Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 14
E va María Jónsdóttir hefur ekki undan að taka á móti árnaðar- óskum þessa morgunstund sem við sitjum saman á kaffihúsi Þjóð- minjasafns Íslands. Gestir og gangandi kyssa hana og kjassa. „Ég finn mik- inn áhuga fyrir þessu nýja starfi mínu, alla vega á þessum bletti. Ég veit ekki hvort fólk er eins spennt í Smáíbúðahverfinu eða Ár- bænum,“ segir hún og kímir. Kaffið er komið á borðið. Er það vel enda trúir Eva María mér fyrir því að hún geti ekki á sér heillri tekið fyrr en fyrsti bolli dagsins er kominn á sinn stað í maganum. Vani sem ágerst hefur með árunum. „Ég er ofboðslega spennt fyrir þessu starfi enda fellur það vel að reynslu minni og áhugasviði. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég fæ vinnu út frá námi. Komin á miðjan aldur,“ heldur Eva María áfram en um ára- mótin tekur hún við starfi vef- og kynning- arstjóra Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum eftir að hafa lokið mastersnámi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Ala sig ekki upp sjálf Um er að ræða hlutastarf, 50%, sem Eva María segir henta sér ljómandi vel um þessar mundir enda með stórt heimili. Hún á þrjú börn, maðurinn hennar önnur þrjú og svo eiga þau eitt saman, fimm ára gamla telpu. Ekki er upp á það logið, fjölskyldumynstrið á 21. öldinni. „Ég hélt satt best að segja að bú- ið væri að útrýma öllum hlutastörfum í þágu hagræðingar en svo er sem betur fer ekki. Í mínum huga er mikilvægt að fólk eigi þess kost að vinna hlutastarf, sérstaklega þegar það rekur stórt heimili. Þau ala sig víst ekki upp sjálf, blessuð börnin.“ Eva María segir sérstaklega mikilvægt að halda vel utan um börn eftir hjónaskilnað en sjálf skildi hún fyrir sjö árum. „Afi minn var skilnaðarbarn árið 1915, sem var mjög sjald- gæft á þeim tíma. Hann kom mjög harður undan þeirri reynslu en afskaplega duglegur og vinnusamur. Bróðir hans tók öðruvísi á málinu og ég hef heyrt fólk í fjölskyldunni lýsa honum sem of linum og alla tíð leiðum út af örlögum fjölskyldunnar. Hvorugt er ákjós- anlegt og mótaði þá alla tíð. Auðvitað voru þetta aðrir tímar en það er sama, mér finnst mikilvægt að gefa börnum sem mér er trúað fyrir eins mikinn tíma og ég get.“ Um er að ræða nýtt starf og Eva María segir að spennandi verði að taka þátt í að móta það. Hún sé með allskyns hugmyndir. „Árnastofnun er grundvallarstofnun í okkar þjóðlífi og grunnverðmæti hennar eru gríð- arleg. Samt hafa margir ekki hugmynd um út á hvað starfsemin gengur. Það er ótrúlegt magn efnis og upplýsinga inni í stofnuninni, ekka bara handrit, ég áttaði mig vel á því í mínu námi, og mitt hlutverk verður að láta vita hvað er til og gera það efni aðgengilegra fyrir fræðimenn sem aftur gera það aðgengi- legra fyrir almenning. Þarna er til dæmis þó- nokkuð af latínubréfum, sem handskrifuð eru af Íslendingum. Hver vill vinna með það efni?“ Líka fyrir útlendinga Árnastofnun rekur eigin vef og kemur auk þess að öðrum vefjum, svo sem handrit.is, þar sem nálgast má myndir af og upplýsingar um íslensk handrit, og ismus.is, þar sem hægt er að hlusta á upptökur úr efnismiklu þjóð- fræðasafni stofnunarinnar. „Mitt fyrsta verkefni verður að efla eigin vef stofnunarinnar og gera hann aðgengilegri en það er mjög mikilvægt að koma vefnum á framfæri við bæði fræðimenn og almenning. Þar má nálgast margs konar fróðleik um ís- lenska tungu, bókmenntir og menningu og þar geta til dæmis þeir sem vilja skrifa góða íslensku sótt sér leiðbeiningar, meðal annars um beygingu orða og stafsetningu.“ Hún segir þetta ekki síður eiga við um út- lendinga en Íslendinga en fyrir liggi að næst á eftir náttúrunni komi erlendir gestir hingað til að kynna sér menningu þjóðarinnar. „Það eru margir meðvitaðir um að miðaldabók- menntir okkar séu merkilegar. Þess utan hafa íslenskir fræðimenn ekki undan að rann- saka þennan merkilega arf, við þurfum allra handa fræðimenn og samanburður við útlönd er mjög mikilvægur. Þrátt fyrir að við séum eyland hafa íslenskar bókmenntir aldrei verið alveg einangraðar.“ Þegar Eva María varð ólétt af yngsta barninu sínu, sem fæddist árið 2010, varð henni ljóst að hún væri ekki að fara að vinna fulla vinnu. „Það var allt að breytast hjá mér. Nýr maður og þrjú stjúpbörn sem ég þekkti lítið á þessum tíma og svo var ég orðin ólétt. Þarna fann ég mjög glöggt að tímabært væri að setja einkalífið í fyrsta sæti og ákvað því að kveðja heim fjölmiðlanna. Það gerði ég með þakklæti en ekki söknuði. Það er skemmtilegast að vinna í sjónvarpi þegar maður er á bólakafi og vill helst ekki gera neitt annað og að mér læðist sá grunur að til lengri tíma hafi ég haft meiri áhuga á starf- inu en mínu eigin lífi og nánasta umhverfi. Ég hafði tekið mínu eigin lífi sem sjálfsögðum hlut og fjölskyldunni sem gefinni. Við þetta bætist að ég hafði misst forvitnina um annað fólk sem er alls ekki gott fyrir þann sem vinnur við að spyrja.“ Skildi ekki hugmyndafræðina Þarna hafði líka orðið hrun í samfélaginu og dansinum æðisgengna við gullkálfinn lokið. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr tóku fjölmiðlar þátt í að byggja upp þetta mikla veldi sem íslenska þjóðin hélt að hún væri í aðdraganda hrunsins. Eftirminnilegasta við- talið sem ég tók á þessum tíma var við Krist- ínu Pétursdóttur hjá Kaupþingi sem hafði lát- ið af störfum hjá bankanum vegna þess að hún var ekki sammála því að mikilvægast væri að bankinn þendist út og færði út kví- arnar í stað þess að reka betur þær einingar sem fyrir voru. Ekki leið heldur á löngu uns allt var hrunið.“ Í stað þess að leita sér að hlutastarfi ákvað Eva María að fara í nám. Við Háskóla Ís- lands er til nám sem kallast medieval Ice- landic studies, skammstafað MIS og nemend- urnir þar af leiðandi kallaðir „mislingar“. Evu Maríu leist vel á þetta nám en komst að raun um að það væri bara ætlað enskumælandi nemendum. Engu tauti var við forráðamenn námsins komið þótt Eva María staðhæfði að hún talaði prýðilega ensku. Þess í stað var henni bent á að rita sig inn í íslensk fræði og fá leiðbeinanda til að setja saman fyrir sig nám sem svipaði til MIS. „Leiðbeinandinn hvatti mig strax til að fara að vinna með handrit, þar væri allt sem ég væri að leita að. Ég hafði ekki áttað mig á því og mér féllust satt best að segja hendur þegar ég horfði í fyrsta skipti á gömlu handritin. Hvernig get- um við lesið þetta?“ Hún hlær. Þar með hófst glíma Evu Maríu við „skrift- ir allra alda“ og hún komst fljótt að raun um hið fornkveðna – æfingin skapar meistarann. „Það var mjög góð tilfinning þegar þessi heimur byrjaði að ljúkast upp og maður byrj- aði að geta lesið handrit.“ Sjötíu ára starfsævi Meðan Eva María nam íslensk fræði á MA- stigi varð til nám í miðaldafræðum á mast- ersstigi við Háskóla Íslands. Það gat hún ekki látið framhjá sér fara. Hægt er að velja nokkrar leiðir innan námsins og Eva María valdi íslenskar bókmenntir. „Ég er afar ánægð með þetta nám. Ég hafði frábæra kennara og möguleikarnir eru ótrúlegir. Menn geta átt sjötíu ára starfsævi fyrir hönd- um og aldrei dauður punktur. Í mínu tilviki verða það kannski ekki alveg sjötíu ár.“ Hún hlær. Meðan á náminu stóð kynntist hún nokkr- um erlendum nemendum, það er „misl- ingum“, og kveðst bera ómælda virðingu fyrir þeim. Mikla ástríðu þurfi til að flytja hingað og læra forníslensku til að geta grúskað í handritum. Lokaverkefni Evu Maríu teigði sig inn á tuttugustu öldina enda segir hún að færa megi rök fyrir því að miðöldum hafi ekki lokið hér á landi fyrr en þá, með tilkomu útvarpsins. „Útvarpið lokaði alla vega á eitt af helstu einkennum miðalda, rímurnar. Þær hafa lítið verið í umferð síðan, það eru bara Sigur Rós og kvæðamannafélögin sem hafa unnið með rímur. Það fer ekki mikið fyrir þessari hefð okkar sem ríkti yfir aðrar kvæðagreinar í um sex hundruð ár.“ Ómótstæðilegur karakter Verkefnið hverfðist um þann mikla kappa Gretti Ásmundarson, nánar tiltekið rímur af honum frá fimmtándu öld og nánast fram á okkar daga en söngleikur var sem kunnugt er saminn um Gretti seint á síðustu öld. „Ég hef lengi haft áhuga á rímum og Grettir er ómót- stæðilegur karakter sem er með sterk tengsl inn í þjóðarsálina. Það stenst enginn Gretti sem kynnist honum. Því get ég lofað. Hann var skáldmæltur og á margan hátt vænn en skapstór og ofbeldisfullur og rakst illa í sam- félaginu. Þá var Grettir með afbrigðum myrk- fælinn eftir glímuna frægu við drauginn Glám. Ég tek alltaf afstöðu með Gretti og er það sennilega ekki mjög fræðilegt. Móðir Grettis, Ásdís á Bjargi, unni honum en hann var ástlaus af föður sínum sem aftur hafði verið ástlaus af sínum föður. Þetta er algengt þema í fornsögunum og ef til vill verða ógæfumenn til vegna þessa. Segja má að ég beri móðurlega umhyggju fyrir Gretti.“ Hún brosir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eva stundar nám við Háskóla Íslands. Hún rit- aðist fyrst inn haustið 1991, að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. „Það munaði litlu að ég færi í eðlisfræði en ég var með svo mikla timburmenn um morg- uninn sem ég þurfti að ákveða mig endanlega Ber móðurlega um- hyggju fyrir Gretti EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR HEFUR VERIÐ RÁÐIN VEF- OG KYNNINGARSTJÓRI STOFNUNAR ÁRNA MAGNÚSSONAR Í ÍSLENSKUM FRÆÐUM. STARFIÐ LEGGST MJÖG VEL Í HANA ENDA FELLUR ÞAÐ VEL AÐ MENNTUN HENNAR OG ÁHUGASVIÐI. HÚN ÚTILOKAR EKKI AÐ VINNA AFTUR Í SJÓNVARPI EN BRÝNT SÉ AÐ RÍKISÚTVARPIÐ LOSNI ÚR GÍSLINGU STJÓRNMÁLANNA OG FJÁRHAGSÞREFI SVO ÞAÐ GETI RÆKTAÐ SITT HLUTVERK MEÐ SÆMD. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.