Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 51
eða ná höndum saman yfir alla munina, enda allmikið safn.“ Frekari vísbend- ingar um uppruna stokksins er því ekki að fá úr þeirri áttinni. Stokkurinn sjálfur geymir hins vegar ýmsar vísbend- ingar um sig. „Þegar við skoð- um stokkinn sjáum við að hann er útskorinn á Íslandi með höfðaletrinu „Sigríður Ólafsdóttir á mig og …“. Mér skilst að það hafi alltaf verið áletrað: „á mig og enginn ann- ar“, en það var ekki pláss fyrir það á stokkn- um,“ segir Örn. „Ef nafnið væri ekki svona al- gengt er mér sagt að það væri kannski hægt að finna Sigríði í manntalinu 1703, en ég læt sérfræðingana um það,“ segir Örn. Hann segist hæstánægður með að hafa fundið stokkinn og hafa haft tækifæri til að koma honum í hendur þjóðarinnar. „Þetta var mjög gott tækifæri til þess að þjóna íslensku þjóðinni, þetta er hennar eign.“ Datt óvart niður á Guðbrandsbiblíu En þetta var ekki í fyrsta sinn sem þau hjón- in gátu þjónað íslensku þjóðinni. „Jónas Krist- jánsson heitinn, forstöðumaður Árnastofn- unar, fór í fyrirlestraferð árið 1974 til Bandaríkjanna og hélt fyrirlestur í Háskól- anum í Minnesota um handritin og ég var þar náttúrlega sem Íslendingur,“ segir Örn. „Ég spurði hann hvort eitthvað af handritum væri að finna vestanhafs,“ segir Örn, en tilgangur hans hafi verið sá að fá aðgang að þeim hand- ritum og athuga hvort hægt væri að flytja þau til Íslands til varðveislu. Jónas hafi sagt honum að ýmis handrit væru til. „Síðan líða allmörg ár, en þá berast mér þessar fregnir um þessa svokölluðu Melsteðs-Eddu, sem er skrifuð af Jakob Sigurðssyni snemma á 18. öld.“ Jakob hafði þar tekið saman bæði Kon- ungsbók Eddukvæða og Snorra Eddu, og var bókin ættargripur í Melsteðs-ættinni. „Ég finn það út hjá Jónasi að eigandinn er bóndi, Kenneth Melsteð, sem býr í Wynyard, bæ í Saskatchewan,“ segir Örn. Hann hafi rætt við Kenneth sem hafi verið mjög við- ræðugóður. „Ég segi við hann hvað þetta sé þýðingarmikill gripur sem hann eigi og hvort hann sé að hugsa um að gefa þetta til Íslands. Þá finn ég það út, að bókin er í láni hjá Árna- stofnun, þar sem gert hafði verið við hana og hún bundin inn.“ En þá færði Kenneth honum óvænt tíðindi. „Hann nefnir í framhjáhlaupi að hann eigi líka eintak af Guðbrandsbiblíu. Það datt af mér andlitið, þú getur ímyndað þér!“ segir Örn og hlær við. Biblían var geymd á safni í Winnipeg sem Kenneth líkaði þó ekki, því að safnið átti það til að lauma biblíunni með í sýningum á bibl- íum frá öðrum löndum án þess að geta upp- runans. Kenneth reyndist hins vegar ófús til þess að gefa þessar tvær dýrmætu bækur. „En þegar ég spyr hvort það sé möguleiki að ég keypti bækurnar af honum, þá var hann tilbúinn í það. Þá hef ég samband við Jónas aftur, því ég vildi vita hvað væri sanngjarnt verð árið 2000 fyrir slíkar bækur og hann sagði eina og hálfa milljón króna fyrir Mel- steðs-Eddu og sama fyrir Biblíuna.“ Örn hafði áður sett til hliðar sérstakan sjóð, þar sem hann hafði ráðstöfunarrétt, og nýtti hann til þess að kaupa bækurnar. „Þá þurfti ég að kaupa þetta í gegnum annan aðila, stofnun sem Bandaríkjastjórn og skattstofan gat viðurkennt, American-Scandinavian Fo- undation, því þetta var dágóð summa á þeim tíma,“ segir Örn. Þetta reyndist happafengur, því að Guð- brandsbiblían er nú geymd í Skálholti, sem átti ekki eintak fyrir af þessari frægustu bibl- íu Íslandssögunnar. „Þetta er ágætt eintak, því það er í upphaflega bandinu,“ segir Örn, en bætir við að Hersteinn Pálsson hjá Árna- stofnun hafi lagað bandið áður en hún fór í Skálholt. „Þetta var okkur Maddý mikil ánægja,“ segir Örn, ekki síst vegna þess að þarna hafði þeim tekist að kaupa annað af einungis tveim- ur eintökum af Melsteðs-Eddu sem til eru í heiminum, en hitt er geymt í Danmörku. Örn tekur fram að þau hjónin séu hvergi nærri hætt. „Ég er að vinna með Árnastofnun og Guðrúnu Nordal og Svavari Gestssyni, fyrrverandi menntamálaráðherra og sendi- herra. Við erum að reyna að fá aðgang til þess að mynda stafrænt allt sem við getum fundið af íslensku efni, handskrifuðu helst, því að mestur fengur er að því,“ segir Örn. Vonin sé að finna handskrifuð eftirrit af fyrri hand- ritum, en þau er að finna í bæði Kanada og í Bandaríkjunum. „Það hefur fengist mjög góð- ur styrkur frá Eimskipafélagssjóðnum til þriggja ára,“ segir Örn en þau séu með konu í vinnu, Katie Parsons, sem þegar hafi lyft grettistaki. Örn segir vonina þá að finna eitt- hvað fágætt til þess að hægt verði að kaupa það til Íslands. Hann bendir á að það verði að rækta góð tengsl á milli Íslands og Vestur-Íslendinga, en um 160 ár séu síðan mormónarnir fóru til Ut- ah og um 140 ár síðan flestir fluttust héðan vestur um haf. „Þetta er töluvert mikið af fólki, en þess vegna er svo þýðingarmikið, eft- ir því sem lengri tími líður frá, að koma þess- um handritum í var þar sem hægt er að varð- veita þau, og helst á Íslandi.“ Morgunblaðið/Eggert * En þá færði Kennethhonum óvænt tíð-indi. „Hann nefnir í framhjáhlaupi að hann eigi líka eintak af Guð- brandsbiblíu. Það datt af mér andlitið!“ Dr. Örn Arnar, aðalræðismaður Íslands í Minneapolis, segir það heiður að geta þjónað íslenskri þjóð með því að færa henni menningararfinn heim. 13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Spónastokkar eins og sá sem þau Örn og Maddý Arnar færðu til Íslands gegndu því hlutverki fyrr á öldum að vera ílát fyrir matspæni eða spóna, það er skeiðar fyrir mat sem oft voru gerðar úr horni eða tré. Stokkar af þessu tagi eru skornir úr einu tré, þannig að þeir eru víðastir nær endunum en mjórri um miðjuna. Þessi hönnun var til þess að spara pláss, en spónarnir voru þá lagðir hver á móti öðrum þannig að sköftin vísuðu inn að miðjunni. Ofan á stokknum er svo lok sem fest er við annan enda. Einungis eru um 15 stokkar varðveittir á Þjóðminja- safninu. Stokkurinn sem Örn og Maddý fengu til Þjóðminjasafnsins er nokkuð sérstakur í laginu, með tveimur dýrahausum á hvor- um enda. Þá er hann einnig málaður, ólíkt hinum stokkunum sem varðveist hafa. Örn segir enga leið að vita hvort stokk- urinn hafi verið málaður hér á landi eða eftir að hann fór vestur um haf. Á stokkinn er ritað ártalið 1655 og nafnið Sigríður Ólafsdóttir, en í sarpi Þjóðminjasafns kemur fram að til sé nokk- uð nákvæm eftirlíking þessa stokks frá árinu 1845, sem geymd er á minjasafninu Kört á Ströndum. Bendir það til þess að stokkurinn hafi hugsanlega verið á Vest- fjörðum áður en hann barst til Bandaríkj- anna. Spónastokkurinn er málaður, ólíkt öðrum slíkum sem varðveist hafa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkulega útskorin ílát
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.