Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 aræði og lestur. Við stöndum okkur ekki nægilega vel á þessu sviði hvað varðar unga fólkið eins og kemur reglulega fram í frétt- um. 20% grunnskólabarna þurfa aðstoð vegna tilfinningatengdra vandamála, 25% þeirra þurfa á sérkennslu að halda og svo framvegis. Hvað erum við að gera til að bæta um betur? Erum við að ræða þessa hluti í fullri alvöru? Okkur er tíðrætt um að bjarga heiminum en við þurfum að byrja á okkur sjálfum. Þótt okkur langi til að stoppa öll stríð í heiminum einmitt núna þá trúi ég því að ef við vöndum okkur í uppeldismálum þá sé það næsta kynslóð sem muni geta stuðlað að friði. Hún skilur að við svörum ekki of- beldi með ofbeldi og við bætum heiminn með því að bæta okkur sjálf. Mér er það hjartans mál að við vöndum okkur miklu betur í umönnun barna, allt frá móðurkviði upp í það þegar við teljum þau fullorðin. Ef við gerum það ekki þurfum við að horfa upp á vanlíðan þeirra, sjálfsmynd þeirra veikist og þau finna sig síður í lífinu. Ég vil vinna að þessum málum ötullega á bak við tjöldin. Fá áhrifamenn í samfélaginu með mér, leiða hópa saman og koma góðum málum í farveg án þess að nokkur hafi hugmynd um það að það komi frá Bessastöðum. Ég hef bara mikla trú á unga fólkinu í dag. Þetta er fólkið sem tekur við samfélaginu eftir örfá ár og við megum ekki vanrækja það, ekki frekar en eldra fólkið sem nýtur sjaldan sannmælis.“ Þannig að þú munt leggja þunga áherslu á málefni ungmenna? „Mér finnst ég vera á heimavelli í gras- rótarvinnu, íþróttum, heilbrigði og æskulýðs- málum, af því að ég rætt við svo marga. Ís- land hefur alla burði til að vera leiðandi í heiminum á þessu sviði og ég tel að við þurfum fyrst og fremst að einblína á mann- gæsku, hvetja alla til að líta inn á við. Þann- ig fáum við breytingar. Þær spurningar sem ég hef fengið eru margar pólitískar og mér finnst það dálítið óþægilegt. Ég velti því fyrir mér hvernig spurningar ég fengi í dag ef Vigdís væri for- seti. Ég ætla ekki að þykjast vera sérfræð- ingur í öllu og það er margt sem ég mun þurfa að leggjast yfir. Hins vegar veit ég að ég verð óhræddur við að leita lausna, kynna mér allt sem ég þarf að kynna mér og verð ófeiminn við að hlusta á sérfræðinga sem eru betur að sér en ég í ákveðnum mála- flokkum. Ég ætla ekki að þykjast vera ann- ar en ég er og þykjast hafa öll svör á hreinu.“ Hvernig kemur það til að yngstu kynslóð- irnar eru þér svo hugleiknar? „Þegar maður er inni í skólastofu, kannski tvisvar á dag, 80 mínútur í senn, með fyrir- myndarkrakka fyrir framan sig og talar við þau um kærleik og góðverk skynjar maður sterkt þörfina fyrir því að þessum gildum sé haldið á lofti. Kennarar leggja sig fram alla daga en þeir geta ekki haldið í höndina á börnum heimafyrir, ekki frekar en aðrir. Fjöldi barna á bágt; tilfinningalega, andlega og félagslega. En það skortir skilning, fjár- magn og sérfræðinga til að hlúa betur að þeim. Við vitum þetta öll en samt erum við ekki að setja nógu mikið púður í þessi mál- efni.“ Orðin óöruggur með góðverkin Eftir að framboð Þorgríms var kunngjört rúllaði svolítið skondinn bolti af stað. Á sam- félagsmiðlum og víðar fór fólk, oft alls ókunnugt Þorgrími, að rifja upp óvænt atvik þar sem Þorgrímur varð á vegi þess og rétti því hjálparhönd; aðstoðaði það við að laga sprungið dekk eða pikkaði það upp í strætó- skýlum þar sem það beið í hríðarbyl. Þor- grímur hlær og segir að nú sé hann orðinn svolítið óöruggur með sig og kominn í smá klemmu með svona hegðun. Nú muni allir halda að hann sé að reyna að ná sér í at- kvæði. „Einhver gæti líklegt sagt; Þorgrímur hóf kosningabaráttuna 15 ára! En að öllu gríni slepptu er þetta bara hluti af mér, einhverra hluta vegna hefur verið ríkt í mér að vilja hjálpa öðrum enda trúi ég því að það smiti út frá sér að láta sér annt um náungann. Starf mitt snýst auðvitað að miklu leyti, í skólum og með landsliðinu, um að hvetja fólk til dáða. Ég þarf ekki að fá neitt til baka þótt mér þyki auðvitað vænt um að heyra þegar fólk telur sig hafa notið góðs af einhverju eða að eitthvað hafi komið því vel.“ Góðverk og innri rödd skipa stóran sess í nýjustu krakkabók Þorgríms, Ég elska máva, en hann á tvær bækur í jólabókaflóð- inu í ár; Nía fýkur burt, sem er samstarfs- verkefni hans og Línu Rutar myndlistar- manns, sem hún myndskreytir og er ætlað yngstu aldurshópunum. Þegar blaðamaður hringdi í Þorgrím mælti hann með því að hann læsi Ég elska máva áður en viðtalið færi fram. Sú bók væri einfaldlega hans boðskapur í hnotskurn. Bað eiginkonunnar á kirkju- tröppum Bessastaða Þorgrímur segist ekkert vera farinn að hugsa til forsetahallarinnar sjálfrar; Bessa- staða. Þess má hins vegar geta að Bessa- staðir voru baksvið stórrar stundar í lífi hans en örlögin höguðu því þannig til að hann bað konu sinnar á kirkjutröppunum á Bessastöðum. „Og svo er eitt í viðbót sem ég þori varla að segja frá en skrifstofuhúsnæði forseta Ís- lands heitir Staðarstaður. Húsið er nefnt eftir æskuheimili mínu, Staðarstað, en afi Sveins Björnssonar forseta, Sveinn Níelsson, var prófastur að Staðarstað eins og afi minn.“ Börnum og eiginkonu Þorgríms í næstum þrjátíu ár, Ragnhildi Eiríksdóttur, hvernig líst þeim á þessar fyrirætlanir? „Eiginkona mín er eins og ég; fiðrildi sem er yfirleitt til í hvað sem er. Henni er margt til lista lagt, hlý og gefandi og ég held hún yrði frábær forsetafrú. Örugglega miklu vin- sælli en ég þannig að vilji ég auka mögu- leika mína á að verða kosinn verð ég sífellt að tefla henni fram. Þú ættir kannski frekar að tala við hana. Yngsti strákurinn minn spurði mig hreint ekki sáttur hvort við yrð- um þá að flytja. „Ég er ekki að fara að flytja á Bessastaði, það er ógeðslega langt í burtu.“ En þau eru annars með mikið jafn- aðargeð og kippa sér lítt upp við þetta,“ segir Þorgrímur en börnin hans eru 15, 19 og 23 ára gömul. Þrátt fyrir að Þorgrímur segist vita að á margan hátt sé hann að henda sér út í djúpu laugina sé forsetastarfið sjálft afar skýrt í hans huga. „Mig langar að ferðast um landið og halda mínum fyrirlestrum áfram, sem er nokkurs konar hugvekja. Nái ég að hreyfa við nokkrum í hvert skipti sem taka þá upp á því að hlusta á rödd hjartans og bera sig eftir draumum sínum, væri ég sáttur.“ Þorgrímur hefur verið fjölbreyttur bakhjarl strákanna okkar síðustu átta árin þar sem hlutverk hans er að hvetja þá til dáða og vera til staðar þegar þeir þurfa á því að halda. Eða eins og Þor- grímur segir sjálfur: „Þetta snýst um þægilega nærveru og þeir geta alltaf leitað til mín.“ Hér er Þor- grímur með Eiði Smára Guðjohnseni fyrir landsleikinn gegn Kasakstan síðastliðið vor. Þorgrímur Þráinsson fagnar bikarmeistaratitli Vals í sumar. Þorgrímur lék í áraraðir með meist- araflokki Vals í knattspyrnu og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með félaginu. Morgunblaðið/Eva Björk * Einhver gæti líklegt sagt; Þorgrímur hóf kosn-ingabaráttuna 15 ára! En að öllu gríni slepptu erþetta bara hluti af mér, einhverra hluta vegna hefur verið ríkt í mér að vilja hjálpa öðrum enda trúi ég því að það smiti út frá sér að láta sér annt um náungann. Með landsliðinu árið 1990. Aftari röð frá vinstri: Sigurður Grétarsson, Guðni Bergsson, Þorgrímur Þráinsson, Sævar Jónsson, Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson fyrirliði. Fremri röð: Þorvaldur Örlygsson, Pétur Ormslev, Ólafur Þórðarson, Bjarni Sigurðsson og Arnór Guðjohnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.