Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 47
13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Það sem meira er, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, lýsti því skýrt yfir í viðtali við viðskiptablað Fréttablaðsins fyrir ekki svo mörgum vikum, að Icelandair styðji einnig niðurstöðu Rögnunefndarinnar. Þessi yfirlýsing vakti ótrúlega litla athygli en átti í raun að vera á forsíðum blaðanna. Innanrík- isráðherra hefur heldur ekki slegið þessar hugmyndir út af borðinu. Í bréfi sem innan- ríkisráðherra sendi mér á dögunum segir að ráðuneytið vilji þó taka fleiri þætti til athug- unar í viðræðum um framtíð flugvallarmála en þær greiningar og gögn sem Rögnu- nefndin vann með og lagði á borðið. Í mínum huga er það sjálfsagt mál, svona ákvörðun þarf að undirbyggja vel. En í mínum huga er ekkert að vanbúnaði að taka saman þessi gögn, setjast niður og taka af skarið. Hinn kosturinn, sem er líka verið að ræða, er stóraukin uppbygging Keflavíkurflugvallar og tenging hans við höfuðborgarsvæðið með hraðlest á rétt rúmlega tuttugu mínútum. Þetta getur líka verið góður kostur. Þessa hugmynd þarf hins vegar að setja í sam- hengi við það að aukin umferð um Keflavík- urflugvöll kallar á fjárfestingu sem verður varla undir 200 milljörðum króna. Í raun er nánast um algerlega nýjan flugvöll og flug- vallarmannvirki að ræða. Þess vegna hlýtur hagkvæmari og líklega ódýrari flugvöllur í Hvassahrauni að vera áhugaverður kostur í samanburðinum. Frammi fyrir þessum gríð- arlegu fjárfestingum sem framundan eru væri ábyrgðarlaust að skoða þann kost ekki. Hraðlest á flugvöllinn væri svo spennandi kostur, hvor sem niðurstaðan yrði. Og ég undirstrika að í hvorugu tilvikinu er verið að tala um útgjöld úr aðþrengdum ríkissjóði. Í þessum ákvörðunum búum við einfaldlega við algerlega nýtt umhverfi þar sem aukinn fjöldi ferðamanna getur staðið undir miklum stofnfjárfestingum í flugvöllum og lestum gegnum lendingargjöld eða lestarmiðum. Flest gögn liggja fyrir en nú þarf að taka ákvaðarðanir. Og það á að gera út frá al- mannahagsmunum.“ Hægt að finna lausnir – En sérðu fyrir þér að þetta mál verði leyst í fyrirsjáanlegri framtíð? „Ég ætla engu að spá um það en ég held samt að rök séu fyrir því að hægt sé að finna lausnir sem eru ekki bara áhugaverðar fyrir þróun höfuðborgarsvæðisins heldur líka þjóðhagslega hagkvæmar og fela í sér mikil tækifæri. Það að vera með alþjóðaflugvöll í betri tengingu við Reykjavík er auðvitað gríðarlega áhugavert, hvort heldur með nýrri staðsetningu eða lestartengingu.“ – Að allt öðru. Ísraelsmálið var meirihlut- anum þungt í skauti. Nú er komin smá fjar- lægð á það mál, hvernig sérðu það í dag? „Ég hef farið yfir það mál og við blasir að það var alls ekki nógu vel undirbúið af okkar hálfu. Það verður að horfast í augu við það. Ég hef kannað hvernig þessi mál standa í höfuðborgum Norðurlanda og þau eru til skoðunar þar og Evrópusambandið var að gera ákveðna samþykkt um merkingu á vörum frá hernumdu svæðunum. Það virðist því vera heilmikil gerjun hvað þetta varðar í Evrópu. Lærdómurinn af þessu Ísraelsmáli er sá að við stígum engin ný skref fyrr en við erum búin að ráðfæra okkur við systraborgir okkar á Norðurlöndunum og utanríkisráðu- neytið hér heima. Ég hef rætt það sér- staklega við Gunnar Braga Sveinsson utanrík- isráðherra að sest verði yfir þessi mál áður en nokkur skref verða stigin af okkar hálfu.“ Siðferðisleg skylda – Þú ert nýkominn af loftslagsráðstefnunni í París. Er mikilvægt að Reykjavík taki virkan þátt í stefnumótun og aðgerðum vegna lofts- lagsbreytinga? „Já, það er gríðarlega mikilvægt. Ef við tökum ekki þátt í að bregðast við loftslags- breytingum og afleiðingum þeirra er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir geri það. Það er ekki bara pólitísk heldur líka siðferðisleg skylda okkar sem íbúa á jörðinni. Borgir eru líka mjög mikilvægar í þessu sambandi. Núna býr yfir helmingur fólks í borgum og sú þró- un heldur áfram á miklum hraða. Innan fárra áratuga munu tveir þriðju hlutar jarðarbúa búa í borgarsvæðum og það er þegar stað- reynd á Íslandi. Bæði er verið að nýta mesta orku í borgum og skapa mestan hagvöxt en þar verða lausnirnar líka til. Ef betur er að gáð er það að þróa borg í umhverfisvæna og græna átt nánast það sama og að þróa borg í átt til aukinna lífsgæða. En til að ná árangri í loftslags- málum þarf meira til en bara borgina; við þurfum samtal við ríkið og banda- lag við atvinnulífið. Við munum líka vinna að þess- um markmiðum með ná- grönnum okkar hér á höf- uðborgarsvæðinu og nágrannaborgum okkar á Norðurlöndum. Kaup- mannahöfn var fyrsta borgin til að lýsa því yfir að hún ætlaði að verða kolefnishlutlaus. Hún ætlar að vera það 2025, sem er gríðarlega metnaðarfullt markmið, og Stokkhólmur ætlar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í síðasta lagi 2040. Af þessu getum við lært en aðal- atriðið er þó að tefla fram reykvískum lausn- um. Það ætlum við að gera.“ Þurfum að vinna betur – Í lokin langar mig að tala aðeins um flokk- inn þinn, Samfylkinguna. Hún beið sögu- legan ósigur í síðustu þingkosningum og virðist enn vera að tapa fylgi, ef marka má skoðanakannanir, og það í stjórnarandstöðu. Hvernig skýrir þú þetta? Á flokkurinn ekki erindi? „Ég ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera einhver stjórnmálaskýrandi í þessu sam- bandi. Það er alveg rétt, þetta var mikill skellur í þingkosningunum, ég held að við höfum endað í kringum 13%. Ári síðar náð- um við hins vegar góðum árangri í sveit- arstjórnarkosningum, ekki bara hér í Reykjavík, þar sem við náðum 32% fylgi, heldur líka í ýmsum sveitarfélögum hringinn í kringum landið. Ég held að það hafi verið afrakstur skipulegrar vinnu, þar sem við settum brýn mál á oddinn út frá jafn- aðarstefnunni og kynntum lausnir sem við höfum trú á, og án allrar tilgerðar. Það reyndist eiga hljómgrunn og ég held að stjórnmálaflokkar og framboð flæki oft það sem leggja á ríkasta áherslu á. Það sem fólk kallar eftir eru skýr svör um mikilvægustu málin, áherslur og forgangsröðun til fram- tíðar. Þegar fylgi Samfylkingarinnar er svona lágt, þrátt fyrir mikinn stuðning Ís- lendinga við jafnaðarstefnuna almennt og þær áherslur og gildi sem liggja henni til grundvallar, þá er það hvatning um að við þurfum að vinna betur og skilgreina for- gangsmálin með skýrari hætti.“ – Árni Páll Árnason hefur átt undir högg að sækja á formannsstóli og hefur naumt umboð. Er hann rétti maðurinn til að leiða flokkinn? „Það er ekki mitt að segja. Hann óskaði eftir tækifæri til þess að tefla fram skýrri sýn fyrir Samfylkinguna í aðdraganda næstu kosninga og hann hefur núna tækifæri til þess ásamt öðrum í forystu flokksins. Vandi flokksins er ekki einkamál formannsins frek- ar en annarra. Þennan tíma þarf að nýta vel og síðan þarf flokkurinn að svara því í heild hvernig hann vill skipa sínu liði fyrir kosn- ingarnar. Árna er ekki fisjað saman og það býr mikil reynsla og þekking í þingflokknum. Að mínu mati er lykillinn að því að ná góð- um árangri í næstu kosningum að sækja í þennan gamla grunn sem Samfylkingin var stofnuð á; að vera breytingaafl, jákvæður og uppbyggilegur farvegur fyrir brýnustu breytingarnar sem þarf að gera í samfélag- inu á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Í því verkefni eiga allar raddir heima og lykilatriði að flokkurinn sé opinn og áhugaverður fyrir nýjar raddir og nýtt fólk.“ Formaðurinn þarf að vera í landsmálum – Gætir þú ekki verið betur til þess fallinn að leiða þá vinnu en Árni Páll? Ertu að íhuga formannsframboð? „Nei, það er ég ekki að gera. Einfaldlega vegna þess að ég held að mörg brýnustu verk- efnin í íslenskri pólitík séu í borginni. Þá er ég að tala um húsnæðismál, jöfnuð, lýðheilsu og fjölmörg fleiri mál. Þarna verða því aðrir að koma til skjalanna.“ – Mælir eitthvað gegn því að þú bjóðir þig fram til formennsku í Samfylk- ingunni þótt þú sinnir áfram borgarmálum? „Já, í mínum huga þarf formaður stjórnmálaflokks að vera í landsmálum. Ekkert endilega á Alþingi en í landsmálum. Að mínu mati hefur málum of oft verið miðlað á kostnað Reykjavíkur og höfuðborg- arsvæðisins í íslenskri póli- tík almennt. Við höfum á köflum í sögu landsins verið of upptekin af því að reyna að hamla vexti borgarinnar og litið á það sem ógnun við aðra hluta landsins ef vel gengur í Reykjavík. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það séu hagsmunir landsins alls að Reykjavík vaxi og dafni og dragi að sér fjárfestingu og fólk. Ég er líka eindregið þeirrar skoðunar að stefna okkar í Samfylkingunni í borginni, stefna meirihlut- ans og áætlanir um framtíðina séu til þess fallin að ná því markmiði. Það er mitt stóra verkefni í pólitík og ég held ég væri að gefa afslátt af því ef ég færi að blanda mér í landsmálin. Ég er borgarstjóri í Reykjavík og reyni að sinna því af trúmennsku fyrir alla borgarbúa og mér veitir ekkert af því að halda fullri athygli í því verkefni.“ – Þú útilokar þá að bjóða þig fram til Al- þingis í kosningunum 2017? „Já.“ Fyrst borgarstjóri, síðan samfylkingarmaður – Þú varst varaformaður Samfylkingarinnar frá 2009-13. Kemur til greina að sækjast aft- ur eftir því embætti? „Ég held að ég sé búinn að hlaupa minn sprett í því. Flokkurinn fór í gegnum heil- mikla naflaskoðun eftir hrunið og ég var kallaður til þeirra starfa. Ég átti ótal fundi um land allt. Það var erfitt ferli en reynsla sem ég vildi ekki vera án. En ástæðan fyrir því að ég steig út af landsmálasviðinu og ákvað að einbeita mér að borginni er sú að ég held að brýnustu verkefnin liggi hér.“ – Það þýðir þá ekkert fyrir flokksmenn að taka saman höndum og skora á þig til þátt- töku í landsmálum? „Nei, ég hef veitt þeim sem það hafa gert sömu svör og ég hef veitt þér í þessu viðtali og mér finnst fólk skilja það býsna vel. Ég er ekki fyrst og fremst samfylkingarmaður, ég er í meirihluta fjögurra flokka í borginni og borgarstjóri sem hefur skuldbindingar við alla sem búa í borginni.“ – Fyrst borgarstjóri, síðan samfylking- armaður? „Já, það má orða það þannig.“ * Ég er borgar-stjóri í Reykja-vík og reyni að sinna því af trú- mennsku fyrir alla borgarbúa og mér veitir ekkert af því að halda fullri at- hygli í því verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.