið óþægilega skrykkjóttur. Stundum á það reyndar við að upptakan sé skrykkjótt, gefur bara meiri stemningu, en oft langar mann til að myndin verði ekki eins hreyfð, að hún verði atvinnu- mannslegri ef svo má segja, enda nota atvinnumenn í kvik- myndatöku oft milljónatól til að draga úr hristingi og hreyfingu í myndskeiðum. Eitt af þeim tólum á sér forna sögu, kallast gimbal upp á ensku, en kalla má jafnvægissnúð upp á íslensku. Snúðurinn sá sér til þess að halda jafnvægi þegar allt fer á hvolf í kringum hann, eða réttara sagt að apparat, til dæmis áttaviti, nú eða myndavél, haldi réttri stöðu þó að skip velti eða maður gangi eða hlaupi. Þannig tæki eru til og mikið notuð í kvikmyndatöku, en hafa kostað veru- legar fjárhæðir allt til þessa. Upp á síðkastið hefur þó græjum með jafnvægissnúð fjölgað og ný vél frá DJI, DJI Osmo, er gott dæmi um það. DJI er kínverskt fyrirtæki og frægt fyrir sín flygildi, eða dróna ef vill, sem búnir eru smámyndavélum frá fyr- irtækinu. Smámyndavélum segi ég en þær taka engar smámyndir – myndavélin í Osmo er til að mynda 4K vél, tekur myndir sem eru allt að 4.000 x 3.000 dílar, 12 MP. Osmo er ný græja frá DJI og hefur að vonum vakið talsverða athygli, enda er það ágætis vitnisburður um það hve langt menn eru komnir í kvikmyndatækni til al- mannabrúks. Á myndinni af tækinu sem fylgir greininni sést ekki tengi fyrir farsíma sem fylgir annars vélinni, en það er þá skrúfað ofarlega á tækið. Síðan tengir maður símann við það með þráðlausri nettengingu, ræsir smáforrit sem til er fyrir Android-síma og iOS og getur þá séð á símanum það sem mynda- vélin sér, aukinheldur sem hægt er að sýsla með vélina, breyta stillingum og þar fram eftir götunum. Það tek- ur smá tíma að setja þetta upp, setja símann í, tengjast Osmo-netinu og síðan ræsa smáfor- ritið, en svo virkar það frá- bærlega eftir það. Það er ævintýraleg upplifun að sjá hve vel tækið vinn- ur, næstum því ótrúlegt að sjá og höktandi myndataka verður eins og tökumaðurinn svífi áfram. Þetta kemur í ljós ef maður gengur af stað og enn frekar þegar maður hleypur, nú eða klofar yfir snjóskafla – það er nóg af slíku fyrir kvik- myndatilraunir sem stendur. Stýringin er einföld og ekki þarf síma til að taka mynd- skeið. Á skaftinu eru hnappar til að taka ljósmynd eða kveikja á vídeóupptöku og einnig til að snúa myndavél- inni til og frá, upp og niður á mjög þægilegan hátt. Það er einnig hnappur framan á vélinni sem maður smellir tvisvar á til að koma vélinni sjálfkrafa í lárétta stöðu og ef maður smellir þrisvar snýr hún sér að þeim sem heldur á vélinni til að taka sjálfsmynd. Hægt er að fá allskyns tengingar fyrir snúðinn og skaftið; hjólafesting er til að mynda fest þar sem símafestingin annars er – það er líka hægt að hafa símafestingu og þá símann í henni, en eðlilega þarf skaftið að vera með – rafhlaðan er í því. Það gefur augaleið að reiðhjólamyndband sem tekið er á vél með jafnvæg- issnúð er betra en án hans, þó að hristingurinn á myndskeiði með gamla laginu gefi sína stemningu. Það er erfitt að meta galla tækja sem eru í sérflokki og fátt út á Osmoinn að setja. Að því sögðu þá hefði raf- hlaðan mátt endast lengur, þó ég hefði ekki viljað hafa hana stærri um sig, og svo er vifta í myndavélinni til að tryggja að hún ofhitni ekki og suðið í henni heyrist greinilega ef innbyggði hljóðneminn er notaður. DJI Osmo fæst í Fotovali og kostar þar 124.900. KÍNVERSK JAFNVÆGISLISTAVÉL EFTIR ÞVÍ SEM MYNDAVÉLAR VERÐA MINNI OG MINNI VERÐUR UMBÚNAÐUR UM ÞÆR LÍKA FULLKOMNARI OG FULLKOMNARI. ÖRSMÁA VÉL, SEM TEKUR ÞÓ STÓRAR MYNDIR, ER HÆGT AÐ FESTA VIÐ ALLKYNS TÓL OG TÆKI, FARARTÆKI ÞAR Á MEÐAL, OG SVO ER BÚNAÐUR TIL AÐ TAKA MYNDIR AÐ HÆTTI ATVINNU- MANNA FÁANLEGUR Á SKAPLEGU VERÐI. * Málið á apparatinu er eðlilega nokkuðsnúið eins og sést á meðfylgjandi mynd, en uppgefið er handfangið 61,8 x 48,2 x 161,5 mm að stærð. Það er nokkuð þungt: skaft með rafhlöðu er 201 g og jafnvægissn- úðurinn 221 g, 422 g samanlagt. Stillingum á snúðnum má breyta í smáforritinu sem notað er til að tengja síma og myndavél. * Myndavélin er með Sony CMOS-myndflöguog skilar 12,4 MP linsan er 20 mm, f/2,8 og fók- usinn nær í hálfan fjórða metra. Ljósnæmið ISO 100-3200 í myndskeiði, 100-1600 í ljósmyndun. Hægt er að taka allt að 7 myndir í einni lotu og líka Timelapse, sjálfvirka breiðmynd og sjálfsmyndabreiðmynd. * Myndbandsupptaka er mest UHD eða 4K(4.096 x 2.160 dílar) 24/25p og svo ýmis þrep þar niðurávið í FHD og HD. Minniskortið í vélinni er Micro SD og mest hægt að nota 64 GB kort í henni. Framan á vélinni er tengi fyrir hljóðnema, en vegna viftunnar í vélinni þá er ekki hægt að nota innbyggðan hljóðnemann í henni nema þegar hljóðgæði skipta engu máli eða litlu. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Það er góð þumalputtaregla að taka sjálf stjórnina á græjum heimilisins en láta ekki tæknina stjórna. Til þess gæti þurft að tileinka sér nýja hluti og læra almennilega á græjurnar. Tæknin stjórni ekki Dean Martin er á leið upp á svið á ný, sem heilmynd. Heil- myndin af þessum svala söngvara verður frumsýnd í Las Vegas á næsta ári, að því er fram kemur í frétt Vanity Fa- ir. Heilmyndin verður í háskerpu og er höfundur hennar Hologram USA. „Ný kynslóð á eftir að verða fyrir miklum áhrifum af því hversu mikill söngvari og skemmtikraftur Dean Martin var,“ sagði framkvæmdastjóri Hologram USA, Alki David, í tilkynningu. „Hann var konungurinn í Vegas og bar höfuð og herðar yfir aðra skemmtikrafta og er ímynd glæsimennskunnar og svalleikans.“ Áhorfendur eiga eftir að fá að heyra sígild lög Martins á borð við „That’s Amore“ og „Everybody Loves Some- body“. Í Vegas-sýningunni mun grín Jerry Lewis og Dean Martin ennfremur verða endurvakið. Búast má við því að heilmyndasýningum sem þessum muni fjölga verulega. Með þessari tækni fær fólk að minnsta kosti að komast nær hetjunum sínum. Fyrr á árinu tilkynnti Hologram USA samstarf sitt við Pat Houston um gerð heilmyndar af Whitney Houston sem mun leggjast í ferðalög á næsta ári. DEAN MARTIN HEILMYND Lifnar við í Las Vegas Rosemary Clooney verður ekki með í þetta sinn en grín Dean Martin og Jerry Lewis verður rifjað upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.