Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 49
gengu ennþá lausir, verði að skoða í því ljósi að þeir hafi alist upp við nauman kost í fátækasta hluta Lundúnaborgar. „Þeir brutu af sér hlekki uppruna síns, efnuðust og urðu frægir. Þetta hafa án efa margir úr þeirra umhverfi kunnað að meta. Kray- bræðurnir hófu sig upp úr þessu hefð- bundna og hversdagslega lífi sem flestir lifa, bárust á og lifðu glamúrlífi. Það getur í hugum margra virkað spennandi,“ segir hann og bætir við að persónutöfrar bræðr- anna hafi augljóslega spilað inn í dæmið líka. Komu á hæla Ronnie Biggs Helgi er sammála því að bræðurnir hafi ver- ið réttir menn, á réttum stað, á réttum tíma. Þeir voru töffarar sem féllu vel að þeim miklu breytingum sem voru að verða á sam- félaginu, ekki síst skemmtanalífinu með öll- um sínum bítlum og rollingum. Helgi nefnir í þessu sambandi að annar glæpamaður hafi notið lýðhylli á svipuðum tíma, lestarræninginn Ronnie Biggs, sem um árabil var dálæti fjölmiðla í Bretlandi og víð- ar. Réttnefnd „költ-hetja“. Biggs gekk lengi laus en náðist á endanum og var settur í grjótið. Munurinn á Biggs og Kray-bræðrum var þó augljós; sá fyrstnefndi var ekki morð- ingi. „Biggs var nokkurs konar Hrói höttur síns tíma enda þótt hann deildi ránsfengnum ekki með alþýðu manna. Reyndar eru áhöld um það hversu mikið hann gat sjálfur notað af fénu,“ segir Helgi. Hann segir flóknara að skýra hvers vegna Kray-bræðurnir héldu sinni „költstöðu“ í samfélaginu eftir að þeir höfðu verið dæmdir fyrir morð. Hafa beri þó í huga að virðing þeirra sé bundin við ákveðna hópa en alls ekki samfélagið í heild. Hann tengir þetta við útlagamenningu. „Bræðurnir voru í viss- um skilningi útlagar, eins og Billy the Kid eða Bonnie og Clyde, svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir ódæðisverk eins og morð var eitt- hvað spennandi og dularfullt við líferni þeirra. Þeir fengu á sig kúl yfirbragð. Þeir þorðu að ganga gegn hinum hefðbundna hugsunarhætti og tóku afleiðingunum. Lifðu lífinu. Bræðurnir virðast ekki hafa verið hræddir við neitt; gerðu einfaldlega það sem hugurinn blés þeim. Það getur verið mjög spennandi fyrir hinn venjulega mann.“ Döngun dægurmenningarinnar Helgi segir dægurmenningarkúltúrinn gjarn- an fleyta mönnum á borð við Kray-bræður áfram en þar fljóta saman veruleiki og sýnd- arveruleiki og skilin verða oft og tíðum óljós. Hann segir kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um bræðurna án efa hafa mulið undir goðsögnina. „Líf okkar fæstra er efni í kvik- mynd og flestum þykir okkur gaman að sjá kvikmyndir um fólk sem lifað hefur óhefð- bundnu lífi. Jafnvel þótt það sé umdeilt og hugsanlega illa innrætt.“ Hann segir sama gilda um ýmsa fleiri of- beldisfulla glæpamenn úr sögunni, svo sem Al Capone og Pablo Escobar, svo einhverjir séu nefndir. Vel megi tala um „stjörnuvæð- ingu“ í þessu sambandi. Að sögn Helga eru brögð að þessu hér heima líka, án þess að nefnd séu nöfn. „Það eru brögð að því að glæpamönnum hafi verið hossað í fjölmiðlum á Íslandi.“ Helgi segir alþekkt að ýmsir hópar fólks tengi við glæpamenn og líti jafnvel upp til þeirra, ekki síst ungmenni sem eiga undir högg að sækja í lífinu. Þau sjái líf af þessu tagi stundum í hillingum. „Þetta er ótta- blandin virðing fyrir mönnum sem þora að fara á móti straumnum og brjóta gegn við- urkenndum gildum í samfélaginu,“ segir hann. Múgæsing frá miðöldum Helgi segir stórmerkilegt að þúsundir manna hafi fylgt bræðrunum til grafar, dæmdum morðingjum. Hafa beri þó í huga að útfarir þeirra voru gerðar frá austurhluta Lundúna en þar hafi lýðhylli þeirra allar götur verið langmest. Margir hafi þekkt þá persónulega og mögulega staðið í þakkarskuld við þá. Undir slíkum kringumstæðum séu óhæfu- verk, eins og morð, stundum látin liggja milli hluta. „Auðvitað þykir manni undarlegt að slíkur fjöldi manna fylgi dæmdum morð- ingjum til grafar og það í nútímanum í vel- menntuðu samfélagi eins og Bretlandi. Þetta minnir meira á múgæsing frá miðöldum. Á móti kemur að það er eitthvað í lífi þessara manna, fyrir og eftir morðin, sem fólk tengir greinilega við. Sumum þykir líka betra að vera frægur að endemum en alls ekki fræg- ur.“ Reggie og Ronnie Kray á hátindi veldis síns á sjöunda áratugnum. Tom Hardy í gervi bræðranna í kvikmyndinni „Legend“ sem frumsýnd var fyrr á þessu ári. Gary og Martin Kemp léku Kray-bræðurna í kvikmyndinni „The Krays“ árið 1990. Dr. Helgi GunnlaugssonTony Adams * Þeir brutu af sérhlekki upprunasíns, efnuðust og urðu frægir. Þetta hafa án efa margir úr þeirra um- hverfi kunnað að meta. 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.