Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Page 45
13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Samstarf og hlustun – Þú hefur verið í stjórnmálum síðan 2002. Hvað hefur breyst mest á þessum tíma? „Stærsta breytingin felst í því að fleiri og fleiri sjá mikilvægi þeirrar hóflegu nálgunar sem kölluð hefur verið umræðustjórnmál og lengi var gert grín að. Það er að segja sá sem velst til ábyrgðar er ekki að taka við einhverju kefli sem hann kemur svo til með að hlaupa með næstu fjögur árin án þess að yrða eða hlusta á nokkurn mann. Í dag snú- ast stjórnmálin þvert á móti meira um sam- starf og hlustun. Með því er þó ekki átt við að þeir sem eru í stjórnmálum bíði stefnu- lausir eftir því sem aðrir segja. Umræðu- stjórnmál eru lykillinn að farsælum aðgerð- um og framkvæmdum. Það ríkir hins vegar meiri sátt um lykilákvarðanir, af því að þær hafa verið skoðaðar frá fleiri hliðum. Mér finnst líka línurnar vera að skerpast. Það er tekist á um grundvallaratriði. Í fyrsta lagi hvort þjóðin eigi að njóta arðsins af auð- lindinni, eða hvort hún eigi að renna í hend- ur einkaaðila. Í öðru lagi hvort stefna eigi að jöfnuði eða ekki. Í þriðja lagi eru lykilátök um græna eða gráa framtíðarsýn, í atvinnu- lífi og umhverfismálum. Og í fjórða lagi um frjálslyndi, hvort Ísland eigi að vera opið og deila fullveldi með öðrum þjóðum eða lokað og leggja áherslu á óskorað fullveldi. Mér finnst ekki erfitt að staðsetja mig á þessum meginásum. Ég tel réttlætismál að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindunum, sanngirnis- mál og skynsemi að stefna að auknum jöfn- uði. Ég vil græna framtíð, fjölbreytt atvinnu- líf og opið Ísland í nánu samstarfi við aðrar þjóðir. Það er líka mikil breyting að okkur hafi tekist að fara út úr úthlutunarpólitíkinni sem gekk út á það að halda völdum og úthluta gæðum til fyrirtækja, einstaklinga eða hags- munahópa. Þess í stað höfum við tekið upp stefnustjórnmál sem vinna út frá framtíð- arsýn um það hvernig fólk telur best að þróa samfélagið hverju sinni og síðan leikreglum sem gilda jafn yfir alla. Það eru ekkert margir áratugir síðan fólk fór að vinna að stefnumótun í íslenskum stjórnmálum og leggja meira upp úr sanngjörnum leikreglum en bæði umræðu- og stefnustjórnmálin koma að mínu mati sterkt inn með Reykjavík- urlistanum undir forystu Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur. Ef til vill er þetta gamla grasrótarnálgunin úr Kvennalistanum sem er nú orðin meginstraumur og viðtekin vinnu- brögð sem engum dettur í hug að snúa baki við. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hversu mikil breyting felst í þessu.“ – Nefndu dæmi? „Sjáðu til dæmis Aðalskipulag Reykjavík- ur, sem er skýr pólitísk framtíðarsýn um það hvernig góð borg á að þróast við íslenskar aðstæður og í reykvísku samhengi. Þessi sýn og stefna er byggð á samtölum við fólk í öll- um hverfum, öllum atvinnugreinum og fjölda hagsmunahópa. Hér er tekið á öllum stóru viðfangsefnunum sem við þurfum að glíma við. Við þurfum þéttari byggð, áhugavert og hagkvæmara húsnæði og fjölbreyttara at- vinnulíf. Við þurfum grænni nálgun á öllum sviðum og minni útblástur gróðurhúsa- lofttegunda. Við þurfum meiri samkeppn- ishæfni og gera borgina ennþá áhugaverðari fyrir fólk og fyrirtæki sem vilja fjárfesta. Allar borgir þurfa fjárfestingu. Borgin þarf líka að vera barnvæn og bjóða upp á góða þjónustu. Aðalskipulagið er plagg sem tekur utan um allt þetta.“ Bjartsýnn þrátt fyrir halla – Aðeins að fjármálum. Fram hefur komið að allt stefni í 13,4 milljarða halla á rekstri A-hluta borgarinnar á þessu ári. Þetta er langt frá spám og hljóta að vera vonbrigði. „Jú, maður vill auðvitað ekki hafa halla. Í grunninn er ég hins vegar mjög bjartsýnn fyrir hönd borgarinnar. Hallinn á þessu ári skýrist að miklu leyti af töluverðum launa- hækkunum sem færa má rök fyrir að hafi verið tímabærar. Það sem veldur vonbrigð- unum er að tekjurnar fylgdu ekki í kjölfarið. Gamla þumalputtareglan er sú að ef launa- breytingar hjá borginni eru sambærilegar við atvinnulífið þá skilar útsvarið því sem bætt er í launaumslög borgarstarfsmanna. Það gerðist ekki núna og við því þarf að bregðast. Það höfum við gert áður í tilviki borgarsjóðs og Orkuveitunnar og erum að setja upp áætlun um það hvernig við ætlum að loka þessu gati. Þótt þessar tölur virki háar eru þær að stórum hluta vegna lífeyr- isskuldbindinga sem eru gjaldfærðar á þessu ári en koma til greiðslu á áratugum. Hag- ræðingin á næsta ári er vel viðráðanleg. En af hverju er ég bjartsýnn? Staðreyndin er sú að Reykjavík dregur vagninn þegar kemur að hagvexti á Íslandi. Við erum að beita okkur fyrir því að auka fjölbreytni í at- vinnulífinu, og þar erum við að sjá árangur býsna hratt vil ég segja á grundvelli atvinnu- stefnu sem við mótuðum eftir hrun, þegar við áttuðum okkur á því að stórir bankar myndu hvorki bera uppi lífskjör né vöxt og áttu auðvitað aldrei að gera það. Við erum að horfa á öfluga ferðaþjónustu sem er að fjárfesta. Við erum að horfa á þekking- arhagkerfið sem er að eflast úti í Vatnsmýri í samstarfi við háskólana. Við erum að fá inn öflug fyrirtæki eins og Alvogen og CCP í vísindagarðana þar. Við erum að sjá skap- andi fyrirtæki eins og Reykjavík Studios, sem Baltasar Kormákur fer fyrir, vaxa og dafna. Við eigum einmitt í viðræðum við það fyrirtæki um þessar mundir um að setja nið- ur kvikmyndaver í Gufunesi. Markmiðið er að draga hingað heim kvikmyndaverkefni sem annars færu til útlanda. Við erum að sjá sjávarútveginn í Reykjavík eflast eftir að við ákváðum að gamla höfnin í Reykjavík ætti ekki að vera íbúðir og hótel heldur hafnsæk- in starfsemi og það sem færi vel með henni. Það fengi að þróast. Þetta er bæði hefðbund- inn sjávarútvegur, með uppbyggingu HB Granda, en líka nýsköpun eins og í tengslum við sjávarklasann. Það má heldur ekki gleyma því að við erum að sjá menningu og afþreyingu í bland. Grandinn og gamla höfn- in eru að verða eitt áhugaverðasta svæðið í * ... það [var] gæfa ís-lensks samfélags aðBesti flokkurinn kom fram eftir bankahrunið en ekki eitthvert öfgaafl eins og stundum hefur gerst eftir efnahagslegar þrengingar eða stóráföll í Evrópu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.