Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 43
miklu vá. Væntanlega þeir sömu og eru með allt niðr- um sig í evrópskum öryggismálum núna. Annað hljóð í strokk Allt er þetta óþægilega kunnuglegt. Ennþá kunnug- legra var þó að heyra danska forsætisráðherrann á blaðamannafundi strax eftir að fyrir lá að kjósendur höfðu rassskellt hann, ekki þó með eins óþægilegum roða á réttum stað og þau Jóhanna og Steingrímur fengu að kynnast eftir Icesave-samninginn. Það voru upphafsorð forsætisráðherrans á fund- inum að hans fyrsta verk, eftir að tölur sýndu í hvað stefndi, hefði verið að eiga símtöl við Tusk og Juncker, forseta ráðherraráðs og framkvæmdastjórnar ESB, og þeir hefðu tekið vel í það að Danir fengju áfram þær upplýsingar sem þeir hafa fengið fram að þessu! En hvað var þá á bak við allt þetta brölt danskra valdamanna sem hreyfa sig ekki spönn nema innan skammtaðrar taumlengdar frá Brussel? Um það er ekki hægt að fullyrða neitt. En hitt blasir við, að ráðamenn í ESB eru í raunum sinum komnir á kunnar slóðir. Eftir að í ljós kom, það sem allir höfðu vitað, að ESB eru landamæralaust svæði, frá ytri landamærum og inn að miðju, var tekið að viðra nýjar tillögur um flutning meira valds til Brussel. Óhjákvæmilegt sé, segja hátt settir menn stórríkja ESB nú, að stofna landamæraherlögreglu ESB. Bitur reynsla sýni, að ekki sé hægt að treysta einstökum ríkjum, með þegar stórskert fullveldi, fyrir slíku stórverkefni. Þá segja sömu raddir að sennilega sé orðið óhjá- kvæmilegt að stofna alríkislögreglu ESB í anda FBI og sameiginlega leyniþjónustu á borð við CIA í Bandaríkjunum. Það gæti flækt slíkar hugmyndir að eitt ESB-landið skuli hafa undanþágur á borð við þær sem Danir nudduðu út. Eftir tapið í þjóðaratkvæðinu hélt formaður danskra jafnaðarmanna blaðamannafund og minnti landa sína á að Danmörk væri smáríki. Slík ríki yrðu að treysta á aðra um flest. Þess vegna væri vafalaust í hennar huga að þjóðin hefði tekið ranga ákvörðun, þótt hún myndi auðvitað virða hana. Meira vald fyrir hver mistök Í hvert skipti sem ESB-loforð bregðast er svar þeirra sem farið hafa með fleipur að hrakfarirnar sýni að enn verði að auka miðstýringuna, þétta valdið í Brussel og vega enn í sama knérunn. Höggva í sama opna sárið, hið laskaða fullveldi aðildarþjóðanna. Þegar keisarar evrunnar stóðu klæðlausir fyrir aug- um heimsbyggðarinnar var svarið það, að beita Seðla- banka evrunnar fyrir sig með aðgerðum sem sprengdu lagaheimildir um valdmörk hans. Því næst hófust umræður um að fella þyrfti allt bankakerfi evruríkjanna í nýtt bankakerfi ESB. Ástir samlyndra þjóða Í vikunni mættu 40 þúsund manns á fund í París. Fundarefnið var göfugt. Að bæta loftslag jarðar, draga úr mengun og minnka hlýnun. Það er eðlilegt að reynt sé að grípa inn í, því fullyrt er að nær allir vísindamenn í greininni trúi því, að í fyrsta sinn ráði athafnir mannsins mestu um það, hvort hitastig jarðar hækki eða lækki. Það er auðvitað mikið alvörumál. Fréttastofa „RÚV“ átti ágætt viðtal við fræðimann frá Háskóla Íslands sem batt vonir við að mikilvægar ákvarðanir yrðu teknar af hinum 40 þúsund fundar- mönnum eða þeim sem færu með samningsumboð ríkjanna á fundinum, fyrir lok vikunnar. Tók fræði- maðurinn fram og taldi sérstaklega ánægjulegt að engar efasemdir um viðurkenndar kenningar hefðu heyrst á ráðstefnunni, en einhverjar slíkar höfðu heyrst t.d. á misheppnaða fundinum í Kaupmanna- höfn og árangurslausa fundinum í Kyoto. Þegar þarna var komið höfðu reyndar allir leiðtogar þjóðanna kom- ið sér heim fyrir nokkru. En það skiptir ekki öllu því nægilega margir voru eftir til að taka ákvörðun, og all- ir höfðu talað einni röddu um það sem mestu skipti. Þegar undirbúningur undir ráðstefnuna í París fór fram var því haldið fram að mestu skipti að ráðstefnan yrði bindandi. Það varð ekki. En rétt eins og á fyrri ráðstefnum af sama tagi hafa sumir ríkisleiðtogar lýst því yfir að yfirlýsingar þeirra og undirskriftir séu af þeirra hálfu bindandi. En formlega er Parísarfund- urinn það ekki. Það þóttu mikil tíðindi þegar Clinton forseti Bandaríkjanna skrifaði undir Kyoto-sáttmál- ann á sínum tíma. Hann vissi þó að um þær mundir studdi ekki einn einasti öldungadeildarmaður af hundrað sáttmálann sem hann var að skrifa undir. Sömu sögu var að segja af þingmönnum fulltrúadeild- arinnar. Þessi staða hefur eitthvað breyst á þeim ára- tugum sem liðnir eru, en Obama lætur sér þó ekki til hugar koma að bera sáttmálann undir þingið til stað- festingar. Ekki er því mikilla breytinga að vænta í Bandaríkjunum. Fjölmennasta ríki heims er að fjölga orkuverum sín- um um eitt í viku, og fæst eru þau loftslagsvæn. Leið- togi Kína sagði eftir fund með Obama fyrir ári eða svo að Kína væri með áform uppi um að upp úr árinu 2030 kynni að verða einhver breyting á stefnu ríkisins í loftslagsmálum, ef tilgreindar forsendur stæðu til þess. Obama forseti sagði þessi orð mikilvægan áfanga, þótt ekkert væri þó sagt sem í gadda var sleg- ið á stuttum fundi þeirra. Það er því ekki vænlegt að horfa til Kína um lofts- lagslegar framfarir. Áþekka sögu er að segja um Ind- land. Afríka bendir gömlum nýlenduherrum sínum og meintum blóðsugum álfunnar á, að hún eigi enn mikið inni hjá þeim. Þess vegna var á einni loftslagsráðstefnunni ákveðið að stofna risavaxinn sjóð til að borga úr til Afríku til að tryggja að hún gæti tekið þátt í átakinu. Eftir öll þessi ár er hinn mikli sjóður ekkert annað en risavaxin blaðra og ekki hægt að gera sér aðrar vonir um hana en að loftið í henni sé ekki miklu verra en það sem er utan við hana. Ríki Suður-Ameríku eru að ganga í gegnum mikla efnahagserfiðleika um þessar mundir. Þaðan er engrar hlutdeildar að vænta í loftslagsátak- inu mikla frá París. Í dag býr meira en milljarður mannkyns við það að hafa ekkert rafmagn til heimabrúks. Það er ekki víst að sá hópur telji að einmitt nú sé komið að honum að leggja sitt af mörkum til að tryggja að vestræn ríki geti haldið áfram að hafa það huggulegt á kostnað annarra. En í samstöðunni eftirsóknarverðu á loftslags- ráðstefnunni hefur ekkert af þessu verið nefnt enda vísast talin veisluspjöll mikil. En gæti ekki verið enn verra að þegja um mikivæg mál en ræða þau? Og auðvitað má segja að ekkert af þessu ætti að draga neinn kjark úr 40 þúsundunum í París, sem voru þar svo algjörlega sammála um það sem meg- inmáli skipti. Varla þarf að efast um það, að Dagur B. Eggertsson hafi tekið með sér renninginn sem skrifað var upp á í Höfða um daginn. Þar var nú enginn umrenningur á ferð og tólf manna fylgdarlið borgarstjórans á fund- inum hefur örugglega fengið að halda undir eitt horn- ið á lengjunni á sigurgöngunni með hann inn salar- gólfið. Lokahnykkur viku Og það var fleira að gerast um þær mundir. Þótt það hafi ekki endilega allt bætt andrúmsloftið í heiminum bætti það sjálfsagt andrúmsloftið í breska Íhalds- flokknum að breska þingið samþykkti með yfirburð- um að hefja mætti loftárásir á Sýrland. Var byrjað að sprengja tveimur klukkutímum síðar. Rússar, Bandaríkjamenn og Frakkar hafa sjálfsagt hliðrað svolítið til svo Bretar kæmust að með sínar sprengjur. Cameron forsætisráðherra fagnaði niðurstöðu þingsins og sagði að mikið verk væri framundan og líklegt talið að sprengja þyrfti á þessum slóðum í tvö til þrjú ár. Það var einmitt meginmunurinn á Parísarfundinum og Lundúnafundinum í þinginu að sá síðarnefndi var bindandi. Þess vegna skilaði niðurstaðan sér í einum logandi hvelli, í orðsins fyllstu merkingu. Loftslagsfundirnir eru ekki bindandi, en á móti kemur að þeir eru vanabindandi og eru menn því farn- ir að hlakka mjög til þess næsta. Og hann verður ekki síður mikilvægur en sá í París, því að ekkert bendir til á þessu stigi, því miður, að menn verði lengra komnir á rétta braut í loftslags- málum þegar hann fer fram en var í Kyoto árið 1992. Er ekki rétt að setja markið hátt og ákveða að ekki færri en 100 þúsund fulltrúar sæki þann fund. Gerist það, þarf með einhverjum hætti að tryggja að þeir fari ekki allir að ræða fundarstjórn forseta, þótt slík fordæmi séu til frá elsta þingi í heimi. Morgunblaðið/Eggert 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.