Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.12.2015, Blaðsíða 53
Í ár eru 25 ár síðan ég fékk bronsverð-launin í Sibeliusar-keppninni í Finn-landi,“ segir fiðluleikarinn Sigrún Eð- valdsdóttir, sem nýverið kom heim frá Finnlandi þar sem hún var dómari í sömu keppni. „Þetta var stórt ár í ár þar sem þess var minnst að 150 ár væru liðin frá fæðingu Sibeliusar,“ segir Sigrún og tekur fram að það hafi verið einstaklega skemmtilegt að vera stödd í Finnlandi þeg- ar nýi hljómdiskurinn hennar kom út. Spurð hvort segja megi að þar með sé hringnum lokað svarar Sigrún því neit- andi. „Ég myndi ekki segja að hringnum hafi með þessu verið lokað, því ég á mjög mikið inni og er rétt aðeins hálfnuð á minni vegferð. Ég upplifði svo sterkt að ég á mjög mikið eftir og sný heim full af inn- blæstri. Meðan ég dvaldi úti fékk ég fullt af hugmyndum að verkefnum sem mig langar að takast á við. Það tekur sinn toll þegar maður er í harkinu að spila í Sinfó. Þannig að ég var svo glöð að endurupplifa gleðina yfir sjálfstæðum verkefnum sem mig langar til að einhenda mér í sem sóló- leikari,“ segir Sigrún. Innt eftir því hvað sig langi til að gera svarar Sigrún sem dæmi að hana langi með vorinu að halda tónleika með fleiri verkum eftir Sibelius. „Það er svo mikið af verkum sem ég á eftir að spila og það er svo gaman að finna svona sterka löngun núna til að spila þau. Þarna er um að ræða sólóverk fyrir fiðlu og píanó sem ég ætla að spila á einhverjum skemmtilegum stað þegar ég verð búin að festa mér píanóleikara. Ég er með eina í sigtinu sem ég á eftir að ræða við.“ Lærdómsríkt að hlusta á aðra Að sögn Sigrúnar höfðu forsvarsmenn Si- beliusar-keppninnar samband við hana fyrir hálfu öðru ári og fóru þess á leit við hana að hún tæki sæti í dómnefndinni í ár þegar keppnin var haldin í 11. sinn. „Mér fannst þetta ótrúlega mikill heiður og þakkaði því boðið um hæl,“ segir Sigrún sem sat í dómnefndinni ásamt átta öðrum fiðluleikurum víðs vegar að úr heiminum. „Þetta var algjört ævintýri,“ segir Sigrún um reynslu sína af dómnefndarstörfunum. Sigurvegari keppninnar í ár var Chris- tel Lee frá Bandaríkjunum, en silfrið féll í skaut Emmanuel Tjeknavorian frá Aust- urríki, en Friederike Starkloff frá Þýska- landi hreppti bronsið. „Fyrir mig var þriðja umferðin í keppn- inni mjög mikilvæg. Þá voru sex ein- staklingar komnir í úrslit. Þau áttu öll að spila Sibeliusar-konsertinn og einn annan. Sú sem vann var æðisleg, en ég var alls ekki viss um að hún ætti að vinna fyrr en hún var búin að spila Sibeliusar-konsert- inn. Fyrir mig var það úrslitastundin. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hún var al- veg meiriháttar, sem var svo gaman. En ég hef mjög sterkar skoðanir á því hvernig þessi konsert er fluttur.“ Innt eftir því hvað sér finnist um það að keppa í tónlist bendir Sigrún á að virtar tónlistarkeppnir geti hjálpað einleikurum að koma sér á framfæri. „Við sem sátum í dómnefndinni í ár vorum sammála um að við værum að leita að listamanni. Auðvitað þarf viðkomandi að vera með góða tækni, en það eru svo margir sem búa að því og það er ekki nóg. Aðalatriðið snýr að því hvernig einstaklingurinn notar tæknina til að túlka tónlistina,“ segir Sigrún og rifjar upp samtal sem hún hafi átt við pólskan samdómara sinn í kaffiboði hjá finnska forsetanum. „Við máttum ekki tala um neinn í keppninni fyrr en sá hinn sami væri dottinn út. Það var sérstaklega einn strák- ur sem við vorum bæði mjög hrifin af og ég hefði viljað sjá hann í úrslitunum, en svona er lífið. Samdómari minn minnti mig á að við værum að leita að manneskju sem fólk væri tilbúið til að borga 15 evrur fyrir tón- leikamiðann til að fá að hlusta á viðkom- andi. Og auðvitað vorum við að leita að manneskju sem byggi yfir nauðsynlegum persónutöfrum sem túlkandi listamaður,“ segir Sigrún og tekur fram að reynslan af dómnefndarstörfum hafi verið bæði skemmtilegt og lærdómsrík. „Ég hef ótal oft setið í dómnefndum fyr- ir prufuspil um stöður við Sinfóníuna, en aldrei í fiðlukeppni áður. Þegar ég var sjálf að keppa á sínum tíma á árunum 1990-1994 fannst mér ég fá mjög mikið út úr því að hlusta á hina keppendurna, en ég veit að sumir vilja alls ekki hlusta á hina. En maður lærir svo mikið af því að hlusta á aðra,“ segir Sigrún og bendir á að í fyrstu umferð Sibeliusar-keppninnar í ár hafi verið 38 keppendur. SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR SNERI AFTUR SEM DÓMARI „Þetta var algjört ævintýri“ Rætt var við Sigrúnu í frétt á baksíðu Morgunblaðsins sem út kom 15. desember 1990. * Ég upplifði svosterkt að ég á mjögmikið eftir og sný heim full af innblæstri. Meðan ég dvaldi úti fékk ég fullt af hugmyndum að verk- efnum sem mig langar að takast á við. Fékk útrás í tónlist fyrir sorgina Sigrún rifjar upp að Brahms-konsertinn hafi hún spilað á tónleikum stuttu eftir að hún hlaut bronsverðlaunin í Sibeliusar-keppninni árið 1990. „Ég spilaði einmitt Brahms í keppninni. Ég lærði hann hjá Almitu Vamos í Chicago meðan ég bjó í Bandaríkjunum og keyrði fjóra tíma í hvert skipti til að komast í einkatímana.“ Í bæklingi með diskinum kemur fram að Berg hafi skrifaði fiðlukonsert sinn árið 1935 þegar hann frétti af andláti hinnar 18 ára gömlu Manon Gropius sem lést úr lömunar- veiki. Hún var dóttir Ölmu Mahler, fyrrver- andi eiginkonu Gustavs Mahler, og Walters Gropius, en þau voru nánir vinir Berg- hjónanna. „Titill konsertsins er „Í minningu engils“ og þetta er gríðarlega fallegt verk. Þessi konsert tók mig föstum tökum þegar ég var að æfa hann og ég man að ég varð pínu- lítið þunglynd meðan ég var að æfa hann, því það er svo mikil sorg í þessu verki og ég lifði mig mjög inn í tónlistina. Þetta var því mjög sérstakt tímabil í lífi mínu,“ segir Sigrún og rifjar upp að hún hafi ekki losnað undan þunglyndinu fyrr en hún var búin að flytja verkið á tónleikum. „Ég man að ég upplifði gífurlegan létti þegar tónleikarnir voru búnir. Samt var þetta ótrúlegt ferli og ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað lært þetta og spil- að á tónleikum.“ Aðspurð segir Sigrún Sibeliusar-konsertinn hafa fylgt sér frá því hún var 19 ára gömul. „Ég er búin að spila hann mest af öllum kons- ertunum og spilaði hann síðast úti í Kanada á norrænni hátíð. Ég þekki hann brjálæðislega vel og mér finnst alltaf jafn gaman að koma aftur að honum. Hann er svo persónulegur þessi konsert,“ segir Sigrún og rifjar upp að hún hafi leikið konsertinn á tónleikum hér- lendis 2008 stuttu eftir að faðir hennar lést. „Ég fékk svo mikla útrás og notaði allar mín- ar tilfinningar í konsertinn. Mér þykir afar gott að hafa getað gert það,“ segir Sigrún að lokum. Morgunblaðið/Eggert „Árið 1985 var ég valin til að koma fram fyrir Íslands hönd á út- varpshátíð í Stokkhólmi og spurði kennara minn hvað honum fyndist að ég ætti að spila. Þá svaraði hann mér því að ég ætti að sýna þeim hversu músíkölsk ég væri og því væri einboðið að velja Dvorák- konsertinn,“ segir Sigrún. 13.12. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Samsýning Anarkíuhópsins í Anarkíu listasal í Kópavogi verður opnuð í dag, laugar- dag, kl. 15. Anarkía var opn- uð 2013 og hefur því verið starfrækt í 30 mánuði. Á þeim tíma hafa verið haldnar yfir 50 listsýningar. Sýningin stendur til 10. janúar 2016. 2 Möguleikhúsið sýnir jóla- leikritið Hvar er Stekkjarstaur? eftir Pétur Eggerz í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi á morgun, sunnudag, kl. 14. Leikarar eru Alda Arnardóttir og Pétur sem jafnframt leikstýrir. Sýningin er 45 mín. löng og ætluð börnum að 10 ára aldri. 4 Þjóðleikhúsið sýnir Heim- komuna eftir Nóbels- verðlaunaskáldið Harold Pinter í síðasta sinn annað kvöld, sunnudag, kl. 19.30. Ingvar E. Sigurðsson leikur fjölskylduhöfuðið Max og skilar því óaðfinnanlega að mati leiklistarrýnis Morgunblaðsins. 5 Haldin verður skuggaleg sögusmiðja fyrir börn á aldr- inum 6-12 ára í Hafnar- borg í dag kl. 13. Börnin hjálpast að við að skapa sögu sem jafnóðum er unnin á grafískan hátt með ljósi og skuggum. Listasmiðjan er haldin í Apótekarasal Hafnar- borgar og gengið er inn Strandgötu- megin. 3 Vegna góðrar aðsóknar á Æv- intýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Tjarnarbíói hefur verið ákveðið að fjölga sýningum. Sýnt verður á morgun, sunnudag, kl. 13 og 15 og á sama tíma á sunnudaginn eftir viku. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.