Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 15
„Árnastofnun er grund- vallarstofnun í okkar þjóðlífi og grunnverðmæti hennar eru gríðarleg,“ segir Eva María Jónsdóttir. Morgunblaðið/Golli að ég valdi bókmenntafræði í staðinn. Það val skýrist af ástandi mínu á þessu augnabliki,“ segir hún glottandi. Nema hvað? Hátimbrað val. Finnst allt spennandi „Annars er ég svo heppin að mér finnst allt spennandi í lífinu, það á við um nám eins og annað. Þess vegna lagðist bókmenntafræðin strax vel í mig,“ heldur hún áfram. Veturinn 1992-93 hélt Eva utan og nam bókmenntafræði við hinn sögufræga Sor- bonne-háskóla í París. Skólakerfi Frakka er af öðrum toga en á Íslandi og þar sem Eva sat kúrsa með skemmra komnum nemendum fannst henni hún ekki fá nægilega mikið út úr náminu í bókmenntafræðilegum skilningi. Við heimkomuna fékk hún námið því metið sem frönsku. Um sumarið vann hún á tjaldstæð- inu á Mývatni. Líf og fjör var þar og Eva eld- aði ofan í túristana í þar til gerðum bíl. „Í frí- tíma mínum fór ég gjarnan á hestbak og svo illa vildi til í einum útreiðartúrnum að ég féll af baki. Þurfti þá að fara aftur suður í veik- indafrí,“ segir hún. Í meiðslunum gafst góður tími til að fletta blöðunum og dag einn rakst Eva á auglýs- ingu frá Ríkissjónvarpinu. Skriftu vantaði til starfa í nýjum dægurmálaþætti, Dagsljósi. Hún sótti um og ráðstafaði þar með, án þess að gera sér grein fyrir því, næstu átján árum í sínu lífi. Eva segir vinnuna við Dagsljósið hafa verið bæði krefjandi og gefandi og hraustlega hafi verið lagt inn í reynslubank- ann næstu árin. Sigurður Valgeirsson rit- stýrði þættinum en við hann unnu einnig dag- skrárgerðarfólkið Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, Ólöf Rún Skúladóttir, Þorfinnur Ómarsson og Fjalar Sigurðarson. Egill Eðvarðsson fram- leiddi þáttinn en Eva María segir hann, bráð- ungan manninn, þá þegar hafa verið orðinn „grand old man“ í sjónvarpi. „Egill var reyndur og úrræðagóður og kunni þetta allt. Það var eftirminnilegt að vinna með öllu þessu fólki.“ Skakkir vinklar Umgjörð þáttarins var nútímaleg og Eva María lærði á allskyns tæki og tól. „Mikið var lagt upp úr lúkkinu, myndavélarnar með skakka vinkla og ég veit ekki hvað. Menn vildu ekki fara einföldustu leiðina. Ekki spillti það heldur fyrir að þátturinn fjallaði um allt milli himins og jarðar.“ Dagsljós var sent út í beinni útsendingu og Eva María fékk til að byrja með ítrekað mar- tröð þess efnis á nóttunni að hún væri að klúðra einhverju. Svo vandist þetta. Smám saman lærði hún fleiri handtök og nálganir í sjónvarpi og í lok fyrsta vetrarins var henni treyst til að gera sitt eigið innslag í þáttinn. „Þetta var ekki skóli í þeim skilningi að ég fengi ákveðin réttindi eða prófgráðu en eigi að síður var þetta skóli. Með fjölbreyti- legum kennurum,“ segir hún. Eva María vann í þrjú ár í Dagsljósi og eftir það var hún til skamms tíma í dæg- urmálaútvarpinu á Rás 2 sem Sigurður G. Tómasson stýrði á þeim tíma. Þá vann hún sem skrifta við gerð kvikmyndar þáverandi eiginmanns síns, Óskars Jónassonar, Perlur og svín. Hún kom sér því upp fjölbreyttri reynslu á þessum árum. Fyrsti sjónvarpsþátt- urinn sem hún stýrði sjálf hjá RÚV kallaðist Stutt í spunann sem var skemmtiþáttur, þar sem valinkunnir leikarar spunnu allskyns þræði í beinni útsendingu. Mæltist hann ágætlega fyrir og fékk Edduverðlaun. Eva María eignaðist sitt fyrsta barn árið 1999 og tók sér þá fimmtán mánaða frí frá störfum. Eftir það réði hún sig í Kastljósið ásamt Kristjáni Kristjánssyni og Gísla Mar- teini Baldurssyni. Næsta áratuginn vann hún að ýmsum verkefnum í sjónvarpi og óhætt að fullyrða að hún sé ein ástsælasta sjónvarps- kona landsins á seinni árum. Miðill á krossgötum Næstu misserin munu einkalífið og Árna- stofnun ganga fyrir en Eva María útilokar samt ekki að hún eigi eftir að vinna aftur við sjónvarp. „Sjónvarpið getur alltaf leitað til mín varðandi einstök verkefni. Stundum er áhuginn til staðar, stundum ekki. Annars er til nóg af fólki sem vill vera í sjónvarpi, þann- ig að ég hef engar áhyggjur af því að ekki verði fyllt upp í lögboðnar dagskrármínútur enda þótt ég verði fjarri góðu gamni.“ Hún hlær. Hún segir sjónvarpið sem miðil vera á krossgötum. Neyslumynstur fólks sé að breytast og svokölluð línuleg dagskrá á und- anhaldi. Sjálf er hún komin upp á lagið með að horfa á framhaldsþætti í beit í stað þess að bíða í heila viku eftir næsta þætti. Nefnir hún bresku þættina Poldark í því sambandi en einnig hefur hún mikið dálæti á Mad Men og Brúnni. „Fólk mun alltaf hafa áhuga á góðu sjón- varpi en stöðvarnar þurfa að hafa svigrúm til að vinna á lengri tímaskala og þróa verkefni í lengri tíma. Þá er ég að tala um ár en ekki vikur. 365 hefur á umliðnum árum borið gæfu til að þróa hugmyndir með farsælum hætti og gert nokkra áhugaverðar þáttaraðir. Trú mín er sú að 365 hafi styrkt stöðu sína ennfrekar með því að ráða Jón Gnarr sem dagskrár- stjóra innlends efnis. Hann þekkir miðilinn vel og hefur þegar sett á laggirnar sérstaka handritsdeild sem er mjög metnaðarfullt skref.“ Hugsum stærra! Eva María ber hag Ríkissjónvarpsins fyrir brjósti. „RÚV hefur alla burði til að framleiða gott sjónvarpsefni, ekki bara fyrir þrjú hundr- uð þúsund hræður hér heima, heldur líka fyr- ir Evrópu- og jafnvel alheimsmarkað. RÚV gæti hæglega verið farsælasta framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki landsins. Vandinn er hins vegar sá að stofnunin er ævinlega í gíslingu stjórnmálanna, þar sem of mikil orka fer í að deila um fjármögnun og fyrirkomulag í stað þess að búa til gott sjónvarp fyrir fleiri. Stjórnmálamenn virðast á köflum hræddir um að RÚV verði einhver lúxusríkisspeni, sem framleiði þjóðkunna einstaklinga sem gætu orðið fyrirferðarmiklir. Fyrir vikið þurfa hús- bændur á RÚV alltaf að hugsa til styttri tíma og verjast ásókn í stað þess að vinna eftir metnaðarfullri framtíðarsýn. Þeirri nálgun verður að breyta. Hugsum stærra!“ Hafandi sagt þetta þykir Evu Maríu Ríkis- útvarpið vera í góðum höndum. „Ég hef verið mjög hrifin af Magnúsi Geir Þórðarsyni sem stjórnanda. Hann er mjög áhugaverður og nú- tímalegur og nálgast starf sitt á mjög for- vitnilegan hátt, sem leiðtogi og jafningi í senn. Stjórnendur RÚV hafa oftar en ekki endað uppi í fílabeinsturni en nú hef ég á tilfinning- unni að búið sé að taka þann turn niður. Ég vona bara að Magnús Geir hafi nóg af góðu fólk með sér, það gerir þetta enginn einn maður.“ Ekki metið til fjár Eva María upplýsir að lokum að hún eigi sér draum; að Árnastofnun og Ríkisútvarpið vinni að einhverju verkefni saman. „Það væri til- valið enda eiga þessar tvær stofnanir margt sameiginlegt, ekki síst varðveislu ómetanlegra heimilda. Ég horfi á þetta sömu augum; það er bara meira af miklu eldri heimildum hjá Árnastofnun. Báðar stofnanir búa að gríð- arlegum verðmætum sem ekki verða metin til fjár.“ * Fólk mun alltaf hafa áhuga á góðu sjónvarpien stöðvarnar þurfa að hafa svigrúm til aðvinna á lengri tímaskala og þróa verkefni í lengri tíma. Þá er ég að tala um ár en ekki vikur. 13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.