Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 4
* Frá árinu 2013 hefur hælisleitendum frá Albaníu fjölgaðmikið og í ár er þriðjungur umsókna um hæli hér á landifrá albönskum ríkisborgurum. ÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Fáar leiðir færar inn í landið Málefni albanskra hælisleit-enda hafa ratað í fréttirundanfarna daga. 27 ein- staklingum, frá Albaníu og Make- dóníu, var vísað úr landi í vikunni og út frá þeirri aðgerð hafa ýmsar spurningar vaknað. Í hópnum voru fjölskyldur með alvarlega veik börn en þrátt fyrir að sýnt væri að þau fengju ekki sömu læknisþjónustu í heimaland- inu og þau gætu fengið hér á landi virðist það ekki duga til að fá dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þótt skýrt sé tekið fram í útlend- ingalögum að taka eigi tillit til þess ef um barn er að ræða voru veikindi barnanna ekki talin ástæða fyrir að veita fjölskyld- unum dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. „Það er ekkert almennt dval- arleyfi í lögunum sem veitir fólki rétt til að vera hér þegar það er komið með vinnu. Það eru í raun ekki margar leiðir færar aðrar en að sækja um hæli,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræð- ingur og réttargæslumaður hjá Rauða krossinum. Um eitt hundrað Albanar hafa sótt um hæli hér á landi á þessu ári, sem er um þriðjungur hæl- isumsókna sem berast Útlend- ingastofnun. „Við höfum áhyggjur af því að Albanar séu allir settir undir sama hatt. Í umræðunni er gjarnan ver- ið að bera aðstæður þeirra saman við Sýrland, sem er skiljanlegt að vissu leyti, en það má ekki verða til þess að horft sé framhjá því þegar fólk er raunverulega í hættu,“ segir Arndís og bendir á að þótt lögregla og dómskerfi sé til staðar sé gríðarleg spilling í landinu og því hafi fólkið sem nú hefur verið sent til baka ekki neina tryggingu fyrir því að geta notið verndar lögreglu þar í landi. Arndís áréttar að fjölskyldurnar sem fjallað hefur verið um hafi farið hárrétta leið með mál sín. Telji fólk sig í hættu í sínu heima- landi þá sæki það um hæli sem flóttamenn og þá komi líka til skoðunar dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum, sem getur m.a. verið af heilbrigðisástæðum. Atvinnuleyfi nær útilokað Albanar geta ferðast frjálst hingað til lands þannig að þeir hælisleit- endur sem hingað leita eru al- mennt hér á löglegum skilríkjum. Fjölskyldufaðir sem fjallað hefur verið um hafði þegar trygga at- vinnu hér á landi hafði samt enga möguleika á að fá atvinnuleyfi. Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort ekki hefði verið hægt að fá atvinnu á grundvelli skorts á vinnuafli, því eins og vinnuveitandi hans benti á í fjöl- miðlum þá hefur hann vantað starfsfólk og vildi gjarnan halda í þennan tiltekna starfskraft. Þessi leið var þó ófær líka þar sem slíkt leyfi, jafnvel þótt það fengist, veitir starfsmanni sem hingað kemur frá löndum utan EES ekki heimild til að hafa fjöl- skyldu sína með. Dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþátttöku er ekki veitt fólki utan EES nema að mjög þröngum skilyrðum upp- fylltum. Það sem af er árinu 2015 hefur Vinnumálastofnun synjað 30 um- sóknum um atvinnuleyfi fyrir ein- staklinga utan EES sem sótt var um á þeim grundvelli að vinnuafl skorti. Nær ómögulegt er að fá þessa undanþágu fyrir starfsmenn verktaka í byggingariðnaði, en ekkert atvinnuleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli hefur verið veitt vegna starfsmanna í byggingariðn- aði frá hruni. Fyrir einstaklinga frá löndum utan EES eru möguleikar á að komast hér í vinnu og fá að dvelja í landinu einfaldlega mjög tak- markaðir. Það sem af er þessu ári hefur Vinnumálastofnun veitt 1.124 ein- staklingum utan EES atvinnuleyfi, þar af er langstærstur hluti eða 1.064 tímabundin leyfi. Í flestum tilvikum er um að ræða árs- tíðabundin störf líkt og störf í ferðaþjónustu, slátrun og fleira. Þeir sem eru ekki með tímabundin leyfi eru yfirleitt með tiltekna menntun og fá leyfi á þeim grun- velli. Allt er þetta á forsendum vinnumarkaðarins hér, en ekki sér- staklega hugsað fyrir einstaklinga eins og t.d. albanska flóttamanninn sem var þegar kominn með vinnu hér á landi. Hann passar í raun hvergi inn í nein leyfi. Vilji íslenskur atvinnurekandi fá albanskan verkamann í vinnu þarf hann fyrst að sýna fram á að eng- inn í allri Evrópu finnist til starf- ans. Þá fyrst á viðkomandi mögu- leika á að fá hér vinnu, en þau leyfi eru aðeins veitt í takmark- aðan tíma og viðkomandi á aldrei möguleika á að vera áfram í land- inu í meira en tvö ár. Að þeim loknum þarf hann að yfirgefa land- ið í tvö ár áður en hann getur átt kost á að sækja um að nýju. Möguleikar fólks frá löndum utan EES, eins og Albaníu, á að koma hingað yfirhöfuð og fá atvinnuleyfi eru því afar litlir nema því sé veitt dvalarleyfi á grundvelli mann- úðarsjónarmiða. Til að dvalarleyfi á þeim forsendum sé tekið til skoðunar þarf umsækjandi að hafa sótt um hæli og fengið synjun. Sé hvorki veitt hæli né dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða er viðkomandi vísað úr landi, jafnvel þótt fólk vilji lifa hér og starfa – fjarri hættum og hótunum. Þótt einhverjir albönsku einstaklinganna sem fluttir voru á brott í skjóli nætur í vikunni hafi verið í föstu starfi hjá verktaka hér á landi skiptir það ekki máli fyrir íslensk stjórnvöld. Atvinnuleyfi til einstaklinga utan EES eru ekki veitt nema að uppfylltum ströngum skilyrðum og atvinnuleyfi á grund- velli skorts á vinnuafli hefur ekki verið veitt í byggingariðnaði síðastliðinn áratug. Morgunblaðið/Styrmir Kári ALBANAR ERU UM ÞRIÐJUNGUR UMSÆKJENDA UM HÆLI HÉR Á LANDI. Í ALBANÍU ER EKKI STRÍÐ EN ÞEIR ALBANAR SEM HINGAÐ LEITA ERU OFT TALDIR VERA Í RAUNVERULEGRI HÆTTU Í HEIMALANDINU. ÞÓTT ALBANAR GETI FERÐAST HINGAÐ FRJÁLST OG FENGIÐ VINNU HÉR Á LANDI ÞÁ ER ENGIN LEIÐ FÆR TIL AÐ HALDAST Í LANDINU NEMA SÆKJA UM HÆLI. DVALARLEYFI VEGNA ATVINNUÞÁTTTÖKU ERU EINFALDLEGA EKKI VEITT FÓLKI UTAN EES NEMA AÐ MJÖG ÞRÖNGUM SKILYRÐUM UPPFYLLTUM. Starfsfólk og sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum hafa undanfarið staðið í ströngu við að undirbúa komu flóttamanna frá Sýrlandi. Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða: Veita má dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjón- armiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum, eða vegna erfiðra félagslegra aðstæðna viðkomandi eða erfiðra almennra aðstæðna í heimaríki eða í landi sem honum yrði vísað til eða vegna annarra atvika sem ekki má með réttu gera hon- um að bera ábyrgð á. Sér- staklega skal taka tillit til þess ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun. ÚR 12. GREIN ÚTLENDINGALAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.