Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.12. 2015 Bækur Hvítir veggir heitir nýútkomin ljóða-bók Sigrúnar Haraldsdóttur. Þettaer fyrsta bók Sigrúnar, en nafni hennar hefur þó oft brugðið fyrir hér í blaðinu, enda er hún tíður gestur í Vísna- horni blaðsins, hefur átt þar nærfellt tvö hundruð kviðlinga. Einnig birtist hér viðtal við Sigrúnu Haraldsdóttur hagyrðing fyrir nokkrum árum. Í tengslum við það viðtal birtist einmitt eitt ljóð sem síðan rataði í Hvíta veggi. Af ofangreindu má líklega ráða að Sigrún hefur verið lengi að glíma við yrkingar, en þó segist hún ekki hafa ort af ráði fyrr en hún rataði inn á Leir, póstlista hagyrðinga á netinu, skömmu fyrir aldamót. Hún lýsir því líka svo að í bókinni séu ljóð á ýmsum aldri, „sumt er nokkuð gamalt, en meirihlutinn er nýr“, segir hún og notar tækifærið til að geta þess að hún hafi reyndar aldrei hugsað sér að gefa út bók: „Ég sá svo sem engan tilgang í því enda kaupir enginn ljóðabækur hvort eð er, en svo gerðist það síðasta haust að ég var í veikindafríi og fór þá að safna þessu saman.“ Sigrún segir að ljóðin í Hvítum veggjum séu tínd til úr stórum bunka en hvað ald- urinn varðar finnist henni þau hafa elst nógu vel til að það væri hægt að gefa þau út á bók. „Maður er svolítið að opinbera sig, er hættur að vera með þetta í felum, segir hún og aðspurð hvort eitthvað tengi ljóðin saman annað en að þau eigi sama höfund svarar hún: „Ég hef ekki ákveðið þema, þetta er meiri samtíningur, svona eins og ég er sjálf,“ segir hún og kímir. Sigrún er nafntoguð sem hagyrðingur og vinnur þar í vel skilgreindu og mótuðu formi. Í ljóðabókinni bregður aftur á móti fyrir mörgum stílum, sum ljóðin rímuð og stuðluð en önnur óbundin, „þetta er svolítil sýn- ishornabók í ljóðagerð“, segir hún þegar ég ræði um mismunandi stíla og heldur svo áfram: „Ég er að koma úr felum sem ljóð- skáld og jafnfram kannski að svíkja aðeins vini mína sem þekkja mig miklu betur sem hefðbundið skáld. Sumum þeim sem eru mjög handgengnir hefðbundnum kveðskap finnst þetta kannski svolítið svindl, finnst þetta kannski ekki ljóð. Það er stórt upp í sig tekið að kalla sig ljóðskáld, það er miklu einfaldara að vera hagyrðingur, miklu léttara og kæruleys- islegra. Ég vil þó frekar líta á mig sem ljóð- skáld og vona að ég geti staðið undir því. Ég veit að það kalla sig margir ljóðskáld þó að þeir standi kannski ekki undir því en ég vona að ég geti það.“ – Nú er fyrsta bókin loks komin, má ekki búast við þær verði fleiri? „Það fer eftir efni og aðstæðum, það kost- ar töluvert að gefa þetta út, en ég sé til. Hinsvegar þá sá ég það eftir að bókin var komin út að það var gott að losna við þetta gamla og geta byrjað fersk að semja aftur. Ég er því ánægð með að hafa gefið bókina út af því að ég er frekar feimin og ekki mik- ið gefin fyrir að trana mér fram. Ég er nátt- úrlega að afhjúpa mig með því að gefa út ljóð en samt er ég mjög ánægð með þau.“ HAGYRÐINGUR OG SKÁLD Hætt að vera með þetta í felum Sigrúnar Haraldsdóttur hefur oft verið getið og þá sem hagyrðings. Í sinni fyrstu bók birtist hún sem ljóðskáld. Morgunblaðið/Eggert SIGRÚN HARALDSDÓTTIR HEFUR GETIÐ SÉR ORÐ SEM HAGYRÐ- INGUR, EN FÆRRI VITA AÐ HÚN ER LÍKA LJÓÐSKÁLD. Í NÝRRI BÓK HENNAR, HVÍTUM VEGGJUM BIRTIST EINMITT LJÓÐSKÁLDIÐ Árni Matthíasson arnim@mbl.is * Sumum þeim semeru mjög handgengnirhefðbundnum kveðskap finnst þetta kannski svolít- ið svindl, finnst þetta kannski ekki ljóð Í nýrri ljóðabók sinni, Með brjóstin úti,fléttar Vilborg Bjarkadóttir sama mynd-um og texta í frásögn af getnaði, með- göngu og fæðingu fyrsta barns sína. Vilborg er menntuð listakona, lauk námi af myndlistardeild Listaháskóla Íslands, en hún er líka skáld sem sannast á Með brjóstin úti enda segist hún vera bæði skáld og mynd- listarmaður: „Þetta eru miðlar sem ég hef alltaf haft áhuga á og langað að blanda sam- an.“ Vilborg segist hafa haft mikinn áhuga á ljóðum frá því hún var unglingur, „ég las mikið af þeim og fór með pabba mínum að kaupa ljóðabækur. Svo þegar ég byrjaði í Listaháskólanum fannst mér ég þurfa að aðgreina þetta, að nú yrði ég bara í mynd- list en það gekk ekki það varð alltaf tog- streita, þannig að það má segja að núna fyrst nái ég að sameina þetta tvennt.“ Með brjóstin úti er flokkuð sem ljóðabók og hún er í ljóðarekkanum í bókabúðum, en Vilborg segist þó ekki líta á hana sem mynd- skreytta ljóðabók, „heldur eru myndirnar eins og ljóð og hluti af því að skapa bókinni heild. Segja stundum eitthvað annað en text- inn og takast á við hann.“ Eins og nefnt er í upphafi snýst bókin um meðgöngu og síðan fæðingu barns og Vil- borg segir það skýrast meðal annars af því að hún hafi áttað sig á að þægilegast væri að gera listaverk þar sem hugur hennar væri „og ég fattaði fljótt að hugur minn dvaldist mestmegnis í meðgöngulandi, það var ekkert sem ég hafði eins mikinn áhuga á á þeim tíma og því var svo eðlilegt að láta listaverk fjalla um það sem hugurinn dvelur við. Ég var líka með í huga að seinna meir myndi ég fjarlægjast þennan tíma og yrði ekki fær um að skrifa um þetta á sama hátt, þannig að þetta byrjaði eins og dagbók líka yfir þennan tíma. Ég vildi ekki gleyma hvernig væri að vera ólétt, vildi ekki gleyma líkamsbreyting- unum.“ – Í lokaljóði bókarinnar segir þú frá því að barnið kann að „sofa, brosa, hjala, gráta / öskra sitja, standa, tæta“. Hvernig er svo að líta yfir þetta núna. „Mér þykir mjög vænt um þennan tíma og mér finnst eins ljóðabókin hafi náð utan um hann. Ég var líka farin að gleyma ýmsu og það að fara inn í ljóðin er ákveðin upplifun. Það líka skemmtilegt að segja frá því að mér fannst þetta voðalega persónuleg bók þegar ég var að skrifa hana, fannst ég vera að op- inbera mig rosa mikið, en núna þegar ég komin lengra frá þessum tíma þá fatta ég að þetta er mjög almennt, eiginlega allar konur og karlar sem eigast börn þekkja sig í þess- um ljóðum.“ TEXTI OG MYNDIR TAKAST Á Dvalið í með- göngulandi Vilborg Bjarkadóttir vildi ekki gleyma því hvernig væri að vera ólétt, vildi ekki gleyma líkams- breytingunum, og skrifaði því og teiknaði einskonar dagbók sem varð að ljóðabók. Morgunblaðið/Árni Sæberg BÓKIN MEÐ BRJÓSTIN ÚTI ER EINSKONAR DAGBÓK VILBORGAR BJARKADÓTTUR UM MEÐGÖNGU OG FÆÐINGU. HÚN SEGIR AÐ ÞÓ AÐ BÓKIN SÉ PERSÓNULEG ÆTTU EIGINLEGA ALLAR KONUR OG KARLAR SEM EIGA BÖRN AÐ ÞEKKJA SIG Í LJÓÐUNUM Í BÓKINNI Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.