Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 52
Stund milli stríða hjá Þorvaldi Davíð Kristjánssyni leikara, Óskari Þór Axelssyni leikstjóra og fram- leiðandanum Skúla Malmquist. Ekki fylgir sögunni að hverju var hlegið svo innilega. V ið erum tæplega hálfnuð, komin með 45% eða þar um bil,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Óskar Þór Axelsson um tökur á kvik- myndinni Ég man þig sem byggð er á samnefndri bók Yrsu Sigurðar- dóttur. Tökur á myndinni hófust 10. nóv- ember sl. á Hesteyri í Jökulfjörðum, þar sem hluti sögu Yrsu gerist og þar dvaldi tökulið í viku. Einnig hefur verið tekið upp í Hvalfirði, í Grindavík og á Árbæjarsafni. Ferja þurfti fólk, tækjabúnað og vistir til Hesteyrar sjóleiðina frá Ísafirði og dvaldi tökuliðið þar við skilyrði sem flestir nútíma- menn myndu kalla frumstæð. Óskar er spurður að því hvort erfiðustu tökunum sé lokið, þ.e. á Hesteyri. „Já og nei. Við vorum þarna í viku og það var vissulega mjög erfitt, skrítnar aðstæður sums staðar en tökurnar í vor verða með miklu fleiri tökustöðum og leikurum og ýmsu svoleiðis sem er erfitt á móti. Það er ekki endilega hægt að segja að það erfiðasta sé búið, það er margt erfitt eftir en erfiðasta tímabilið, þessi vika, er að baki. Eftir að hafa lokið henni finnst manni allir vegir færir.“ -Lentuð þið í einhverjum vandræðum í einangruninni á Hesteyri? „Það voru alls konar vandræði en við leystum yfirleitt allt, vorum vitanlega vel undirbúin. Þú skýst ekkert að sækja eitt- hvert tæki sem gleymdist þegar þú ert kom- inn þangað en það var að minnsta kosti ein bátsferð til okkar á dag þannig að smotterí var hægt að græja. Við tókum skot úr lítilli, fjarstýrðri þyrlu og þá var veðrið að stríða okkur. Það gekk erfiðlega og við þurftum að að koma aftur frá Ísafirði til að endurtaka það,“ segir Óskar. „Þá eru miklar vegalengd- ir á staðnum og engin farartæki og við þurftum því að bera allt, vorum endalaust að bera græjur fram og til baka.“ Gæludýr og engin sturta Tökuliðið dvaldi í tveimur húsum á Hesteyri, sk. læknis- og skólahúsum og þurftu eig- endur þeirra að koma tveimur dögum fyrr til að kynda húsin svo þau yrðu nægilega hlý. „Það er smávegis rafmagn þarna og við komum með rafstöðvar fyrir tökurnar en vorum með kertaljós og batterísluktir þar fyrir utan,“ segir Óskar. -Var þetta ekki bara kósí? „Þetta var kósí. Í skólahúsinu, þar sem helmingurinn af fólkinu gisti, voru gæludýr, litlar mýs. Einhverjir vöknuðu við að mýs væru að labba yfir andlitin á þeim. Ég gisti reyndar ekki þar sjálfur,“ segir Óskar og hlær. -Það er greinilega ekkert lúxuslíf á ís- lenskum leikurum í kvikmyndatökum! „Nei, nei, þetta var ekkert lúxuslíf, ým- islegt sem þeir þurftu að gera sem var ekki mjög „glamourous“. Það var ekki hægt að fara í sturtu og fólk var farið að lykta ágæt- lega þarna inni undir lokin,“ segir Óskar skellihlæjandi en bætir við að Anna Gunndís Guðmundsdóttir, ein af aðalleikkonum mynd- arinnar, hafi þurft að fleygja sér í læk í tök- um og fengið að fara í stutta sturtu á eftir. „Það er hægt að fara í sturtu þarna en það er ekki mælt með því. Ég held að hún sé sú eina sem fór í sturtu,“ segir Óskar en auk Önnu fara með aðalhlutverk í myndinni þau Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Gæludýr voru fleiri en mýs því refir létu einnig sjá sig. „Þeir eru rosalega gæfir þarna í óbyggðunum, komu alveg að hús- unum og voru allt í kringum okkur. Þannig að við vorum með refi og mýs okkur til sam- lætis,“ segir Óskar. Tvær sögur Ég man þig kom út árið 2010 og ólíkt flest- um bókum Yrsu er hún hrollvekja og spennusaga en ekki hefðbundin glæpasaga. Í henni eru sagðar tvær sögur sem tvinnast saman er á líður. Ung hjón og vinkona þeirra halda til eyðiþorpsins Hesteyrar um miðjan vetur til að gera upp eyðibýli sem þau hafa fest kaup á og ætla að breyta í gistiheimili. Þau fer fljótlega að gruna að þau séu ekki ein í þorpinu og í ljós kemur að löngu látinn drengur gengur aftur og á harma að hefna. Á Ísafirði dregst ungur læknir inn í rannsókn á sjálfsvígi eldri konu DRAMA OG DRAUGAGANGUR YRSU Á HVÍTA TJALDIÐ Nálgast bókina af auðmýkt UM HELMINGI TAKNA Á KVIKMYNDINNI ÉG MAN ÞIG ER LOKIÐ. LEIKSTJÓRI MYNDARINNAR OG ANNAR TVEGGJA HANDRITSHÖFUNDA, ÓSKAR ÞÓR AXELSSON, SEGIR TÖKUR HAFA GENGIÐ VEL EN ÞÆR FÓRU M.A. FRAM Á HINUM AFSKEKKTA STAÐ HESTEYRI Í JÖKULFJÖRÐUM. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Óttaslegin Anna Gunndís Guðmundsdóttir. Arnar Harðarson tilbúinn í töku. * Myndin verður ekkieins og bókin þarsem hver kafli endar með æsispennandi óvissu og klippir svo á milli sögu- sviða. Bíóformið hreinlega leyfir það ekki þannig að það verður meira flæði í myndinni og ekki þessir hörðu skellir. 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Breski glæpasagnahöfundurinn Sarah Ward kemur fram á glæpasagnadagskrá með Ragn- ari Jónassyni kollega sínum í Kaffislipp á Ice- landair Hotel Reykjavik Marina klukkan 14 á morgun, sunnudag. Þau Ragnar og Ward ræða um glæpasögur og lesa upp úr verkum sínum. Andy Lawrence stýrir spjallinu, en hann skrifar um glæpasögur fyrir blöð og tímarit. Ný bók Sarah Ward, In Bitter Chill, vakti athygli í Bretlandi í sumar sem leið og lof gagnrýnenda. Ragnar Jónasson hefur átt vel- gengni að fagna á síðustu árum og er með nýja bók, Dimmu, í bókaflóði þessa vetrar. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur að dagskránni, sem fer fram á ensku. RAGNAR OG WARD KOMA FRAM GLÆPASÖGUR Glæpasagnahöfundurinn Sarah Ward kemur fram rétt eins og Ragnar Jónasson. Rætt verður um verk Christoph Büchel, Mosk- una, í íslenska skálanum í Feneyjum í ár. Morgunblaðið/Einar Falur Málþing verður haldið í Listasafni Íslands, í dag, laugardag milli kl. 11 og 14.30 um fram- lag Íslands til Feneyjatvíæringsins, Moskuna, sem var verk svissneska listamannsins Chri- stoph Büchel. Eins og kunnugt er var íslenska skálanum lokað eftir tvær vikur í vor og fékkst ekki opnaður að nýju áður en tvíær- ingnum lauk seint í nóvember. Þátttakendur í málþinginu eru Hlynur Helgason, myndlistarmaður og listfræðingur, Ólafur Gíslason, listfræðingur, Ragna Sigurð- ardóttir, myndlistarmaður, rithöfundur og gagnrýnandi, Stefano Rabolli Pansera, arki- tekt og borgarfræðingur, og Guðni Tómas- son, listsagnfræðingur, sem stjórnar. MÁLÞING Í LISTASAFNINU RÆÐA MOSKUNA Stórsveit Reykjavíkur kemur fram á jóla- tónleikum í Silfurbergi í Hörpu á morgun, sunnu- dag, og hefjast þeir klukk- an 14. Tónleikarnir verða um klukkustundar langir og á þeim mun hinn góðkunni leikari Guðjón Davíð Karlsson, þekktur sem Gói, heimsækja Stórsveitina og kynnist hann tónlistinni og hljóðfærunum sem félagar sveitarinnar nota. Hann tekur einnig lagið með hljómsveitinni og allir gestir geta sungið með. Í tilkynningu segir að svo sé aldrei að vita nema jólasveinar láti sjá sig. Á efnisskránni eru jólalög í fjörugum út- setningum. Stjórnandi á tónleikunum er Haukur Gröndal. JÓLATÓNLEIKAR STÓRSVEITAR FJÖR MEÐ GÓA Gói - Guðjón Davíð Karlsson Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.