Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.12.2015, Blaðsíða 59
6.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Theodore Finch hefur þrá- hyggjukenndan áhuga á dauð- anum og er sífellt að velta fyrir sér bestu leiðinni til að svipta sig lífi, samhliða því sem hann þráir eitthvað sem gefur lífinu gildi. Violet Markey lifir fyrir framtíðina, telur niður dagana þar til skólanum lýkur svo hún geti stungið af frá smábæjarlíf- inu. Þessar andstæður hittast fyrir tilviljun á syllunni utan á klukkuturninum og þegar þau eru komin niður af syllunni, heil á húfi, er óljóst hvort bjargaði hinu. Bókin um Violet og Finch er eftir Jennifer Niven, Birgitta El- ín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir þýddu bókina. Björt gefur út. Sagan af Violet og Finch Bandaríska stórblaðið New York Times kynnti á dögunum þær bækur sem ritstjórn þess þóttu skara framúr á árinu, hundrað bækur alls, skáldverk, ljóðabækur og bækur almenns eðlis, en einnig birti blaðið lista yfir eftirtektarverðar barnabækur. Í framhaldi af þessu birtist svo listi yfir tíu bestu bækur ársins að mati ritstjórnar, skáldverk og sannsöguleg. Athygli vekur að sjö bókanna eru eftir konur, ekki nema fimm þeirra eftir bandaríska höfunda og þrjár þeirra þýddar, en bækurnar tvær sem skipa efstu sætin eru annars vegar þýdd skáldsaga frá 1987 og hin smásögur eftir áður óþekktan höfund sem lést fyr- ir áratug. The Door eftir Magda Szabo er bók ársins að mati New York Times, en bókin segir frá sambandi rithöfundar við konu sem þrífur heimili hennar. A Manual for Cleaning Women heitir smásagnasafn Lucia Berlin, en er hún lést 2004 lét hún eftir sig talsvert safn smásagna sem höfðu margar birst en þá í tímarit- um með takmarkaða út- breiðslu eða bókum sem gefnar voru út í litlu upplagi. Outline eftir Rachel Cusk byggist á samtölum sem ónefnd söguhetja á við fólk sem hún hittir á ferðalagi um Grikkland, en sögukona leggur ekkert til málanna, hún hlustar. The Sellout eftir Paul Beatty er gamansaga sem segir frá því þegar ungur blökkumaður tekst á hendur að aðgreina kynþætti í hverf- isskólanum og eins að taka upp þrælahald á heimili sínu. The Story of the Lost Child er fjórða bókin í röð Napólí- bóka Elenu Ferrante, en fyrsta bókin kom út á íslensku í haust og sú næsta er væntanleg eftir áramót. Between the World and Me eftir Ta- Nehisi Coates er bréf sem Coates skrifaði til sonar síns þar sem hann rekur þá erf- iðleika sem húðlitur hans hefur skapað honum í bandarísku samfélagi. Þessi bók vakti mikið umtal og deilur vestan hafs á árinu. Empire of Cotton eftir Sven Beckert segir sögu baðmullar og baðmull- arræktar sem byggðist ekki síst á þjáningum milljóna þræla og fátækra leiguliða, um leið og hún lagði grunn að velsæld og veldi Bandaríkjanna. H Is for Hawk eftir Helen Macdonald er sjálfsævisöguleg frásögn af því er Macdonald glímdi við sorg efir fráfall föð- ur síns og leitaði sér fróunar í þjálfun á gás- hauk. The Inven- tion of Nature eftir Andrea Wulf segir frá vísindamann- inum og fjölfræðingnum Alex- ander von Humboldt (1769- 1859) og kenningum hans sem margar hafa staðist tímans tönn. One of Us eftir Asne Seier- stad fjallar um það hvað kom Anders Behring Breivik til að fremja fjöldamorðin á Útey sumarið 2011 til að mótmæla fjölmenningu, kvenréttindum og íslam. 10 BESTU BÆKUR ÁRSINS Bækurnar um Kidda klaufa eftir Jeff Kinney njóta mikillar hylli hér á landi líkt og í heimalandi höfundar þar sem þær koma út undir nafninu Diary of a Wimpy Kid. Fyrsta bókin kom út ytra 2007, en á íslensku tveimur árum síðar. Nú eru bækurnar orðnar tíu ytra, en sú sjöunda kom út á íslensku á dögunum og heitir Dagbók Kidda klaufa: Besta ballið. Í bókinni segir frá því er árshátíð skólans er fram- undan, aðalball ársins, en Kiddi hefur engan til að fara með á ballið. Ýmislegt drífur á daga Kidda þegar nær dregur árshátíðinni og um tíma virð- ist sem hann sé búinn að finna stelpu til að fara með á ballið. Helgi Jónsson þýðir bókina líkt og fyrri bækur um Kidda og Tindur gefur út. Sjöunda bókin um Kidda klaufa Jeff Kinney Þýddar bækur fyrir börn og unglinga ÚTGÁFUGRÓSKA ÞETTA BÓKAÁR HEFUR VERIÐ VENJU FREMUR GOTT FYRIR LJÓÐAVINI, EN ÚTGÁFA Á ÍSLENSK- UM BÓKUM FYRIR BÖRN OG UNGLINGA HEFUR LÍKA VERIÐ ÓVENJU GRÓSKUMIKIL. TALSVERT ER LÍKA GEFIÐ ÚT AF BARNA- OG UNGLINGABÓK- UM SEM SNÚIÐ ER Á ÍSLENSKU ÚR ÝMSUM MÁL- UM, ÞÓ SLÍKUM BÓKUM HAFI HELDUR FÆKKAÐ. Sólbjört Valentína – Um frum- skógarfugla og konunglegar nær- buxur heitir barnabók eftir Irmg- ard Kramer sem Bókabeitan hefur gefið út, en myndir í bókina teikn- aði Ninu Dulleck. Herdía M. Hüb- ner þýddi. Bókin segir frá hnátunni Sól- björtu Valentínu, Nóa bróður hennar og Húsinu þeirra og leit að konunglegum nærbuxum. Ævintýri Sól- bjartar Valentínu Bókaröðin um bekkjarsystkinin Lalla og Maju sem setja á stofn Spæjarastofu hefur notið vinsælda í Svíþjóð en þaðan eru höf- undur þeirra og myndskreytir, Martin Wid- mark og Helena Willis. Fyrsta bókin, Dem- antaráðgátan, kom út á síðasta ári og nú kemur önnur bók í röðinni: Hótelráðgátan. Í bókinni segir frá því er þau Lalli og Maja ráða sig í vinnu á hótelinu í Víkurbæ í jólafríinu í von um að þar muni eitthvað grunsamlegt gerast og þau fái tækifæri til að leysa aðra ráðgátu. Ekki líður á löngu þar til Askur, verðmætur hundur og augasteinn Laufdal-fjölskyldunnar, hverfur af hótelinu og þau taka að sér að leysa gátuna. Íris Baldursdóttir þýddi. Lalli, Maja og spæjarastofan BÓKSALA 23.-29. NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Þýska húsiðArnaldur Indriðason 2 SogiðYrsa Sigurðardóttir 3 Þín eigin goðsagaÆvar Þór Benediktsson 4 Mamma klikk!Gunnar Helgason 5 Útkall í hamfarasjóÓttar Sveinsson 6 Stríðsárin 1938-1945Páll Baldvin Baldvinsson 7 Vísindabók Villa: geimurinn oggeimferðir Vilhelm Anton Jónsson/Sævar Helgi 8 Stóri skjálftiAuður Jónsdóttir 9 EndurkomanÓlafur Jóhann Ólafsson 10 Brynhildur Georgía BjörnssonRagnhildur Thorlacius Ævisögur 1 Brynhildur Georgía BjörnssonRagnhildur Thorlacius 2 Atvinnumaðurinn Gylfi SigurðsÓlafur Þór Jóelsson/Viðar Brink 3 Týnd í ParadísMikael Torfason 4 Egils sögur - á meðan ég manPállValsson og Egill Ólafsson 5 MunaðarleysinginnSigmundur Ernir Rúnarsson 6 Þá hló SkúliÓskar Guðmundsson 7 Þetta var nú bara svonaJóhann Guðni Reynisson 8 Eitt á ég samt: endurminningarÁrni Bergmann 9 Bítlarnir telja íMark Lewisohn 10 EftirlýsturBill Browder
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.