Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 16
hugleiða hvað það raunverulega er við jólin sem gerir okkur sjálf og aðra fjölskyldumeðlimi ham- ingjusöm.“ Að létta álagið í vinnunni getur verið flóknara, enda þarf jú að vinna verkin. „En hvernig væri að leyfa dögunum þá að vera á léttu nótunum, og gera eitthvað skemmti- legt til að veita smá tilbreytingu og frí frá streðinu? Mikið er að gera en alveg óhætt að allir gefi sér smátíma s.s. til að halda litlu jólin fyrir starfsmannahópinn, eða fá jólasvein í heimsókn. Smá léttleiki og jólagalsi ætti bara að verða til þess að fólk vinnur betur.“ Bendir Ólafur líka á að stundum Jólin eiga að vera tími gleði oghlýju. Desember vill samt stund-um breytast í mikið streitu- tímabil og jólahamingjan á það til að falla í skuggann af miklum önnum bæði heima fyrir og í vinnunni. Ólafur Kári Júlíusson er vinnu- sálfræðingur hjá Vinnuvernd og segir hann að oft komi á hans borð erfið vinnustaðamál á þessum tíma árs. „Mál sem hafa kannski lengi legið kyrr koma þá upp á yfirborð- ið. Það er eins og álagið í aðdrag- anda jóla valdi því að kveikjuþráð- urinn styttist.“ Enda eru margir aðframkomnir. „Oft er fólk í bullandi yfirvinnu til að „klára árið“ fyrir fyrirtækið, og eftir erfiðan dag í vinnunni kemur fólk heim þar sem þarf að skreyta, baka, skrifa í jólakortin, kaupa gjafirnar og helst að þrífa svo vel að heimilið er nánast sótthreinsað.“ En hvað má til bragðs taka? Er eitthvert gagn í því að segja þeim sem er að farast úr jólastressi og útkeyrður af vinnu að slaka á? Ólafur segir strax hjálpa mikið ef fólk gefur sér örlítið svigrúm til að skipuleggja bæði verkefnin í vinnunni og heimafyrir. Það geri vinnuna við- ráðanlegri og geti hjálpað til að dreifa álaginu betur ef skýrt liggur fyrir hvað þarf að gera. „En um leið er ágætt að staldra við og spyrja hvers vegna þarf að gera allt sem við teljum okkur þurfa að klára áður en jólin ganga í garð. Er þetta allt nauð- synlegt? Höldum við að jólakött- urinn komi og éti okkur ef jólin verða ekki eins og í Disney- mynd? Er kannski allt í lagi ef það leynist lítill rykhnoðri bak við sófann? Er öll yfirkeyrslan og hlaupin hugsanlega að standa í vegi fyrir því að við njótum jólanna, og jafnvel að breyta tíma gleði og samveru í andhverfu sína? Okkur er öllum hollt að geti fólk verið svo önnum kafið við að reyna að eiga gleðileg jól, að það nær ekki að vera til staðar í augnablikinu. „Ef við ætlum okkur stöðugt að reyna að líða á þennan eða hinn veginn, og erum alltaf að tékka á okkur sjálfum, þá er auð- velt að missa af því sem er að ger- ast í núinu, og jólin virðast kannski vera misheppnuð þegar upp er staðið því þau pössuðu ekki við ákveðnar væntingar sem notaðar voru sem mælistika. Upplifun okk- ar af raunveruleikanum á stundum ekkert skylt við raunveruleikann sjálfan. Þess vegna þurfum við að gæta þess hvar við setjum mæli- stikuna fyrir „jólagleðina“.“ Það getur gerst ef fólk notar ákveðnar væntingar sem mælikvarða á gæði jólanna að illa gangi að njóta þeirra sem skyldi. Morgunblaðið/G.Rúnar ÞEGAR JÓLAUNDIRBÚNINGURINN SKEMMIR JÓLIN Má ekki vera lítill rykhnoðri bak við sófann? ÞAÐ MÁ REYNA AÐ DRAGA ÚR ÁLAGINU MEÐ ÞVÍ AÐ LEYFA LÉTTLEIKANUM AÐ KOMAST AÐ Í VINNUNNI. ER LÍKA VEL ÞESS VIRÐI AÐ ENDURMETA HVAÐ ÞAÐ ER VIÐ JÓLIN SEM VIRKILEGA GLEÐUR OG HVERJU MÁ SLEPPA. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ólafur Kári Júlíusson Heilsa og hreyfing Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Golli *Rannsókn sem gerð var á síðasta ári leiddií ljós að jólastressið nær hámarki hjábreskum konum um kl. 14:30 á Þorláks-messu. Rannsóknin, sem var ekki endilegahávísindaleg, leiddi í ljós að 8 af 10 mæðr-um sögðust gera „of mikið“ þegar þærundirbúa jólin og 67% upplifðu jóladag sem streituvald. Við suðupunkt á Þorláksmessu þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Jólaskeið ERNU 2015 og servíettuhringur ársins Verð 21.500,- Verð 12.500,- Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 ERNA Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is Í fyrsta sinn frá 1974 er jólaskeiðin skreytt báðum megin. Skeiðin er hönnuð af Ragnhildi Sif Reynisdóttur, gullsmið og hönnuði og myndskreytt af Hildi Ingu Björnsdóttur, myndlistarmanni. GULL- OG SILFURSMIÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.