Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.12. 2015 Í byrjun október var haldin sérstök at- höfn í Þjóðminjasafninu þar sem hjónin Örn og Margrét, eða Maddý, Arnar af- hentu formlega spónastokk frá árinu 1655 til Þjóðminjasafnsins, en án milli- göngu þeirra hjóna er óvíst að stokkurinn hefði komið til landsins. Voru þá liðin nærri því fjörutíu ár frá því að þau höfðu fyrst orðið áskynja um tilvist stokksins. Dr. Örn Arnar, aðalræðismaður Íslands í Minneapolis, var á sínum tíma allþekktur hjarta- og lungnaskurðlæknir í Bandaríkj- unum, en er nú kominn á eftirlaun. Hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1959 þegar hann fór í læknisnám og hefur búið þar síðan að árunum 1970-1972 frátöldum þegar þau Maddý bjuggu á Íslandi. Það var fljótlega eft- ir að hjónin fluttust aftur til Bandaríkjanna sem þau komust í kynni við marga afkom- endur Norðmanna, segir Örn. „Við kynntumst þeim og þeirra áhuga- málum, sérstaklega í sambandi við norska forngripi,“ segir Örn. Hann bætir við að þess- ir afkomendur Norðmanna í Bandaríkjunum sýni öllu sem snerti uppruna sinn mikinn áhuga og þar sé Ísland ekki undanskilið. Þeir hafi til dæmis bent hjónunum á að kaupa tvo aska sem komnir voru frá Íslandi vestur um haf. Þá hafi þeir einnig bent á fágætt drykkjarhorn frá 15. öld, en norska ríkið hafi á endanum gefið Þjóðminjasafninu það. Örn segir að það hafi verið í þessari vinnu sem hjónin kynntust Vesterheim Norwegian- American Museum and Heritage Center, safni í bænum Decorah í Iowaríki. Afdrifarík glærusýning Örn segir að safnið hafi sterka Íslandsteng- ingu. Til dæmis hafi Vigdís Finnbogadóttir verið gerð að heiðursdoktor við Luther Col- lege, háskólann á staðnum, auk þess sem Ís- lenskir innflytjendur hafi fengið þar skólavist á 19. öld. „Þessi söfn eru rekin sem einkasöfn eða sjálfseignarstofnanir, þannig að þau verða að fjármagna alla sína starfsemi sjálf,“ segir Örn. Þegar þannig er ástatt fara söfnin því í fjáröflun og ein leiðin er sú að halda sýningu á þeim gripum sem söfnin hafa til þess að auka áhuga fólks og til þess að auglýsa sig. Það var á einni slíkri sýningu um miðjan átt- unda áratuginn sem hjónin komust fyrst á snoðir um tilvist stokksins. „Það var um 1974 eða 1975 að okkur var boðið í hádegisverð þar sem forstjóri safnsins var með glærusýningu. Þetta eru margar glærur og allir gripirnir eru norskir,“ segir Örn. „En allt í einu kemur upp á skjáinn – þetta skeði mjög snöggt – mynd af spónastokknum, og hann segir: „Við höld- um að þetta sé íslenskt,“ þannig að þá sperrti ég eyrun náttúrlega,“ segir Örn. Hann við- urkennir að í minninguni muni hann ekki einu sinni eftir ljósmyndinni á glærunni, heldur bara eftir eftirvæntingunni þegar forstjórinn tilkynnti hugsanlegan uppruna stokksins. „Þetta gerðist allt svo fljótt,“ segir Örn og hlær. Örn segist síðar hafa farið að spyrjast fyrir um þennan íslenska grip hjá safninu, meðal annars til þess að vita hvort hægt væri að sjá hann. Undirtektirnar hefðu hins vegar verið dræmar, annaðhvort kannaðist enginn við hlutinn eða honum var sagt að það eina sem vitað væri með vissu væri að hann væri ekki norskur. „Ég spurðist reglulega fyrir um þetta árum saman og alltaf var sagt: „Nei, við könnumst ekki við þetta.“ Svo liðu árin án þess að nokkuð gengi. Örn varð ræðismaður Íslands í Minneapolis árið 1997 og aðalræðismaður árið 2000. Um það leyti fékk hann aðalræðismann Norðmanna, Gary Gandrud, og konu hans Mimi til þess að aðstoða sig við leitina. „Þau tóku þetta upp á sína arma og einn daginn kom hann til mín með ljósmynd. Þá hafði hann ekki einungis fundið stokkinn, heldur tekið allgóðar mynd- ir.“ Svo vel vildi til að Örn var á þeim tíma mikið að sinna ferðamálum á milli Íslands og Bandaríkjanna og kom því hingað til lands um sumarið. „Nema þá voru allir í sumarfríi á Þjóðminjasafni nema Þór Magnússon, fyrrver- andi þjóðminjavörður, og ég sýndi honum myndina. Hann las höfðaletrið og sagði um leið: „Þetta er íslenskur gripur.“ Ýmsar hindranir í veginum En þótt búið væri að bera kennsl á gripinn og finna út upprunann var einungis hálfur sigur unninn. „Ég fór því og talaði við safnið með hjálp Gandrups. Í fyrstu vildu þeir bara lána gripinn til Íslands, en slíku láni fylgdi töluverð skriffinnska, auk þess sem þá þyrfti að ræða hluti eins og hversu langur lánstíminn ætti að vera og þess háttar,“ segir Örn, sem þakkar þeim Lilju Árnadóttur og Margréti Hallgríms- dóttur á Þjóðminjasafninu fyrir að hafa staðið í því stappi með sér. „Svo kom upp sú hugmynd að kannski gæti þetta verið óafturkræft lán. Ég sat þriggja klukkutíma langan fund til þess að ræða smá- atriðin við það.“ Eftir þann fund ákvað Örn að senda safninu tölvupóst með þremur spurn- ingum. Sú fyrsta var hvort safnið væri í vafa um að gripurinn væri ekta íslenskur gripur, önnur spurningin sneri að því hvort stofnskrá safns- ins tæki eingöngu til norskra muna, en sú þriðja spurði hvort safnið vissi af því fordæmi sem norska ríkisstjórnin hefði sett þegar hún keypti drykkjarhornið frá 15. öld og gaf Þjóð- minjasafninu. „Þá komst skriður á málið. Allt í einu höfðu þeir samband við okkur og sögðu: „Við viljum að gripurinn fari til Íslands og vilt þú vinna með okkur að því?““ segir Örn. „Það er áhugavert að þegar komið var á þetta stig var það safnið sem var ákveðið í að ganga frá þessum málum. Í apríl höfðu þeir smáuppákomu, voru með sýningu, og þá tók ég við gripnum fyrir hönd íslensku þjóð- arinnar og setti í bankahólf,“ segir Örn. Mán- uði síðar var haldið þjóðræknisþing og þá tók Halldór Árnason, formaður Þjóðræknisfélags Íslands, við gripnum. „Hann fór með gripinn heim í handfarangri og færði Þjóðminjasafn- inu.“ Lauk þar með ótrúlegri vegferð spóna- stokksins frá Íslandi til Vesturheims og til baka. Örn segir að athöfnin í október hafi ekki síst verið haldin Vesterheim-safninu til heiðurs. „Við vildum þakka þeim fyrir sýnt ör- læti og vináttu.“ Ótal spurningum enn ósvarað Örn segir að þó að stokkurinn sé kominn til Íslands séu enn ýmsar spurningar sem þurfi að svara. „Hvaðan kom þessi gripur?“ segir Örn og rekur hvernig spónastokkurinn barst til Vesterheim-safnsins. Svo er mál með vexti að árið 1873 kom norskur innflytjandi, Jens Johnson, til Banda- ríkjanna og vann við járnbrautirnar í fjörutíu ár. „Hann fékk þennan áhuga á fornminjum, náttúrlega norskum, og viðaði að sér miklu efni,“ segir Örn, en stokkurinn hafi hugs- anlega tilheyrt stærra safni. Jens Johnson dó árið 1929 og þá rann allt safn hans til dóttur hans, Ruth, sem gaf svo Vesterheim-safninu það árið 1977. Örn segir þar líklega vera ástæðuna fyrir því hversu treglega honum gekk að fá upplýsingar frá safninu um gripinn þegar hann fór að spyrjast fyrir um hann fyrst. „Þeir voru nýbúnir að fá gripinn og líklega ekki búnir að flokka hann Heiður að fá að þjóna þjóðinni RÆÐISMANNSHJÓNIN ÖRN OG MADDÝ ARNAR FUNDU SJALDGÆFAN SPÓNASTOKK Í VESTURHEIMI. HÖFÐU MILLIGÖNGU UM AÐ STOKK- URINN FÓR TIL ÞJÓÐMINJASAFNSINS. ÖRN HAFÐI ÁÐUR FUNDIÐ EIN- TÖK AF MELSTEÐS-EDDU OG GUÐBRANDSBIBLÍU. VINNUR NÚ AÐ ÞVÍ AÐ TAKA STAFRÆN AFRIT AF ÍSLENSKUM HANDRITUM VESTANHAFS. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þau Örn og Maddý afhentu stokkinn við hátíðlega athöfn hinn 5. október síðastliðinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.