Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Síða 36
Græjur og tækni 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 T alsvert var um það fjallað í vikunni að nú er hægt að kaupa fótboltaleiki í Sjónvarpi Símans og eins hyggst Síminn fara að bjóða fólki upp á að kaupa tónleika með Sin- fóníuhljómsveitinni í Hörpu. Til viðbótar við þessar nýjungar nefndu menn í leiðinni að til- raunir stæðu yfir með útsendingar á 4K-sjónvarpsefni. Davíð Gunnarsson og Svein- björn Bjarki Jónsson vinna að þessu verkefni fyrir Sjónvarp Sím- ans. Davíð segir kveikjuna að því hafa verið að Síminn hugðist taka upp næstu kynslóð af mynd- lyklum, sem lið í eðlilegri end- urnýjun. Þar sem nýju lyklarnir styðji 4K-útsendingar hafi síðan verið ákveðið að slá til og prófa það í leiðinni. „Lykillinn er ekki kominn reyndar en við höfum verið með innvols úr honum til að prófa og það er svo von á honum snemma á næsta ári,“ segir Davíð. Fólk þarf að fá að prófa Það að fá myndlykil sem styður 4K-útsendingar segir þó ekki nema hálfa söguna, því það er eðlilega lykilatriði að hafa aðgang að efni á því sniði. Davíð segir og að slíkt efni verði til fljótlega eftir áramót, en ekki ljóst hvort rás verði lögð undir 4K-efni eða send- ir út stakir þættir eða myndir. „Fólk þarf náttúrlega að fá að prófa að upplifa þetta og við verðum með einhverjar skrár til að fólk geti prófað tæknina, það er ekkert gaman að kynna eitt- hvað nýtt og svo getur fólk ekki skoðað það,“ segir Davíð. Þegar gengið er á hann með það hvenær hægt verði að komast í 4K-straum segist hann ekki geta lofað því að það verði komin alvöru sjónvarps- rás eða mikið af efni í SkjárBíó, „en þetta byrjar svipað og hás- kerpusjónvarpið hjá okkur á sín- um tíma, að það verður eitthvað af flottu efni til að skoða. Þetta er þó kostnaðarsöm tækni og borgar sig ekki að lofa of miklu. Ég býst þó við því að þetta muni gerast hraðar en var með háskerpuna, HD-útsendingarnar.“ Eðlileg uppfærsla Eins og getið er þá er uppfærslan í 4K-myndlykla liður í eðlilegri uppfærslu myndlykla, það sé komin ný kynslóð á markað sem er miklu öflugri en eldri gerðir og þá opnast ýmsir möguleikar. „Þessir myndlyklar eru þó hvergi komnir í almenna notkun og verða ekki fyrr en í janúar eða febrúar hjá stórfyrirtækjum úti í heimi, en það var hjá okkur út- sendari frá stórum mynd- lyklaframleiðanda í síðustu viku til að hjálpa okkur við að setja kerfi upp og samstilla okkur við nýju lyklana. Ég á því von á því að í mars eða apríl verðum við til- búnir til að leyfa fólki að prófa ef það er þá komið með nýjan myndlykil. Það komu upp til- tölulega lítil tæknivandamál hjá okkur við þær tilraunir sem við höfum verið að gera þannig að það verður ekki vandamál. Vanda- málið verður að finna nóg af góðu efni“ Davíð segist ekki hafa mikla trú á að framleitt verði íslenskt efni í 4K-gæðum í bráð. „Það þarf að uppfæra svo mikið í innviðum, kaupa nýjar myndavélar og fjöl- margt annað. Svo tekur það ef- laust einhvern tíma áður en það verður gott framboð á efni í 4K- gæðum, ætli það verði fyrr en næsta haust í fyrsta lagi.“ Meiri myndgæði = meiri bandvídd Það að streyma sjónvarpsefni um koparlínur kallar eðlilega á bandvídd, og því meiri bandvídd eftir því sem myndgæðin eru meiri. Þannig er til að mynda tæpast hægt að streyma HD-efni yfir hefðbundið ADSL og úti- lokað að streyma 4K. „Við erum núna að prófa tvær tilraunarásir. Önnur er 12 Mbitar og hin er 24 Mbitar, en HD kallar á 8 Mbita að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að þeir sem séu með ljósleiðara þurfi ekki að hafa áhyggjur og ekki heldur þeir sem eru með VDSL-tengingu, sem Síminn kallar Ljósnet, en þá er ljósleiðari í götuskáp og svo kop- ar inn í hús. Háskerpa í aðsigi FRAMUNDAN ER BYLTING Í SJÓNVARPSTÆKNI ÞEGAR SENT VERÐUR ÚT Í MEIRI GÆÐUM EN ÁÐUR HEFUR ÞEKKST. TÆKNIN KALLAST 4K OG KREFST BETRI SJÓN- VARPSTÆKJA, BETRA SJÓNVARPSEFNIS OG MEIRI BAND- VÍDDAR. HJÁ SÍMANUM HAFA MENN VERIÐ AÐ GERA TIL- RAUNIR MEÐ 4K-ÚTSENDINGAR OG SPÁ ÞVÍ AÐ VIÐSKIPTAVINIR GETI FARIÐ AÐ FIKTA NÆSTA VOR. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Davíð Gunnarsson og Sveinbjörn Bjarki Jónsson vinna að tilraunum á 4K útsendingum fyrir Sjónvarp Símans. Morgunblaðið/Golli Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn Félagsmenn í The Useless Information Society í Bretlandi söfnuðu saman efni bókarinnar Fánýtur fróðleikur sem út er komin hjá Sögum útgáfu. Ásgeir Berg Matthíasson er þýðandi og hefur jafnframt bætt við alíslenskum en fánýtum fróðleik. Einskis nýtar upplýsingar á bók Það er rétt svo að fólk sé búið að læra á HD og Full HD að nýr staðall bætist við og þá þarf að læra upp á nýtt. Allir þessi staðlar byggjast á upplausn, byggjast á því hve margir mynddílar sjást á skján- um og þumalputtareglan að því meiri sem upplausnin er því betri verður myndin. Fyrstu sjónvörpin voru með grófa mynd, mjög stóra díla og því ekki marga á skjánum. Eftir því sem tækninni hefur fleygt fram hefur dílunum fjölgað; 480p/540p var staðallinn all- lengi, HD var svo með 720p, Full HD 1080i/p og svo var smíðaður nýr staðall, Ultra HD sem er 2160p. Hvað er þá 4K? spyrðu kannski steinhissa en það er í raun bara það sem kallast mark- aðsmál, frasi sem fundinn var upp til að selja sjónvarpstæki þó hann sé almennt notaður í dag, stundum sem 4K ULtra HD eða 4K UHD. Að þessu sögðu þá er ekki víst að öll 4K-tæki séu með sömu upplausn, í Ultra HD- staðlinum segir að upplausnin þurfi að vera að minnsta kosti 3.840 x 2.160 dílar; hún má semsé vera meiri. Við þetta bætast síðan atriði eins og lita- meðferð, en 4K-tæknin býður upp á miklu stærra litasvið. Svo er það efnið sem mörg- um finnst eflaust vera lykilatriði: Eins og er er lítið framboð af 4K-sjónvarpsefni eða kvikmynd- um, en það á væntanlega eftir að aukast á næstu mánuðum, fyrst væntanlega á 4K Blu-ray-diskum, en síðan kemur streymið. Hvað er 4K?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.