Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.2015, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hið opinberaveitirfólki, sem býr við heyrn- arskerðingu, styrk til kaupa á heyrn- artækjum. Slík tæki er hægt að kaupa hjá einkafyrirtækjum og hjá ríkisstofnuninni Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands. Ef heyrnarskerðingin er á bilinu 30 til 70 desibel fæst styrkurinn óháð því hvar heyrnartækin eru keypt. Fari heyrnarskerðingin yfir það verður hins vegar að kaupa tækin hjá Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands. Í sunnudagsblaði Morgun- blaðsins er rakin saga konu um nírætt, sem þurfti í fyrra að endurnýja heyrnartæki. Hún er með heyrnarskerðingu yfir 90 desibel á báðum eyr- um. Hún keypti viðurkennd heyrnartæki hjá einkastöð og fékk því ekki styrk. Konan hefur reynt að graf- ast fyrir um ástæður þess að henni sé synjað um niður- greiðslu heyrnartækjanna af þeirri ástæðu að hún heyri of illa. Ljóst er að synjunin byggist á ákvæðum í reglugerð. Vel- ferðarráðuneytið hefur ekki viljað svara erindinu efnislega og vísaði því til úrskurðar- nefndar almannatrygginga. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að hún ætti ekki rétt á styrknum með vísan í lög og reglugerð. Í sunnudags- blaðinu svarar Kristján Þór Júl- íusson heilbrigðis- ráðherra skriflega spurningum um málið. Þar segir meðal annars að aðkoma sérmenntaðs læknis sé nauðsynleg þegar um svo mikla heyrnarskerðingu sé að ræða. Ekki er ljóst hvers vegna aðkoma læknis á að ráða úr- slitum um það hvar tækin skuli keypt. Svarið við spurningunni hvort reglugerðin, sem um ræðir, hafi nægilega lagastoð verður aðeins birt innan gæsalappa: „Téð reglugerð er fallin úr gildi og í hennar stað komnar reglugerðir nr. 969/ 2015 með stoð í 5. gr. laga um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 112/2008 – og reglugerð nr. 968/2015 með heimild í 5. gr., 3. mgr. 6. gr. og 8. gr. laga um Heyrnar- og talmeinastöð, nr. 42/2007.“ Með þessu svari er hinn al- menni lesandi vitaskuld leidd- ur í allan sannleika um málið. Þegar spurt er hvort til álita komi að breyta þessu þannig að styrkurinn gildi vegna kaupa á heyrnartækjum hjá öllum rekstrarleyfishöfum, ekki bara HTÍ, er svarið stutt og afdráttarlaust: „Slíkt hefur ekki verið til skoðunar og ekki talin ástæða til þess.“ Eftir stendur spurningin hvers vegna ekki? Öldruð kona fær ekki styrk til að kaupa heyrnartæki nema hún kaupi þau af ríkinu } Heyr á endemi Hinum miklavexti í ferða- mennsku á Íslandi þarf að fylgja auk- in áhersla á ör- yggi. Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að mikið væri um bana- slys hjá ferðafólki, en tíðnin hefði þó minnkað verulega frá því um aldamót. Þar sagði að í fyrra hefðu þrír út- lendir ferðamenn farist hér á landi og tveir innlendir. Á þessu ári hefðu hins vegar orðið níu banaslys, þar af sjö í umferðinni. Meðal hinna látnu eru sjö erlendir ferða- menn og létust fimm þeirra í umferðarslysum. Hvort sem þessar tölur eru undantekning eða bera vitni þróun er rétt að leggja aukna áherslu á að kynna út- lendingum aðstæður á ís- lenskum vegum því að þær eru yfirleitt gjörólíkar því, sem þeir eiga að venjast. Einnig þarf að gera úrbætur við helstu ferða- mannastaði. Jón- as Guðmundsson, verkefnisstjóri ferðamála hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg, ræðir slysatíðni í samtali í fréttinni og segir einstaka gæfu að ba- nalsys séu ekki tíðari við staði á borð við Dettifoss, Selja- landsfoss og Gullfoss. „Í fyrra urðu slys að ég held vikulega við Gullfoss yfir háveturinn og kallaður til sjúkrabíll,“ segir hann. Vitaskuld er ekki hægt að klæða náttúruna í bómull, en oft þarf ekki mikinn til- kostnað til að draga úr hættu. Öryggisviðbúnaður og um- gjörð þarf að vera í takti við vaxandi umferðarþunga. Af tíðni slysa á tilteknum stöðum má sjá hvar öryggi er helst ábótavant og ættu þeir að ganga fyrir. Þeir staðir ættu að ganga fyrir þar sem tíðni slysa er mest} Öryggi ferðamanna N ýrri tækni fylgja ætíð áskoranir af ýmsu tagi og það tekur sam- félagið einatt nokkurn tíma að ná fótfestu með nýjustu þarfa- þingum hvers tíma. Eitt skýr- asta dæmið tengist tilkomu bílsins. Það hefur lengi reynst erfitt fyrir marga að aðskilja áfengisneyslu og bifreiðaakstur. Margir vilja tala í símann meðan ekið er og eftir tilkomu netsins og snjallsímanna vilja margir ferðast um alnetið samhliða því sem rennt er eftir strætum borgarinnar eða þjóðvegum landsins. Hljóðlát bylting gengur nú yfir heiminn. Hún er hljóðlát í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Þetta er byltingin með rafmagnsbílana. Þeir eru hljóðlátastir allra bíla og enn hefur samfélagið ekki tekið þeim svo opnum örmum að þeir hafi orðið ráðandi í bílaflotanum. Það mun þó án nokkurs vafa breytast fyrr en síðar. Og þessari tæknibyltingu fylgja ýmsar áskoranir. Ein þeirra felst einmitt í því hversu hljóðlátir þeir eru og er það talið draga úr öryggi gangandi vegfarenda sem erfitt eiga með að átta sig á því þegar þeir nálgast, einkum þeg- ar það gerist úr þeirri átt sem augun vísa ekki til. Reyndar eru margir þessara bíla búnir tækni sem veldur því að um leið og þeir eru settir í bakkgírinn heyrist píp, líkt og fólk kannast við sem fylgst hefur með stórum flutninga- bifreiðum sem settar eru í bakkgír. Af fullri alvöru er nú talað um að búa rafmagnsbílana tæknibúnaði sem útvarp- að getur vélarhljóði og þar með gert bílana meira áberandi í umferðinni. Með slíkri tækni gæti maður á litlum Volkswagen látið sig líða um göturnar undir vélarhljóði sem meira á skylt við Must- ang, Bugatti eða jafnvel Maserati. Það yrði skemmtileg sjón á rúntinum – sannkallað ljónsöskur úr kettlingskroppi. Önnur áskorun tengd rafbílavæðingunni tengist því hvernig hleðslu þeirra er háttað. Orkan sem bílarnir ganga fyrir er alla jafna ekki sótt á miðlægar stöðvar sem komið hefur verið fyrir við fjölfarna vegi. Flestir hlaða bíl- ana gegnum innstungur á heimilum sínum. Orkan er flutt heim að dyrum og þar er henni dælt á bifreiðina, sem í kjölfarið getur hreyfst úr stað. Innstungur sem notast er við verða að hafa 16 ampera öryggi til að geta hlaðið inn á rafmagnsbíl og flestir koma slíku upp í ná- munda við hús sitt eða bílskúr. Þó vandast málið nokkuð þegar kemur að fjölbýlishúsum þar sem bílakjallarar eru í sameign fjölda manna. Þar vantar oft innstungur og ef þeim er til að dreifa eru þær oftast tengd- ar við sameiginlegan rafmagnsmæli alls hússins. Þá er tvennt til ráða. Annars vegar er hægt að koma upp sér- stöku rafmagnstengi sem sérstaklega er tengt inn á raf- magnsmæli þess sem ætlar að notast við innstunguna. Er það ágæt leið þótt nokkur kostnaður fylgi uppsetningu. Hin leiðin er sú að áætla, og það helst ríflega, hvað meðal- rafbíll eyðir miklu rafmagni í mánuði. Þegar sú tala er fundin getur viðkomandi húsfélag bætt þeirri upphæð á húsfélagsreikning rafbílseigandans. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Vangaveltur um rafbílavæðinguna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líkur eru á að óvenjulítiðverði af söluhæfum ís-lenskum jólatrjám á mark-aði fyrir þessi jól, en tæpar sjö vikur eru til jóla. Helsta ástæða þessa er kalt tíðarfar í vor og sumar, að sögn Else Möller, skógfræðings í Vopnafirði, en hún hefur á síðustu ár- um haldið námskeið og fyrirlestra víða um land um ræktun jólatrjáa og unnið kynningarefni. Hún nefnir einnig að fyrir 10-12 árum hafi ekki miklu verið plantað af vinsælustu teg- undunum. Einkum hefur veðurfarið bitnað á stafafuru, sem verið hefur vinsæl- asta íslenska jólatréð. Mikið er af skemmdum furutrjám, mörg þeirra eru rauðleit og því ekki söluhæf. Else segir að vandamálin hafi ekki hrjáð grenitegundir að sama skapi og þannig sé útlit fyrir nokkurt framboð af rauðgreni í ár. Hún blæs á úrtöluraddir um litla barrheldni rauð- grenis og segir að ef þau standi í vatni og séu vökvuð reglulega verði barrið ekki til vandræða. Dragi ekki úr gæðakröfum Á vef Skóræktar ríkisins kemur fram að líklega verði ekki hægt að anna eftirspurn eftir íslenskum jóla- trjám. Else mælir þó ekki með því að skógarbændur dragi úr gæðakröfum og taki tré sem ekki standast flokk- unarkerfi. Betra sé að selja fá gæðatré á sanngjörnu verði. Á vefnum kemur fram að sala jólatrjáa síðustu ár hafi verið stöðug og hlutdeild íslenskra trjáa á bilinu 7- 11 þúsund tré. Fjöldi innfluttra jóla- trjáa hafi hins vegar verið á bilinu 40- 50 þúsund og þar er normannsþinur langvinsælastur. Samkeppni við gervijólatré hafi farið harðnandi. Pétur Halldórsson, upplýsinga- fulltrúi Skógræktar ríkisins, segir mikinn innflutning á normannsþin valda vissum áhyggjum. Í sumar hafi reyndar innflutningur ungplantna á rót verið bannaður. Bannið hafi verið sett á vegna sjúkdómahættu og þá sérstaklega hættu á útbreiðslu sveppasjúkdómsins „Neonectria“ sem hafi valdið miklu tjóni í jólatrjáa- ræktun erlendis. „Þó svo að búið sé að banna innflutning á þin á rót í pott- um er ekki búið að banna jólatrjáa- innflutninginn,“ segir Pétur. Þörf á meiri undirbúningi Else segir að það geti tekið 10-15 ár að rækta gott jólatré í skjólgóðu umhverfi. Jólatrjáaræktun á túnum eins og er víða erlendis virðist ekki vera raunhæf hérlendis. Else Møller lauk vorið 2013 MS-námi með ritgerð um akurræktun jólatrjáa við íslensk- ar aðstæður. Þar kom í ljós að eigin- leg akurræktun hérlendis að danskri fyrirmynd þarfnist meiri undirbún- ings og rannsókna og ekki tímabært að hvetja bændur til slíkrar fram- leiðslu í stórum stíl. Hins vegar sé löng reynsla hér á landi fyrir jólatrjáarækt í skjóli birki- skóga og annarra skóga og það með góðum árangri. Ungskógar skógar- bænda og skógræktarfélaga henti vel sem skjólgjafi til jólatrjáaræktunar og þar sé einnig komin reynsla fyrir skógrækt sem vert sé að byggja á, segir á skogur.is. Á vef Skógræktarinnar kemur einnig fram að hérlendis hafi Skóg- rækt ríkisins og skógræktarfélögin verið aðalframleiðendur jólatrjáa til þessa, en síðustu ár hafi nokkrir skógarbændur bæst í þann hóp undir forystu Landssamtaka skógar- eigenda. Skortur á íslenskri stafafuru fyrir jólin Ræktun Else Möller, skógfræðingur í Vopnafirði og verkefnisstjóri hjá Aust- urbrú, skoðar stafafuru á Reykjum, en veðráttan hefur verið furunni erfið. Nauðsynlegt er að sinna vænt- anlegum jólatrjám meira og minna allt árið og á heimasíðu Skógræktarinnar er að finna dagatal með leiðbeiningum um þau störf sem vinna þarf á mis- munandi árstímum Þannig er gott að staldra við í mars og skipuleggja starfið fram að jólum. Í apríl er kominn tími til að að huga að jólatrján- um úti í skógi eða á akrinum, klippa tvítoppa, botnklippa, forma trén og bera á þau ef þörf er á. Í nóvembermánuði má byrja að höggva furur sem selja á sem jólatré þetta árið en rétt er að bíða um sinn með grenið. Framleiðendum ber að sjá til þess að öll tré sem send eru á markað uppfylli gæðakröfur. Verkefni allt árið DAGATAL JÓLATRJÁABÓNDA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.