Morgunblaðið - 07.11.2015, Síða 39

Morgunblaðið - 07.11.2015, Síða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 2015 ég að hafa átt afa sem kenndi mér á lífið, þurrkaði tárin og var alltaf skammt frá þegar á þurfti að halda. Þú dróst mig á fætur þegar slys urðu og varðst ein stærsta fyrir- myndin í mínu lífi.. Þú varst alltaf stórkostlegur vinur og eru tímarnir sem við eyddum saman, frá mínum fyrstu árum og allt fram á þína síðustu daga, ljóslifandi við hverja hugsun til þín. Er ég þér ævinlega þakk- látur fyrir þann tíma sem við áttum saman og hvernig þú lífgaðir uppá umhverfið í kringum þig. Það sem er mér efst í huga núna eru allar gönguferðirnar okkar. Ferðir sem við gengum Bugsmúlann og hring- inn í kringum bæinn. Einnig eru göngurnar okkar yfir Jökul og Fimmvörðuhálsinn minningar sem koma alltaf til með að eiga stóran sess í mínu hjarta. Þú áttir mikinn þátt í mínu upp- eldi og hafðir alltaf tíma fyrir mig. Allar þær stundir sem við unnum í garðinum í Engihlíðinni, lágum í sólbaði í sólhúsinu, slógum kirkju- garðinn með Rótarý, smíðuðum, eða lásum bækur, alltaf varstu til í að hafa mig með þér. Einnig er ég þakklátur fyrir að drengirnir mínir og Ellý hafi fengið að upplifa þig, eins hjartagóðan og hlýjan og þú varst. Þeirri hlýju sem þú gafst frá þér mun ég aldrei gleyma. Nú ert þú laus úr þínum átökum sem á endanum færðu þig inní annan og betri heim. Í huga okkar munt þú ávallt lifa um ókomna tíð og þannig veita okkur styrk í þínum eilífa svefni. Guð geymi þig, elsku afi. Hilmar Sigurjónsson. Okkur langar að minnast okkar góða félaga, mágs og svila, Stefáns Jóhanns. Okkar vinskapur nær til bernskuára þegar ungir drengir fylgdust að í leik og síðar í starfi á unglingsárum á Hellissandi. Oft voru þeir gömlu, góðu dagar rifj- aðir upp, brennurnar á gamlárs- kvöld, siglingar í Kofafjörunni, fyrstu sporin í ungmennafélaginu og fimmtán ára gamlir landmenn á Marsinum en þar var formaður Magnús Arngrímsson, fóstri Stef- áns Jóhanns. Síðar voru Smári og Jói saman í trésmíðanámi, þá í Ólafsvík, en einmitt á þeim árum urðu kynnin enn nánari er við syst- ur, Guðrún og Auður, kynntumst þessum ungu mönnum. Það leiddi til tvöfalds brúðkaups að Stakk- hamri þann 11. júlí 1959. Okkar samfylgd hefur verið mjög náin öll árin síðan. Gunna og Jói hófu sinn búskap í Ólafsvík en við á Hellissandi og síð- ar Rifi. Í þá daga voru samgöngur hér á milli staðanna allt aðrar og erfiðari en nú en þrátt fyrir það hélst okkar góða fjölskyldusam- band. Við minnumst margra góðra samverustunda, t.d. fyrsta sum- arfríið saman með tvö börn hvort, þau með Kristjönu og Magnús en við með Alexander og Lúðvík. Við vorum á okkar fyrsta bíl, splunku- nýjum Moskovíts, og þau á nýjum Skoda. Við lögðum land undir fót í vikuferð um Vestfirðina með tjöld í farteskinu ásamt öðrum nauðsyn- legum búnaði til útilegu. Síðar fylgdust dætur okkar að í Mennta- skólanum á Akureyri og svo voru það öll fjölskyldumótin. Svona mætti lengi telja, enda hafa fjöl- skyldur okkar ætíð haft náin sam- skipti við ótal tækifæri. Snemma varð okkur ljóst hve mikinn kostamann Stefán Jóhann hafði að geyma, traustur, heiðar- legur og ósérhlífinn. Hann var mik- ill félagsmálamaður og kom hann þar víða við. Hann var gjarnan val- inn til forystu og má þar t.d. nefna störf þeirra hjóna við barnastúk- una í Ólafsvík. Þar stóðu þau sam- an, eins og í öðru, sem einn maður. Við minnumst líka margháttaðra starfa fyrir kirkjuna, bæði í söng og öðrum störfum. Marga ferðina átti hann út í Ingjaldshólskirkju, sína gömlu sóknarkirkju, til að að- stoða kórinn þegar mikið lá við. En umfram allt var Jói mikill og góður fjölskyldufaðir, börnum sínum og öðrum góð fyrirmynd. Nú hefur hinn illvígi sjúkdómur sem hann hefur barist svo hetju- lega við í um það bil sex ár haft bet- ur. Við sem höfum fylgst með þeirri viðureign höfum dáðst að æðruleysi, jákvæðni og dugnaði hans í þeirri glímu. Við kveðjum þig, kæri vinur, með söknuði og vottum Guðrúnu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Auður og Smári. Þegar ég sest til að skrifa minn- ingar um Jóa mág, eins og við köll- uðum hann, kemur margt í hug- ann. Minningar frá sumri þegar ég er á fermingaraldri og vinirnir, Jói og Smári, voru að koma um helgar til að hitta kærusturnar sínar, syst- ur mínar í sveitinni á Stakkhamri. Þetta var mjög spennandi fyrir ungu kynslóðina, mikið líf og fjör sem fylgdi þeim. Það var ekki verið að draga neitt á langinn, heldur giftu þau sig öll saman þetta sumar heima í stofunni á Stakkhamri, áð- ur en þeir fluttu brúðir sínar til heimahaga sinna. Það þætti ekki stór húsakostur í dag til að gifta tvenn brúðhjón og halda veislu í, þessi litla stofa, en þar sem hjarta- rými er nóg er líka nóg rými. Þetta er einmitt það sem einkenndi Jóa og einnig Gunnu, ég get eiginlega ekki talað bara um annað án þess að nefna hitt líka, svo samrýmd voru þau og samhent. Því kynntist ég er ég bjó hjá þeim um tíma er ég vann á vertíð í Ólafsvík, þá ung að árum. Það var yndislegt að dvelja hjá þeim. Ég hugsa að foreldrum mínum hafi óað við að láta stelpuna fara á vertíð svo unga og talið öruggara að fá gott heimili fyrir hana. Það var ekki í kot vísað að dvelja hjá þeim. Þau studdu mig fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum og var Jói einstakur að leita til ef vandi var á höndum. Við Jói gerðum líka ýmislegt saman. Ofarlega er mér í huga þeg- ar við steyptum tröppurnar á húsi þeirra í Engihlíð 8, sem hann var þá að byggja. Við Jói hrærðum alla steypu og hjálpuðumst að við að bera hana upp í tröppurnar í föt- um. Við rifjuðum þetta oft upp, þetta var svo skemmtilegt. Einnig var ég um tíma til aðstoðar á heim- ilinu er Gunna systir þurfti að vera fjarri vegna læknishjálpar í Reykjavík með dóttur sína. Var Maggi þá á öðru ári, kraftmikill og fjörugur strákur. Á þessum árum kynntist ég því vel að Jói bjó yfir einstökum hæfi- leikum til mannlegra samskipta. Hann starfaði um tíma sem lög- reglumaður, meðfram trésmíðinni, og voru margar helgar sem vinnu- tími hans var langur og ekki alltaf auðveldur, útköllin voru mörg og margvísleg. Jói var mikill félagsmálamaður og lágu leiðir okkar oft saman á þeim vettvangi. Héraðssamband Snæfells- og Hnappadalssýslu var okkur báðum hugleikið og minn- umst við hjón hans, hve létt hann fór með að semja tillögur á héraðs- þingum, það vafðist ekki fyrir hon- um. Þau voru líka ófá íþróttamótin þar sem hann var tilbúinn að koma til aðstoðar, ef á þurfti að halda. Þau hjón voru líka óþreytandi að fylgja börnum sínum í íþróttunum. Ég minnist allra skemmtilegu stundanna með kórunum okkar, þegar við höfum sungið saman. Það var ekki nema um mánuður frá því að hann dansaði með okkur á eldriborgaraballi hér í Stykkis- hólmi þar til hann lést. Þar glödd- umst við fimm systkin yfir því að geta verið þar með mökum okkar. Hann var ákveðinn í að njóta alls sem samfélagið hafði að bjóða og gerði það sannarlega meðan stætt var. Þessi mæti maður er allur. Við hjónin þökkum Jóa sam- fylgdina. Elsku Gunna systir og fjölskylda, ykkar söknuður er mik- ill, stórt akkeri er farið. Megi guð vera með ykkur. Magndís Alexandersdóttir.  Fleiri minningargreinar um Stefán Jóhann Sigurðs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurður GísliLúðvígsson fæddist í Reykjavík 8. september 1941. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 29. október 2015. Foreldrar hans voru hjónin Lúðvíg Lúter Guðnason, f. 11. maí 1907, d. 11. júní 1972, og Ást- ríður Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 22. júlí 1910, d. 16. febrúar 2006. Systir hans er Margrét Lúðvígsdóttir, f. 2. júní 1937. Sigurður giftist 1. mars 1969 Ásdísi Skúladóttur leikstjóra, f. 30. júní 1943, þau skildu. Dóttir skildu. Sigurður giftist 6. september 1996 Guðríði Völvu Gísladóttur þverflautuleikara, f. 12. maí 1954. Þau skildu. Sigurður lauk árið 1961 stúd- entsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Hann varð cand. odont. frá Háskóla Íslands árið 1972 og hlaut tannlækn- ingaleyfi 12. mars 1975. Hann starfaði sem aðstoðartannlæknir hjá Gunnari Skaptasyni í Reykjavík 1972-74 og sem skóla- tannlæknir í Reykjavík frá 1972- 74 og aftur 1981-82. Hann starf- aði sem tannlæknir á Selfossi frá 1974-81 og á Dalvík 1983-99. Þá fluttist hann til Noregs og starf- aði sem tannlæknir í Ørnes til ársins 2008 er hann lauk störf- um. Sigurður fluttist til Reykja- víkur árið 2008 og bjó þar til dánardags. Útför Sigurðar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. nóvember 2015, og hefst athöfnin klukkan 15. þeirra er Móeiður Anna Sigurðar- dóttir, víóluleikari og þjóðfræðingur, f. 27. júlí 1970. Sam- býlismaður hennar var Mark Peter Bell, f. 22. febrúar 1971, d. 8. október 2014. Synir Móeiðar og Marks eru Adam Marksson Bell, f. 7. júní 2006, og Daníel Marksson Bell, f. 7. júní 2006. Sigurður giftist 9. febrúar 1985 Hönnu Sigurbjörgu Kjartans- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 3. október 1939. Sonur þeirra er Kjartan Davíð Sigurðsson, land- og skipulagsfræðingur. Þau Langt er um liðið síðan ég kynntist Sigurði Lúðvígssyni fyrst sem glæsilegum ungum manni í blóma lífsins þegar hann varð eiginmaður systur minnar, Ásdísar. Síðan hafa árin liðið með tímans þunga nið og engu eirt. Röðin kom að Sigurði fyrir nokkr- um dögum. Í áranna rás hafa atvikin hagað því svo að lengst af höfum við Sig- urður búið fjarri hvor öðrum. En þegar ég hitti hann, hvort sem var á heimili systur minnar, í fjöl- skylduboðum eða á förnum vegi, þá kunni ég vel við manninn. Hann var hæverskur, kurteis og við- ræðugóður og sagði vel frá sem góðum Íslendingi sæmir. Nokkur síðustu jól höfum við hist á aðfangadagskvöld, ýmist á heimili systur minnar eða Móeiðar Önnu, systurdóttur minnar og dóttur hans. Ætíð fékk ég vel við- eigandi jólaglaðning frá Sigurði þótt ég tilheyrði ekki allra nánasta venslafólki og reyndi ég þá að launa á sama hátt. Nú er þessi ágæti mágur minn genginn sinn veg á vit eilífðarinn- ar þar sem engar sorgir eru til. Megi hann hvíla í friði. Ég votta aðstandendum, þar á meðal Móeiði Önnu og afadrengj- unum Adam og Daníel, samúð mína. Þorsteinn Skúlason. En fíngerða blómið sig beygði og burtu var þrotinn kraftur. Það getur ei nokkur geisli gefið því lífið aftur. (Rósa B. Blöndals) Mikill heiðursmaður og vinur okkar hjóna er horfinn á braut. Við kynntumst fyrst Selfyssingn- um Sigurði Gísla Lúðvígssyni á Dalvík árið 1982, en hann hafði þá tekið að sér að gæta tannheilsu Dalvíkinga eftir að hafa um skeið verið skólatannlæknir í Reykja- vík. Vinátta tókst með okkur sem aldrei brá skugga á þó að við flytt- um búferlum til Akureyrar og síð- an Reykjavíkur og Sigurður hafi síðar flutt til Norður-Noregs. Sig- urður fór til Þýskalands til náms í tannlækningum og talaði oft um þann tíma, sem honum var afar kær. Þótt það hljómi kannski ótrú- lega hófum við saman útgerð á trillu sem byggt var yfir, var fram- byggð, og með okkur voru tveir aðrir félagar. Þetta var ekki út- gerð samkvæmt nútíma skilgrein- ingu, enginn var kvótinn, veiðar- færin voru sjóstangir og nafnið var ekkert venjulegt fyrir svo lít- inn bát, hét Sigríður Þórdís Björg, enda teygðist nafnið yfir allt framanvert stýrishúsið. Þessi svo- kallaða útgerð varð auðvitað að heita eitthvað, og fékk nafnið Mis- jafna skipafélagið, og fékk meira að segja sitt einkenni, eða lógó, sem enn er til, en fleyið Sigríður Þórdís Björg lauk sinni siglingu á gamlárskvöldi mörgum árum seinna á gamlárskvöldsbálkesti Hríseyinga. En fyrst og fremst voru þetta skemmtilegir tímar og samvera sem vert er að minnast hér með þakklæti. Eitt síðsumar lögðum við Sig- urður í ferðalag upp úr Eyjafjarðardölum á Volvo-Lappl- andernum hans, skoðuðum víðátt- ur hálendisins og nutum náttúru- fegurðarinnar. Gistingin í fjallakofa varð einnig minnisstæð vegna þess að um nóttina varð svo heitt í kofanum að jafnvel kerti beygðu höfuð sitt, þó kannski ekki í hljóðri bæn. En óskaddaðir komumst við aftur til Dalvíkur, bæði á sál og líkama. Sigurður var haldinn ákveðinni ævintýraþrá, leitaði oft nýrra tækifæra í lífinu og kynntist mörgu sem gladdi sál hans og auðgaði tilveruna. Sigurður var gull af manni, hann var kannski ekki allra, var hins vegar trúr vin- um sínum, það var einn af hans eð- alkostum. Nú þegar komið er að kveðjustund sendum við börnum hans, Móeiði og Kjartani, Mar- gréti systur hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Geir A. Guðsteinsson. Einn fagran vordag fyrir rúm- lega 43 árum útskrifuðumst við nokkrir ungir menn með tann- læknapróf frá Háskóla Íslands og hófum ævistarfið með tilhlökkun og bjartar vonir í brjósti. Einn kandídatinn í þessum hópi okkar var Sigurður Gísli Lúðvígsson sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Þegar að þessum lang- þráða degi var komið höfðum við kynnst mjög náið eftir sex ára samveru í skólanum nánast frá morgni til kvölds, sitjandi heilan vetur hlið við hlið í verklegu námi í kjallara Landspítalans og síðan allir saman á litlu klíníkinni með fyrstu sjúklingana. Til viðbótar þeirri mynd sem birtist í skólan- um og á lesstofunni afhjúpuðust síðan á skemmtikvöldum og í ævintýralegum vísindaleiðöngr- um aðrir eðlisþættir sem full- komnuðu myndina af hverjum og einum. Frá upphafi litum við talsvert upp til Sigga og sáum í honum þroskaðan lífskúnstner, heims- borgaralegan í fasi og útliti. Hann hafði verið í jarðfræðinámi í út- löndum og kunni skil á mörgu sem við hinir höfðum enga nasasjón af. Áhugamál hans spönnuðu líka ýmislegt sem hafði ekkert með tannlækningar að gera, svo sem bókmenntir, leikhúslíf og aðrar listir sem áttu alltaf hug hans að einhverju leyti. Nærvera hans var alltaf góð og margar góðar stundir getum við þakkað hans ljúfa skapi, skemmtisögum og græskulausa spaugi. Að námi loknu dreifðist hópur- inn nokkuð en mjög fljótlega komst á sú hefð sem staðið hefur æ síðan; að eiga árlega saman að minnsta kosti langa helgi með fjöl- skyldum okkar á ýmsum stöðum innanlands og utan. Fyrstu árin fór alltaf fram knattspyrnuleikur milli tannsa og afkvæma eða milli Reykvíkinga og dreifbýlinga og lét þá Sigurður mikið að sér kveða í markinu. Kappsemin í leiknum var nokkur en hann tók öllu af hæfilegri alvöru, brá sér í gervi ýmissa heimsþekktra markvarða og sýndi frækileg tilþrif til að skemmta áhorfendum. Sigurður stundaði fyrst tann- lækningar í Reykjavík, síðan á Selfossi og loks á Dalvík áður en hann en flutti til Noregs, þar sem hann lauk starfsferlinum. Hann var farsæll tannlæknir og áhuga- samur um starfið, sótti námskeið og fylgdist með nýjungum í fag- inu. Síðustu árin fækkaði samveru- stundum hans með gömlu félögun- um, en alltaf var jafn gaman þegar hópurinn hittist og Siggi fór að krydda samræðurnar með sínum hnyttnu orðaleikjum og góða húmor. Eftir að hann flutti heim frá Noregi hafa börn hans og barnabörn átt hug hans og aug- ljóst var af tali hans hversu mikla gleði og ánægju þau veittu honum. Við félagarnir söknum nú vinar í stað en erum þakklátir fyrir þann tíma sem við áttum með honum í leik og starfi. Hugur okkar allra og fjölskyldna okkar er nú hjá börnum hans og ástvinum, sem við vottum okkar dýpstu samúð. Jón Birgir, Jón Viðar, Magnús, Páll, Sigurjón Árni, Sigurjón og Teitur. Sigurður Gísli Lúðvígsson Þökkum auðsýnda samúð og alúð vegna andláts okkar hjartkæra GUÐMUNDAR ELVARS EIRÍKSSONAR vélfræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólks Taugadeildar B2, LSH í Fossvogi, fyrir fagmannlega umönnun, hlýju og nærgætni. Innilegar þakkir til starfsfólks Fella- og Hólakirkju fyrir ómetanlega aðstoð og umhyggju. . Jóna I. Hall, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir, Egill Erlingsson, Gunnlaugur Þ. Guðmundsson, Berta Hannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er heiðruðu minningu ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGÞRÚÐAR SIGURÐARDÓTTUR sjúkraliða, Kvistahlíð 7, Sauðárkróki, er lést þann 12. október 2015. . Ingvar Gýgjar Jónsson, Þuríður D. Ingvarsdóttir, Alexander G. Eðvardsson. Jón O. Ingvarsson. Gígja Rafnsdóttir, Sigurður H. Ingvarsson, Berglind Ragnarsdóttir, Magnús Ingvarsson, Aðalheiður Reynisdóttir, Ingvar P. Ingvarsson. Þökkum af öllu hjarta fyrir hlýhug, samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VALDIMARS VALDIMARSSONAR bifreiðarstjóra, Grænumýri 13, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. . Helga Ingólfsdóttir, Ingólfur Ómar Valdimarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Valdimar Geir Valdimarsson, Guðbjörg Harpa Valdimarsd., Gunnar Þór Stefánsson, Björgvin Helgi Valdimarsson og afabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður míns, JÓNS LEIFS MAGNÚSSONAR frá Akbraut. Fyrir hönd aðstandenda, . Linda Ósk Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.