Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 48
M ér barst meira að segja krumpað bréf, með naum- indum læsilegt, frá Reggie Kray, sem þá hafði sætt ýtrustu öryggisgæslu í 23 ár í Gartree-fangelsinu í Leicester-skíri. Hann óskaði mér alls hins besta og skrifaði: „Þegar þú færð nóg, skaltu gera eitthvað já- kvætt, eins og fáeinar æfingar.“ Hann sagði mér líka frá félaga sínum sem mætti á hvern einasta heimaleik Arsenal. Þetta var dálítið ógnvekjandi en þegar það spurðist út meðal samfanga minna tryggði það mér á auga- bragði virðingu þeirra. Reggie var bersýni- lega hetja af einhverju tagi.“ Þannig kemst Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði Arsenal og enska landsliðsins í knattspyrnu, að orði í endurminningum sín- um, „Addicted“, en hann sat inni í Chelms- ford-fangelsinu í Essex veturinn 1990-91 vegna ölvunaraksturs. Hetja af einhverju tagi, já. Reggie Kray var glæpamaður sem stjórnaði undirheimum Lundúnaborgar með harðri hendi ásamt tví- burabróður sínum, Ronnie, um tíma á sjö- unda áratugi síðustu aldar. Maður sem er frægastur fyrir að hafa slátrað öðrum manni með vasahnífi í samkvæmi að viðstöddu fjöl- menni. Fórnarlambið var sjálft óvopnað. Helsta „afrek“ Ronnies var að taka mann af lífi á knæpu í Lundúnum – skaut hann varnarlausan í höfuðið af engu færi. Sá átti aldrei von. Að því vígi voru líka vitni. Ronnie gat borið við geðveiki en ekki Reggie. Leiddist ekki athyglin Á yfirborðinu voru bræðurnir klúbbeigendur á West End í Lundúnum og umgengust frægt fólk og fyrirmenni af ýmsu tagi, svo sem þingmenn, leikara, kaupahéðna og skemmtikrafta á borð við Judy Garland og Frank Sinatra. Þeir höfðu brotist upp úr sárri fátækt, voru gerðarlegir og fínir í tauinu og fóru með merkilega stórt hlutverk á miklum umbrotatímum í lífi Lund- únaborgar; þegar poppmenningin tók völdin. Bræðrunum leiddist ekki athyglin og hinn virti ljósmyndari George Bailey myndaði þá eins og hverjar aðrar kvikmyndastjörnur. Oftar en einu sinni. „Þetta voru bestu ár lífs okkar. Skeið sem kallað var „the swinging sixties“. Bítlarnir og The Rolling Stones drottnuðu yfir popp- inu, Carnaby Street réði tískunni ... og við bræðurnir stjórnuðum Lundúnum. Við vor- um fokking ósnertanlegir,“ sagði Ronnie Kray í endurminningum sínum, „My Story“. Gott og vel, flestum hefði átt að vera ljóst að Kray-bræðurnir voru glæpamenn sem fengust við fjárkúganir, íkveikjur, ofbeldi og allt sem nöfnum tjáir að nefna, en látum við- hlæjendur þeirra njóta vafans. Hitt er merkilegra, að „hetjustaða“ þeirra hafi hald- ist fram á þennan dag, dæmdra morðingja. Þegar þeir fengu leyfi til að vera við- staddir útför móður sinnar árið 1982 ætlaði allt um koll að keyra. Svo mikill var atgang- urinn að ekki kom til greina að bræðurnir brygðu sér af bæ þegar faðir þeirra sálaðist, ári síðar. Tómt ólán? Mestallan tímann sem bræðurnir sátu inni var í gangi herferð sem snerist um að fá þá lausa. Fleiri en einn innanríkisráðherra hafn- aði þeirri málaleitan á þeim forsendum að hegðun hvorugs bræðranna í svartholinu hefði verið til fyrirmyndar. Tilgreind voru ofbeldisverk gagnvart öðrum föngum og stóð Reggie bróður sínum síst að baki í þeim efn- um enda þótt hann hafi sjálfur verið þeirrar skoðunar að hann hefði hæglega getað lent réttum megin hryggjar í lífinu. Hann virtist upplifa það þannig að glæpir hans hefðu ver- ið tómt ólán. Báðir eru bræðurnir látnir. Ronnie lést af völdum hjartaáfalls á réttargeðdeild árið 1995 og Reggie var veitt lausn fáeinum vik- um fyrir andlát sitt af mannúðarástæðum fimm árum síðar, en banamein hans var krabbamein. Þúsundir fylgdu bæði Ronnie og Reggie til grafar í Austur-Lundúnum, líkt og um mikilmenni væri að ræða. „Reg var djúpþenkjandi maður sem varð mér marg- sinnis að liði,“ sagði vinur hans, dr. Ken Stallard, í eftirmælum sínum. Einnig kom fram að Reggie hefði iðrast gjörða sinna og gengið Jesú Kristi á hönd í fangelsinu. Báðir skráðu Kray-bræðurnir sögu sína, saman og hvor í sínu lagi og tvær vinsælar kvikmyndir hafa verið gerðar um þá, „The Krays“ árið 1990 og „Legend“, sem nýlega var í kvikmyndahúsum við þokkalegan orð- stír, ekki síst vegna frammistöðu Toms Hardy, sem leikur bræðurnar báða. „The Krays“ skaut tvíburunum rækilega upp á stjörnuhimininn aftur en í þeirri mynd fóru Spandau Ballet-bræðurnir Gary og Martin Kemp með hlutverk Ronnies og Reggies. Gaf Burton holl ráð Margir leikarar hafa horft til bræðranna við undirbúning hlutverka og bæði Richard Bur- ton og James Fox heimsóttu Ronnie í fang- elsið til að fá holl ráð. Burton þegar hann lék ofbeldisfullan samkynhneigðan glæpa- mann í „Villain“ árið 1971. Sú mynd fékk af- leita dóma og Burton fékk bágt fyrir frammistöðu sína, meðal annars vegna þess að áhorfendum þótti þessi mikli kvennaljómi ekki trúverðugur hommi. Þá þótti hann „nauðga“ Cockney-mállýskunni en Burton talaði sem kunnugt er vandaða yfirstéttar- ensku. Ýmsir tónlistarmenn hafa vísað til bræðr- anna í lögum sínum, þeirra á meðal Íslands- vinirnir í Blur í „Charmless Man“ en þar kemur fyrir setningin: „I think he’d like to have been Ronnie Kray.“ Ray Davies úr Kinks nefnir bræðurna í lagi sínu „London“ en tekur þó fram að þeir hafi verið afar hættulegir menn. Þá fjallar Morrissey, fyrr- verandi söngvari The Smiths, um tvíburana í lagi sínu „The Last of the Famous Int- ernational Playboys“. Þess má til gamans geta að söngkonan Francesca Kray, sem sló nýlega í gegn með lagi sínu „Haunted“ er frænka þeirra bræðra. Brutu af sér hlekki hversdagslífsins Dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, segir sögu Kray-bræðranna um margt merkilega. Upphaflegar vinsældir þeirra, meðan þeir TVÍBURABRÆÐURNIR REGGIE OG RONNIE KRAY LÉKU STÓRT HLUT- VERK Á MIKLUM UMBROTATÍMUM Í LUNDÚNUM Á SJÖUNDA ÁRA- TUGI SÍÐUSTU ALDAR. GRJÓTHARÐIR TÖFFARAR SEM FRÆGA FÓLKIÐ VIÐRAÐI SIG GLATT UPP VIÐ. ÞEIR ERU BÁÐIR LÁTNIR EN STJÖRNU- LJÓMINN HEFUR HALDIST FRAM Á ÞENNAN DAG SEM SÆTIR TÍÐ- INDUM Í LJÓSI ÞESS AÐ ÞEIR VORU BÁÐIR DÆMDIR MORÐINGJAR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Við vorum fokking ósnertanlegir! Glæpir 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.