Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 * Á meðan íslenskunnar nýtur við munumvið skilja betur hver við erum og hvaðanvið komum. Sigmundur Ernir Rúnarsson á hringbraut.is Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is UM ALLT LAND REYKJANESBÆR Útgreidd fjárhagsaðstoð hjá en í sama mánuði í fyrra. BÚÐARDALUR Eyjólfur Sturlaugsson SKAGAFJÖRÐUR Í tilefni af 60 ára afmæli FISK Skagfirðingum boðið til tónleikunum verða sunnudaginn 20. desember og hefjast hinir fyrri kl. 17 og þeir síðari kl. 20. BREIÐDALUR Fjórðungur um 200 íbúa í Breiðdalshreppi mætti til fundarins Breiðdælingar móta framtíðina sem haldinn var nýlega. Þar var leitað hugmynda til sóknar. Veittir voru styrkir til uppbyggingar frá Byggðastofnun og meðal annars fékk Hið austfirzka bruggfjelag 500 þús. kr. upp til foreldra ungra barna. barna 9-18 mánaða geta sótt um greiðslur sem verða 30 þús. kr. á mánuði. Birgit Kositzke hefur í fjögur ár ræktaðkanínur til manneldis á Syðri-Kárastöðum, skammt frá Hvamms- tanga. Kanína ehf., fyrirtækið sem hún er aðaleigandi að, glímir við fjárhagsvanda eins og er, en hún freistar þess nú að afla fjár til rekstrarins. Búskapurinn hófst 2011 þegar Birgit átti fjórar kanínur, karlinn Daddy Cool og þrjú kvendýr í skúr ofan við Hvammstanga, en starfsemin vatt heldur betur upp á sig. „Við höfum slátrað reglubundið síðan í janúar á þessu ári en ekki í miklu magni; ég held við höfum slátrað um 650 kanínum á árinu og við ætlum að framleiða fleiri sláturdýr. Það þarf að fjárfesta meira næstu sex mánuði en skv. áætlun mun fyrirtækið standa undir rekstrinum eftir þann tíma. Ég setti peninga í fyrirtækið en hef ekki meira og mér þætti hundleiðinlegt ef ég þyrfti að gefast upp, þegar ég veit að eftir sex mánuði gæti stað- an verið orðin góð,“ segir Birgit í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Safnar á Karolina Fund Hún hyggst setja af stað fjársöfnun á Karo- lina Fund á netinu auk þess sem hún býður fólki að kaupa sútuð kanínuskinn í forsölu, eins og sagt er frá hér til hliðar. „Skinnin nota menn á ýmsan hátt; sumir sem skraut, handverksfólk getur líka unnið úr þeim, til dæmis föt, og svo eru nýfædd börn líka stundum látin liggja á kanínuskinni.“ Birgit seldi kanínukjöt á matarhátið í Hörpu í ár og kjöt frá henni er í boði á nokkrum veitingastöðum; Kolabrautinni í Hörpu, Coconut úti á Granda, það fæst á Bergi, veitingahúsi á Icelandair hótelinu í Vík í Mýrdal, og á Sjávarborg á Hvamms- tanga. „Eini möguleiki fólks á að kaupa sér kanínukjöt til að elda sjálft er Matarbúrið úti á Granda og það lítur vel út með sölu.“ Fólki gafst kostur á að smakka kanínukjöt á matarhátíðinni í Hörpu. „Kokkarnir á Kolabrautinni elduðu það og mörgum kom á óvart hve kjötið er gott. Kanínukjöt er mjög hollt en það verður aldrei ódýrt. Þrátt fyrir það er ég mjög bjartsýn en það tekur auðvit- að tíma að fá fótfestu á markaðnum. Íslend- ingar eru vanir að borða mikið kjöt og mér finnst kanínukjöt spennandi valkostur í við- bót við það sem er til staðar.“ Birgit er frá Þýskalandi. „Heima vorum við alltaf með 4-5 kanínur og það kom mér á óvart þegar ég kom til Íslands að kjötið væri ekki til hér. Lambakjötið er mjög gott en mig langar að auka fjölbreytni. Þegar ég spurði hvers vegna hér væri ekki kanínu- kjöt í boði sagði fólk að það borðaði ekki vini sína! Þegar ég ákvað að búa á Íslandi langaði mig að vinna við eitthvað sem ég hef gaman af og ákvað því að reyna þetta. Fór á námskeið og lærði að búa til við- skiptaáætlun en það var frekar erfitt því engin fordæmi voru fyrir þessu. Ég notaði því íslensku aðferðina: ákvað að prófa og sjá svo bara til!“ HÚNAÞING VESTRA Bjartsýn á kanínurækt til manneldis BIRGIT KOSITZKE REYNIR AÐ SAFNA FÉ Í REKSTUR KANÍNU EHF. TIL AÐ ÞURFA EKKI AÐ HÆTTA. SEGIR VANDAMÁLIÐ TÍMABUNDIÐ OG VONAST TIL AÐ GETA HALDIÐ ÁFRAM ÞVÍ BJART SÉ FRAMUNDAN. Birgit Kositzke: Kanínukjöt er hollt og gott og skemmtileg viðbót við kjötmarkaðinn á Íslandi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Birgit býður fólki að kaupa sútuð kan- ínuskinn í forsölu. „Það er aðferð sem gæti reynst mér mjög vel til að fá pen- inga í reksturinn. Ég á nóg hráefni og býð fólki að kaupa skinn fyrirfram; að borga núna fyrir jólin en fá skinnin af- hent snemma á næsta ári þegar búið verður að súta þau. Hugmyndina fékk ég þegar kunningi minn keypti rófuflög- ur með þessum hætti fyrirfram, til þess að styrkja viðkomandi rekstur. Það finnst mér mjög sniðugt og kanínuskinn gæti auðvitað verið falleg jólagjöf!“ segir Birgit við Morgunblaðið. Hún nefnir að frumkvöðlar fái gjarnan styrk til að þróa hugmynd en styrkveit- ingu ljúki oft áður en verkefnið sé kom- in það langt að starfsemin sé farin að standa undir sér. „Þannig er staðan ná- kvæmlega hjá okkur núna. Kanínukjöt framleitt á vistvænan hátt á Íslandi er komið á markið og ég er mjög bjartsýn á framhaldið en uppbyggingin hefur ekki gengið jafn hratt og vonast var til, verk- fall dýralækna tafði okkur til dæmis dá- lítið,“ segir Birgit. Viltu skinn í forsölu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.