Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 45
tíma hvað framboðið varðar en mér er meira í mun að landsliðið standi sig vel í Frakklandi en að ég verði forseti. Ég verð því að hafa komið öllum málefnum á fram- færi áður en við förum til Frakklands og ég lýt sömu reglum og allir í hópnum.“ Jafnframt segist Þorgrímur hvorki búast við að opna sérstaka kosningaskrifstofu né ráða kosningastjóra. „Eins og staðan er í dag hef ég ekki áhuga á því. Auðvitað veit ég að þeir sem þekkja mig og taka þátt í umræðum um embættið verða mínir bestu talsmenn og kannski breytist þetta eitthvað þegar nær dregur. En ég er í fullri vinnu, hef skuldbundið mig til að halda fyrirlestra í skólum og vera með landsliðinu. Í stað kosningaskrifstofu gæti ég frekar hugsað mér að hafa opið hús heima þannig að þeir sem vilja koma og spjalla geti heimsótt mig. Mér finnst sú til- hugsun góð.“ Þrátt fyrir að hefðbundin kosningabarátta sé ekki á teikniborðinu er eðlilegt að rifja í stuttu máli upp fyrir lesendur hvaðan Þor- grímur kemur og hvar hann hefur komið við áður en hann svarar því svo sjálfur hvað hann ætlar sér að gera í framtíðinni Þorgrímur fæddist að Tómasarhaga 39, er sonur hjónanna Þráins Þorvaldssonar múr- arameistara og Soffíu Margrétar Þorgríms- dóttur kennara. Hann bjó í Reykjavík og síðar Kópavogi til 11 ára aldurs en þá flutt- ist hann til Ólafsvíkur. Móðurforeldrar hans, séra Þorgrímur Vídalín Sigurðsson á Stað- arstað í Staðarsveit á Snæfellsnesi og Ás- laug Guðmundsdóttir, léku stórt hlutverk í uppeldi hans sem og sveitaumhverfið sem hann hefur sterkar taugar til en hjá þeim var hann öll sumur sem barn. Þegar Þor- grímur fór í Menntaskólann í Reykjavík voru móðurforeldrar hans fluttir í bæinn og snerist þá dæmið við; bjó hann hjá þeim á veturna meðan hann var í skólanum og fór til Ólafsvíkur á sumrin. Eftir menntaskóla lá leiðin meðal annars til Parísar þar sem hann lærði frönsku við Sorbonne háskólann einn vetur, og fljótlega tók blaðamennska og ritstjórn við, en hann var meðal annars ritstjóri Íþróttablaðsins í 12 ár og var samhliða blaðamaður hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða og skrifaði fyrir flestöll tímarit fyrirtækisins. Þorgrímur var landsliðsmaður í knattspyrnu, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarnarnefndar í 8 ár og hefur unnið að skýrslum fyrir ráðamenn þjóðarinnar um bætt heilbrigði. Síðustu árin hefur hann starfað sjálfstætt sem blaðamað- ur, fyrirlesari og rithöfundur. Þorgrímur hefur skrifað um 30 bækur, flest allar metsölubækur, hann hefur hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin í tvígang og fyrirlestrar hans fyrir ungmenni skipa stór- an sess í lífi hans og starfi. Á síðasta ári hélt hann hann um 180 fyrirlestra fyrir ung- menni um mikilvægi sjálfstrausts þar sem hann hvetur þau til að láta drauma sína rætast, gera góðverk og koma fallega fram við aðra. Þegar hann var valinn borgar- listamaður Reykjavíkur í hittifyrra kom fram í áliti formanns menningar- og ferða- málaráðs borgarinnar að það val snerist ekki aðeins um bókaskrif heldur það að sinna ungu fólki almennt og hvetja til aukins lest- urs. Næsta kynslóð mikilvæg „Mér hefur einhvern veginn alltaf verið kippt inn í verkefni til að bæta samfélagið. Og ég hef alltaf tekið vel í það því þannig finnst mér ég hafa einhvern tilgang. Þrennt er mér sérstaklega hugleikið; hreyfing, mat- „Þegar maður er inni í skólastofu, kannski tvisvar á dag, 80 mínútur í senn, með fyrirmyndarkrakka fyrir framan sig og talar við þau um kærleik og góðverk skynjar maður sterkt þörf- ina fyrir því að þessum gildum sé hald- ið á lofti,“ segir Þorgrímur Þráinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg * Mér er það hjartans málað við vöndum okkurmiklu betur í umönnun barna, allt frá móðurkviði upp í það þegar við teljum þau fullorðin. Ef við gerum það ekki þurfum við að horfa upp á vanlíðan þeirra, sjálfs- mynd þeirra veikist og þau finna sig síður í lífinu. Ég vil vinna að þessum málum ötullega á bak við tjöldin. Fjölskyldan á góðri stundu. Hjónin Ragnhildur og Þor- grímur með þau Kolfinnu, Þorlák Helga og Kristófer. 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.