Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 55
Grunnurinn er hefðbundinn en það ersitt af hverju nýtt, fyrst og fremstsextán síðna viðbót vegna frábærs árangurs karlalandsliðsins sem tryggði sér í fyrst skipti sæti í lokakeppni stórmóts, Evr- ópumótsins í Frakklandi næsta sumar. Bókin er 272 blaðsíður að stærð, sem er met, og myndir hafa heldur aldrei verið fleiri, 380 talsins,“ segir Víðir Sigurðsson en nýjasta bindið í bókaflokknum Íslensk knattspyrna kemur út nú um helgina. Útgefandi er Tind- ur. „Annars er ég alltaf að þróa bókina og bæta inn meiri upplýsingum,“ heldur Víðir áfram. „Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að allt sem viðkemur íslenskri knattspyrnu sé aðgengilegt á einum stað. Lesendur eiga að geta fundið allt um allar deildir Íslands- mótsins og yngri flokkana í bókinni.“ – Þetta er 35. sinn sem bókin kemur út og í 34. skipti sem þú skrifar hana. Er þetta alltaf jafnskemmtilegt? „Já, annars væri ég löngu hættur þessu. Þetta er einhver ástríða eða baktería sem fylgir mér. Ég byrjaði ungur að halda til haga upplýsingum um íslenska og enska boltann og eftir að ég byrjaði að skrifa bæk- urnar hefur þetta bara ágerst. Ég bý að ákveðnum grunni þegar ég byrja á nýrri bók, vinnubrögðin eru þau sömu og vinnslan tekur yfirleitt svipaðan tíma – en efnið er alltaf nýtt.“ Vinnur bókina jafnt og þétt – Er þetta áhlaupsvinna eða vinnurðu þetta jafnt og þétt? „Ég vinn þetta jafnt og þétt allt árið. Skrifa til dæmis um hverja umferð Íslands- mótsins um leið og hún klárast. Mesta skorpan er við fráganginn á haustin.“ – 2015 er stórmerkilegt ár í íslenskri knattspyrnusögu, ekki satt? „Heldur betur, eitt það alstærsta sem við höfum upplifað. Þar ber vitaskuld hæst að karlalandsliðið sé á leið á EM. Kvennalandsliðið hefur líka fengið fljúgandi start í undankeppni EM og það þarf stórslys til að það verði ekki meðal þátttakenda í lokakeppn- inni sumarið 2017. Þá hefur 21 árs landslið karla líka náð frábærum árangri í mjög sterkum riðli í undankeppni EM. Úti í hinum stóra heima klóra menn sér í sívaxandi mæli í höfðinu yfir þessum árangri hjá þjóð sem hefur álíka marga íbúa og borgir á borð við Leicester eða Coventry.“ – Hvaða markmið er raunhæft að karla- landsliðið setji sér næsta sumar? „Ég er einmitt með Gylfa Þór Sigurðsson í viðtali um þetta í bókinni og við erum sam- mála um að markmiðið hljóti að vera að komast upp úr riðlinum og í sextán liða úr- slit. Þátttökuþjóðirnar eru í fyrsta skipti 24, þannig að aðeins átta heltast úr lestinni eftir riðlakeppnina. Möguleikar okkar hljóta því að vera raunhæfir. Í sextán liða úrslitum er útsláttarfyrirkomulag og þar getur allt gerst, eins og dæmin sanna.“ Leiknir dæmi leik Leiknis og Leiknis – Hvað stendur upp úr á Íslandsmótinu á þessu ári? „Hjá körlunum er það sannfærandi sigur FH. Liðið var reyndar ekkert alltof sannfær- andi framan af sumri en tók þetta með stæl í seinni umferðinni. Hjá konunum ber auðvit- að hæst sigur Breiðabliks sem vann titilinn loksins eftir tíu ára bið. Persónulega er ég ánægðastur með sveitunga mína á Fáskrúðs- firði, Leikni, sem unnu sér í fyrsta skipti sæti í 1. deild Íslandsmótsins. Einstakur ár- angur hjá sex hundruð manna bæjarfélagi. Næsta sumar mun Leiknir etja kappi við lið á borð við Fram og Keflavík – og svo auðvit- að nafna sína frá Reykjavík. Blasir ekki við að Leiknir Ágústsson verði fenginn til að dæma þá leiki?“ Hann hlær. – Talandi um ævintýri. Hvað hefur komið þér mest á óvart allan þann tíma sem þú hefur skráð sögu íslenskrar knattspyrnu? „Ætli það sé ekki árangur nafna minna úr Garði sem fóru á mettíma upp um tvær deildir og lifðu af tvö sumur í efstu deild, áð- ur en þeir féllu 1987. Sama sumar léku þeir til úrslita um bikarinn við Fram. Fleiri lítil bæjarfélög hafa náð framúrskarandi árangri og komið liðum í efstu deild, má þar nefna Borgarnes og Ólafsvík. Víkingar í Ólafsvík unnu 1. deildina með miklum yfirburðum á þessu ári.“ Deildirnar að styrkjast – Er íslensk knattspyrna á heildina litið við góða heilsu? „Já, hún er við prýðilega heilsu. Deildirnar eru alltaf að verða sterkari og sterkari. Auð- vitað missum við alltaf leikmenn út í at- vinnumennsku, karla og konur, en aðrir koma aftur heim í staðinn, reynslunni ríkari. Þá erum við alltaf að sjá sterkari erlenda leikmenn á Íslandi, ekki síst í kvennadeild- inni. Í sumar léku þar til dæmis leikmenn frá Brasilíu.“ – Það orð fer af þér að þú sért uppflettirit af holdi og blóði um íslenska knattspyrnu. Mig langar í lokin að fletta aðeins upp í þér. Manstu til dæmis í hvaða sæti Valur varð á Íslandsmótinu 1985? „Þetta er afar heppileg spurning því Valur varð Íslandsmeistari árið 1985.“ Hann hlær. – Nú jæja, reynum eitthvað flóknara. Hver er besti árangur Leifturs frá Ólafsfirði í efstu deild? „Þriðja sæti, í þrígang. Leiftur komst líka í Evrópukeppni á þessu blómaskeiði sínu, fjórum sinnum, og lék bikarúrslitaleik.“ Þar höfum við það. Íslensk knatt- spyrna er við prýðilega heilsu ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA ER MEÐ ÞEIM ALBESTU Í ÍSLENSKRI KNATTSPYRNU, AÐ ÁLITI VÍÐIS SIGURÐSSONAR SEM HALDIÐ HEFUR SPARKSÖGU ÞJÓÐARINNAR TIL HAGA Í BÓKAFLOKKI Í 34 ÁR. ÞAR BER VITASKULD HÆST UNDRAVERÐAN ÁRANGUR KARLALANDSLIÐSINS SEM ER Á LEIÐINNI Á LOKAMÓT EM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Víðir Sigurðsson er sérstaklega ánægður með sveitunga sína á Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið/Júlíus Íslenska karlalandsliðið hefur haft ríka ástæðu til að fagna á árinu sem er að líða. AFP 6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Íslenska karlalandsliðið er að vonum á allra vörum nú um stundir og Björn Bragi Arnarsson og Hilmar Gunnarsson hafa gert bókina Áfram Ísland sem fjallar um frækinn árangur liðsins í undankeppni EM. Farið er yfir leikina, rætt við þjálfara og alla leikmenn sem komu við sögu og skyggnst bak við tjöldin. Í bókinni eru fjölmargar ljósmyndir eftir Hafliða Breiðfjörð sem fylgdi lands- liðinu hvert fótmál í keppn- inni. Fullt tungl gefur út. Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson heitir bók eftir Ólaf Þór Jóelsson og Viðar Brink. Eins og titillinn gef- ur til kynna er ferli Gylfa fylgt eftir í máli og myndum, allt frá því hann var smápolli í FH. Gylfi lýsir meðal annars sjálfur reynslu sinni af dvölinni hjá félögunum sem hann hefur leikið með er- lendis, auk þess sem hann talar að sjálfsögðu um landsliðið. Sena gefur út. Bókaútgáfan Hólar gefur út bókina Fótboltaspurn- ingar eftir Bjarna Þór Guð- jónsson og Guðjón Inga Ei- ríksson. Þar geta lesendur spreytt sig á fjölmörgum fótboltaspurn- ingum, þungum og léttum og haft gaman af. Hólar gefa líka út bókina Steven Gerrard – árin hjá Liverpool eftir Sigfús Gutt- ormsson. Bókaútgáfan Sögur er með þrjár knattspyrnubæk- ur að þessu sinni. Stelp- urnar okkar fjallar um ís- lenska kvennalandsliðið sem hefur náð frábærum árangri. Í þessari bók er farið yfir sögu landsliðsins í máli og myndum. Margrét Lára, Guðbjörg, Dagný, Sara Björk, Katrín og allar hinar. Úrslit í öllum leikjum Íslands í und- ankeppnum EM og HM. Ís- lands- og bikarmeistarar, bestar, efnilegastar og marka- hæstar frá upphafi. Bestu konurnar er um fremstu sparkynjur sög- unnar, Abby Wambach, Alex Morgan, Camille Abily, Lottu Schelin og margar aðrar. Helstu æviatriði og sterkustu hliðar snilling- anna. Þriðja bókin er Skytt- urnar þrjár sem fjallar um eitt skæðasta sóknartríó sögunnar, Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez, sem gerir garðinn frægan hjá Barcelona þessi misserin. Gróska í spark- bókmenntum ÞÓNOKKRAR KNATTSPYRNUBÆKUR KOMA ÚT NÚNA FYRIR JÓLIN, BÆÐI TENGDAR ÍSLENSKUM OG ERLENDUM SPARKMENNTUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.